Vísir - 31.08.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1961, Blaðsíða 4
4 VfSIR Fimmtudagur 31. ágúst 1961 A hreindvraslóðir. höfuð hestinum, leiddu hann lá á beru lífinu. Fötin á að hamri við ána, þar sem hylur var djúpur undir bundu stein við háls honum og hrundu niður. Heitir þar síðan Freyfaxahamar. Fleiri örnefni eru í námunda við barminum framan og svo rifin og svartbláir blettir um öklaliðina, með báða hand- leggi úr liði gengna um axl- irnar, illa útleikinn á virga virili. Spor höfðu sézt í krapa Aðalból sem minna á Hrafn- á fremri fótum sem líkt væri Allf að 400 dSýs* a einni hjörð — og eitt þeirra sprengf á Bilatipum. Fyrir rúmlega ári hlustaði ég á fyrirlestur um Island suður í Sviss. I ræSu sinni lagSi ræSu- maSur áherzlu á al- þýSumenntun Islend- inga, ekki sízt til sveita. Þar gat hann sérstaklega um einn afskekktasta afdala- bónda fslands, Pál Gíslason á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, sem væri venjulegur og um leið hlutgengu:- fulltrúi ís- lenzkra alþýðumenntunar. Það væri sama hvort maður ávarpaði hann á ensku, þýzku, íslenzku eða ein- hverju Norðurlandamálanna að þar væri ekki komið að tómum kofunum. Hann ætti stærra bókasafn en velflest- ir háskólaprófessorar og hann vissi deili á flestum efnum milli himins og jarð- ar. Auk þess væri hann gott skáld. Þetta er sami maðurinn og fyrir nokkrum árum datt úr kláfnum ýfir Jökuldalsár- gljúfrið hjá Brú og drepið var á í fyrri hluta þessarar ferðasögu. Þá bjargaðist hann vegna þess að hann var líkamlegt hraustmenni og „enginn hlutur ómöguleg- ur“. f Sviss er hann hins- vegar frægur orðinn fyrir bókasafn sitt og andlegt at- gervi. Það heyrði ég reyndar á Austurlandi, að bókasafn Páls væri svo stórt að hann yrði að leigja herbergi undir bækur á öðrum hvorum bæ í Jökuldal, en bæirnir þar eru nokkuð margir. Nú er Páll langt kominn að byggja stórhýsi á jörð sinni, en það þarf mikið til því bókasafnið er sagt stórt og börnin legíó. Og nú er Guðmundur Jó.nasson kominn með sinn þrjátíu manna hóp — þann dauða lika — heim að Aðal- bóli og þaðan skal halda suð- ur að rótum Snæfells — á hreindýraslóðir. Aðalból í Hrafnkelsdal er sögufrægur staður. Þar bjó Hrafnkell freysgoði, manndrápari mikill, sem engan mann bætti og dýrk- aði guðinn Frey öðrum Ásum fremur. Honum helgaði Hraf n kell hest sinn „Freyfaxa“, sem síðan varð orsök mann- víga og mikilla málaferla. Þess vegna var það að Þjóstarsynir tóku þá á- kvörðun að drepa Freyfaxa, þar sem hann var þeim mun verri öðrum hestum að margt illt hafði af honum hlotizt. Drógu Þjóstarsynir fat á Útsýn til Snæfells, en það er að undanskildu Vatnajökulssvæðinu hæsta fjall á íslandi, 1833 metrar. ¥ Síðari grein. Mál og myndir eftir Þorstein iósepsson. ★ kellssögu, svo sem Hrossa- geilar þar sem óvinir Hrafn- kels földu sig aður en þeir bjuggust til atlögu við hann og þar er líka Einarsvarða, þar sem Einar smalamaður var dysjaður. Hrafnkelsdalur er lágkúru- legur og sviplítill og mér þykir hann ljótur. Hið sama finnst mér um Jökuldal. Það verður að hafa það þótt ég móðgi íbúana austur þar með þessum ummælum. En sauðland er talið gott í báð- um þessum dölum og það er víst einhver sárabót, a. m. k. fyrir bændur. í Hrafnkelsdal gerðist dularfullur atburður um miðja 18. öld sem mjög mikla athygli vakti á sínum tíma og annálaritarar færðu í let- ur. En síðar hafa þjóðsagnir klætt atburðinn ýmsum bún- ingum eftir því sem efni stóðu til hverju sinni. I Hrafnagilsannál segir eftir- farandi frá þessum atburði fyrir árið 1749: „Þetta ár dó maður und- arlega á Jökuldal, hálfgiftur búandi á Brú, fór í sauðaleit fram á Hrafnkelsdal, lofaði sig aftur um kvöldið, kom ei, fannst deginum eftir liggj- andi á grúfu, votur upp fyrir kné með fótinn upp úr nær- buxunum rifnum, svo hann álftakló, en aftari sem hest- hófur með kló frain úr. Hér var tekið um þingvitni.“ Þannig hljóðar þessi lát- lausa annálsfrásögn, en munnmæli og sagnir seinni tíma hafa fært þessa sögn í enn dramatískari búning og búið til úr henni mikinn ástarharmleik. Samt hefjur aldrei verið gefin nein skýr- ing á því hvernig dauða mannsins bar að höndum nema þá einn, að hann átti í höggi við illvætti eina, sem lék hann svo grátt, að hann lá dauður eftir „á grúfu, snú- inn úr liði um axlir og kné, brjóstið rofið, og slitið burtu hjartað og horfið, og annar handleggurinn lika, en staf- ur hans lá þar margbrotinn“, eins og segir á einum stað, þar sem atburði þessum er lýst. Og nú lá leið okkar upp úr þessum dal mannvíga og forynja suður á öræfin í átt- ina til Snæfells. Leiðin lá upp snarbratta brekku og það var rétt á mörkum að bílarnir — þótt sterkir væru — hefðu sig þar upp. En allt gekk þetta slysalaust og uppi á dalbrúninni tók við stórkostleg auðn, urðarmelar með stórgrýtishnullungum en grunn daladrög á milli með nokkrum sandgróðri. Hreindýr í góðu beitilandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.