Vísir - 31.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 31.08.1961, Blaðsíða 1
VISIR Fimintudíjffur 31. ágúst 1961. — 198: tlfl. f lausu lofti. ■jr Það hefur nú loksins tekizt að bjarga þeim síðustu af 80 ferðamönnum, sem héngu fastir í línubrautinni við Miðdegistind í Ölpunum. Ferðafólkið hafði orðið að liafast við í loftinu, eftir að orrustuflugvél flaug á lín- una, og sleit hana. Þá þegar höfðu þrír klefar línubraut- arinnar hrapaði niður og sex menn beðið bana. Hinir vagn- arnir hengu eins og fyrir kraftaverk enn uppi. Vagn- arnir voru sumsstaðar í mörg hundruð metra hæð yfir jörð. ■fc Þegar slysið varð munu um 90 manns hafa verið í línubrautarvögnunum. Gerð- ist þetta rétt eftir hádegi einmitt þegar aðsóknin var mest að línubrautinni. Klef- Framh á bls 10. Tveir vagnar Iínubrautarinnar hanga fastir í mörg hundruð metra hæð við Miðdegistind Ölpunum. Björgunarsveitum tókst með óvenjulegum dugnaði að bjarga öllum. Rússar hefja kjarnorkukapphlaup. Ógnun við mannkynið segir Kennedy. Sovétstjórnin tilkynnti seint í gærkvöldi að hún hefði ákveðið að hefja til- raunir með kjarnorkuvopn á ný. Tilkynning þessi hef- ur vakið furðu og skelíingu um allan heim og hefur Kennedy Bandarikjaforseti gefið út sérstaka tilkynn- ingu vegna þessa atburðar, þar sem hann harmar þessa ákvörðun Rússa og lýsir því yfir að hún sé ógnun við allt mannkynið. í tilkynningu Rússa um málið segir, að sovézkir vís- indamenn geti nú framleitt kjarnorkusprengjur sem jafn- gildi að sprengimagni eitt hundrað milljón tonnum af TNT sprengiefni. Þá er á það bent, að Rússar eigi gervitungl sem geri þeim mögulegt að kasta slíkum vítissprengjum niður hvar sem er á jarðar- kringlunni. Ástæðan sem Rússar bera fyrir sig, er geri þeim nauðsyn- legt að hefja kjarnorkutilraunir að nýju, segja þeir að sé sú að | Atlantshafsbandalagið hafi á prjónunum áform um kjarn- orkuárás á Sovétríkin í sam- bandi við Berlínardeiluna. Það var Tsarapkin fulltrúi (Framhald á 10. síðu). Krumminn var tam inn hér í bænum. ALLMIKIL blaðaskrif hafa orðið núna varðandi hrafn alagning. — segir formaður Kaup- mannasamtakanna. frjáls Síðan gengið var fellt í febrúar 1960 hafa Kaup- mannasamtök íslands bar- izt fyrir því að álagningar- reglunum yrði breytt. Við böfum verið svo til á lát- lausum fundum með verð- lagsyfirvöldunum, við- skiptamálaráðherra og einstökum öðrum ráðherr- um um málið og mikil bréfaskipti hafa og farið fram í sambandi við þá. Nú er nokkurn veginn séð fyrir endann á þessu. — Verðlagsyfii-völdin hafa fallizt á mikilvægar breyt- ingar á álagningunni og ríkisstjórnm mun ætla að gera ráðstafanir í sam- bandi við þær, svo sem að lækka tolla. ★ Þannig komst Sigurður Magn ússon, formaður Kaupmanna- samtaka Íslands að orði í upp- hafi að stuttu viðtali, sem frétta maður Vísis átti við hann í gær. — Það má segja að smásölu- verzlunin hafi verið rekin með beinu tapi, síðan gengið var fellt í febrúar 1960, sagð Sig- urður. Þá voru laun verzlunar- innar skert um 25% á sama tíma, sem allar aðrar stéttir héldu launum sínum óskertum. Þegar verðlagsyfirvöldin tóku sínar ákvarðanir um álagningu í smásölu eftir gengisfellinguna gengu þau út frá þvi að verzl- unarhagnaður myndi aukast 3VO í krónutölu, að kaupsýslu- stéttin myndi fá jafnmargar krónur í sinn hlut, eftir gengis- fellinguna sem fyrir hana. Við mótmæltum þessu kröftuglega og bentum á þá einföldu stað- reynd, að enda þótt um væri að ræða hækkun vöruverðs þá Framh. á bls 10 Sigurður Magnússon. einn, sem Tíminn lýsir eftir fréttaritara sínum sem ógnvaldi Mosfellssveitar. En í morgun skýrir Mbl. frá því að krummi hafi verið skotinn á mánudag- inn. í blaðagreinunum um krumma, kemur ekki fram, hvernig á því standi að hann hafi leitað til mannabyggða og gerzt svo hændur og seinna uppivöðslusamur við sveitunga sína í Mosfellssveit, að hann var skotinn. í morgun hitti blaðamaður frá Vísi Sigurð Ólason hrl. Hann kvaðst hafa lesið þessi blaðaskrif, og það færi ekki- milli mála að hrafninn hafi hann sjálfur tamið, að mestu heima hjá sér að Lönguhlíð 11 hér í bænum. Það voru strákar sem fengu að vera í kofanum mínum upp við Hafravatn nú í vor, sem klifruðu upp í fjall og rændu þessum hrafni þá sem unga í hreiðri . Ég varð svo að taka við honum, og ég tamdi hann heima hjá mér. Sagði Sig- urður ýmsar skemmtilegar sög- ur af krumma. En að því kom að hann varð svo frekur og á- gengur við fólk að við urðum að vísa honum úr vistinni. Þá fór eg með hann upp að Hafra- Framh. á bls. 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.