Vísir - 31.08.1961, Side 2

Vísir - 31.08.1961, Side 2
VÍSIR Fimmtudagur 31. ágúst 1961 "Tt m ^ w& wzzm W//////Æ mJfii Lokaátökin fyrir landsleikinn pressuleikur ú sunnuduy. Svavar og Kristleifur boönir á Hurbitj tnótið. PRESSULEIKUR verður háð- ur n.k. sunnudag og landsliðs- nefnd og blaðamcnn komu sam an í gær, sitt í hvoru lagi auð- vitað, og völdu sín lið. Pressu- leikir eru orðnir fastir liðir í þeim undirbúningi sem hafður er fyrir landsloiki íslands í knattspyrnu. Hafa þeir tíðast verið þyngstir á metunum, þeg ar landsliðsnefnd tekur endan- lega ákvörðun um skipan liðs- ins. Það er því mikið í húfi fyrir þá 22 leikmenn sem vald ir eru í tilraunalandsliðið ann- arsvcgar og pressuliðið hins- vegar. Hitt er svo annað mál, hve hentug og réttlát aðferð þetta er til að ná út sem sterkustu landsliði. Það hefur áður verið bent á ókosti þessara pressu- leikja hér í blaðinu og þeir eru reyndar öllum ljósir, eða ættu að vera öllum ljósir, þeim sem með þessum málum fylgjast og hafa þar einhverja þekk- ingu á. Það ætti jafnvel að vera verðugt verkefní næsta knattspyrnusambandsþings, Fyrir nokkru fór fram úr- slitaleikur í íslandsmóti IV. fl. A, milli K.R. og Fram. K.R. sigraði, 2—0. Hér birtum við mynd af íslandsmeisturunum ásamt bjálfurum þeirra, Guðbirni Jónssyni og Gunnari Jóns- syni. Flokkurinn var vel að sigr- inum kominn, skoraði sam- tals 19 mörk gegn 2 í mótinu. j Miðsumarsmót V. flokks i B sigraði K.R. einnig, svo {! j þjálfararnir mega sannar- !j t lega vera hreyknir af árangr j ) inum. að ráða bót á þessu óhent- uga fyrirkomulagi. Hér er samt engan veginn verið að mæla gcgn pressulcikjum, heldur aðeins þeirri miklu þýðingu og úrslitavaldi sem við þá er bundið. Mætti cðlilega halda þeim áfram en gera þá hinsvegar að endan- legum æfingaleik fyrir vænt- anlegt landslið. Liðin sem valin voru í gær cru þannig skipuð: Lið landsliðsnefndar: Helgi Daníelsson ÍA Hreiðar Ársælsson KR Árni Njálsson Val Garðar Árnason KR Hörður Felixsson KR Sveinn Teitsson ÍA Ingvar Elísson ÍA Gunnar Felixsson, KR Þórólfur Beck KR Ellert Schram KR Kári Árnason ÍBA Lið blaðamanna: Björgvin Hermannss. Val Jón Stefánsson ÍBA Bjarni Felixsson KR Ormar Skeggjason, Val Rúnar Guðmundss. Fram (eða Gunnar Gunnarssoh ÍA). Helgi Jónss KR. (fyrirl.) Matthías Hjartarson Val Jakob Jakobsson ÍBA, Steingr. Bjömsson ÍBA, Björn Helgason ÍBÍ, Þórður Jónsson ÍA, Tilraunalandsliðið er að mestu skipað sömu mönnum og fyrr í sumar, og aðeins þrír menn eru ekki með af því liði sem sigraði Hollendingana, Heimir, Helgi og Steingrímur. Allir varnarleikmennirnir sex eru orðnir margreyndir saman og til gamans má benda á, að þetta er sama vörnin og lék í landsliðinu 1959, þá með góð- um árangri. f framlínunni er hinn korn- ungi Akureyringur, Kári Árnason, reyndur sem vinstri útherji og verður gaman að sjá hvernig sú tilraun tekst. Ef litið er yfir pressuliðið þá má sjá, að það er skipað traustum, og að mestu leyti all- reyndum leikmönnum. Flest allir eru sínum eigin liðum styrkar stoðir. Pressumenn gera enga tilraun með nýja unga menn, nema ef vera skyldi miðvörðurinn Gunnar Gunnarsson, en hann fer ekki inn á ef Rúnar kemur heill heim nú fyrir helgina. Pressuliðið ætti að geta náð saman, þar sem hér eru reynd- ir menn á ferðinni, og ætti því leikurinn að geta orðið jafn. Það skal á það bent, sem er athyglisvcrt, að prcssan hefur sigrað í tvö síðustu skiptin er þessi Iið hafa leitt saman hesta sína. Hið árlega Harbigmót sem haldið er í Dresden í Þýzkalandi til minningar um hinn vígfræga og frábæra millivegahlaupara Rudolf Harbig, verður að þessu sinni háð þann 24. september. Frjálsíþróttasambandi ís- lands barst fyrir nokkru bréf, þar sem boðið var til mótsins tveim íslenzkum frjálsíþróttamönnum, þeim Svavari Markússyni og Hilm- ari Þorbjörnssyni. Hilmar er eins og kunnugt er hættur keppni og hefur ckkert stundað æfingar í heilt ár, en boðið hefur ef- laust verið sent í þeirri trú, að Hilmar væri enn virkur keppandi. Stjórn FRÍ ákvað í gær- kveldi að bjóða í stað Hilm- ars, Kristleifi Guðbjörnssyni að fara utan ásamt Svavari. Mun Svavar þá væntan- lega keppa í 800 metra hlaupi, en Kristleifur í 3000 metra hindrunarhlaupi. Mót- Kristleifur Guðbjörnsson. ið verður háð þann 24. scpt. eins og fyrr segir, en þeir félagar munu líkl. halda ut- an nokkru fyr. Eru þá mögu leikar á því, að þeir taki þátt í nokkrum mótum sem hald- in eru í Svíþjóð. í viðtali sem blaðið átti í gærkvöldi við form. FRÍ, Jó- hannes Sölvason tjáði liann blaðinu að för þeirra félaga væri það síðasta markverða á sviði íslenzkra frjálsíþrótta í sumar. . Aðeins á eftir að keppa í tugþraut og 10 km. hlaupi í Meistaramótinu en að öðru leyti er allri meiriháttar keppni lokið. Bíð batnandi veðurs — segir Axel Kvaran. „f morgun þcgar við vöknuð- um var kominn norðvestan stinningskalda og gekk á með skúrum. Lagði allþungan sjó inn fjörðinn og ólendandi var með öllu við fjöru“. Þannig fórust Axel Kvaran orð er Vísir náði tali af honum í morgun. Eins og sagt var frá í fréttum í gær hugðst Axel ' ■ þreyta Drangeyjarsund nú í morgun ef nokkur tök væru á. Dvelur hann á Sauðárkróki ásamt sundkappanum Eyjólfi Jónssyni. Fóru þeir félagar inn að Reykjum en þangað er synt úr Drangey, þegar Grettissund er þreytt. Fengu þeir lánaðan bíl hjá starfsbróður sínum á staðnum að ófært mundi manni milli lands og eyj^r. Illa leizt þeim á landtöku þar, enda sex- falt brot og stórgrýtt fjara. Nú hefur hins vegar verið spáð suðaustan átt en það þýðir batnandi veður og hagstæðari átt. Ætla þeir því að bíða dg sjá hvað setur fram að helgi. Arsenal — Leicester 4-4. Tveir leikir voru háðir í fyrstu deild ensku deildar- keppninnar í fyrrakvöld: Arsenal — Leicester 4—4. Ipsvich — Burnley 6—2. Leikurinn á Highbury var hinn bezti, fjörugur og spenn- andi. Ef annað hvort liðið hefði átt að sigra þennan leik, þá var það Leicester. Arsenal skoraði imark, sgm var að dómi allra nema dómarans, ólöglegt. | Ipswich sannaði rækilega til- | verurétt sinn í íyrstu deild með ! því að hreinlega bursta Burn- | ley, liðið sem „tippað“ er af mörgum sem ( sigurvegarar j keppninnar. Sigu1’ Ipswich var | hinn glæsilegasti og verðskuld- aðasti. Denis Clapton liægri útheri í Arsenal í mörg ár, hefur ver- ið seldur til Northampton.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.