Vísir


Vísir - 31.08.1961, Qupperneq 10

Vísir - 31.08.1961, Qupperneq 10
10 VtSIR Fimmtudagur 31. ágúst 1961 Jón Þorláksson við Ægisgarð í morgun. Leiðréttmgar — Frh. af 16. s. 28%. Kex og þurrkaðir ávextir ,úr 25% í 36%. Þá er felldur niður einn álagningarflokkur með 25% álagningu, þ. e. púð- ursykur, kandís og flórsykur og verður nú selt með 21% á- lagi. Álagning á þurrkaða á- vexti og kex hækkar hins veg- ar í 28%. Álagning á smjörlíki hækkar úr 8—9% í 15%. Við borð lá, sagði Jónas Haralz, að kaupmenn hættu að selja smjör líki vegna þess að álagningin var ekki fyrir dreifingarkostn- aðinum í mörgum tilfellum. Klössun lokið og byrjað á öðru skipi í morgun fór togari Bæjar- útgerðarinnar, Jón Þorláksson, í reynsluför, en nú er lokið 12 ára klössun skipsins á skrokki þess og dieselvél. Er það í fyrsta skipti sem vélvirkjar hér á landi takast svo mikið verk á hendur. Jón Þorláksson lá vestur við Ægisgarð í morgun, nýmálaður í ljósgráum lit. Strax mátti sjá, að nokkur útlitsbreyting hafði orðið á togaranum. Hún liggur í því, að afturmastur hefur verið tekið í burtu. Lítið mastur sett í staðinn framan við hinn straumlínulagaða reykháf skips- ins. Á bryggjunni hitti blaðamað- ur frá Vísi skipstjórann, Sigurð I fausu lofti — Framh. af 1 síðu. arnir köstuðust til og sveifl- uðust á örmjóum streng. Höfðu allir strengir nema einn slitnað, það var sú líf- Hna sem allt hékk á. Strax og fréttist bár- ust af slysi þessu fóru fjöl- mennar björgunarsveitir af stað upp í fjöllin og unnu þær björgunarafrek, sem lengi mun verða minnzt, uppi í 4000 metra hæð. Þótt björgunarsveitirnar ynnu baki brotnu voru aðstæður allar svo erfiðar, að ekki varð hjá því komizt að fjöldi fólks varð að hafast við í línu- vögnunum yfir nótt og var það ömurleg dvöl, hangandi þannig í lausu lofti og í miklu næturfrosti, sem fæst- ir voru undirbúnir að mæta. Víða var geysilegum erfiðleikum bundið að bjarga fólkinu og eina leiðin að björgunarmennirnir gengju eins og línudansarar út eftir þeirri cinu línu sem hélt öllu uppi. Síðan voru farþegarnir látnir svífa með kaðli til jarðar. Síðasta far- þeganum var bjargað skömmu eftir hádegi í gær og hafði bann þá verið strandaður í meir en sólar- liring. iKristjánsson yfirvélstjóra, dig- urhans Þorbjörnsson, yfirvél- stjóra B.Ú.R., og verkstjórana Jóhann Þorkelsson og Hjört Kristjánsson, frá Vélsm. Héðni. Einnig var þar kominn Sveinn Guðmundsson forstjóri Héðins, er fór með í reynzluförina. Af samtölum við þessa menn kom í ljós, að af hendi smiðj- anna, sem verkið tóku að sér, hefði verkáætlun staðizt — 3— 4 mánuðir. En það sem stóð á, var gírinn í aðalvélina. Hann var sendur út til viðgerðar og endurnýjunar. Smiðjurnar og aðrir verktakar hófu vinnu við togarann 17. des. síðastl. 4. jan- úar var gírinn sendur út, og hann kom ekki aftur til lands- ins fyrr en 27. júli síðastliðinn. Það var gírinn, sem valdið hef- ur þeim töfum, sem orðið hafa, og seinkað verkinu um - 3—4 mánuði. Sveinn Guðmimdsson gat þess, að ákveðið hafi verið að samskonar flokkunarviðgerð, 12 ára, skuli nú fara fram á öðrum Bæjarútgerðartogara, Hallveigu j Fróðadóttur, og verður byrjað á því verki á morgun eða hinn. I Skaut Sveinn því inn í, að gír [ aðalvélarinnar myndi EKKI verða sendur út til endurnýj- ! unar heldur kæmi það í hlut Héðins-manna að vinna það verk. Ásamt Héðni unnu j verkið Stálsmiðjan, Slipp-, 1 urinn og Bræðurnir Ormsson.' Gert var ráð fyrir að reynslu- förin tæki allt að 4 klst. og kvaðst Sigurður skipstjóri vona að hann gæti farið á veiðar á morgun. I Frjáls álagning. Þá eru afnumdar álagningar- reglur á allmörgum vöruflokk- um, fatnaði, skóm, matvöru, hreinlætistækjum o. fl. (sjá 6 síðu) og gildir það jafnt um innflutta vöru sem þá, sem framleidd er hérlendis. Eftir sem áður mun þó verðlagsstjóri fylgjast með verðlagi þessarar vöru, Er hér um að ræða 2% heildarinnflutningsins. Þá verður tekin upp sú ný- breytni að verðlagsstjóri getur heimilað innflytjendum að halda eftir hluta af afslætti þeim, sem þeir fá erlendis og er það því nú í hag innflytjandans að kaupa sem ódýrast, en svo var ekki áður. Miússuf — Framh. at 1 síðu. Rússa á Genfar-ráðstefnunni um bann við kjarnorkutilraun- um sem tilkynnti þessa ákvörð- un Rússa. Næstur á eftir hon- um talaði Ormsby Gore full- trúi Breta. Hann harmaði að Rússar skyldu nú ætla að hefja hinar hættulegu kjarnorkutil- raunir. Óhjákvæmilegt væri að nú myndi hefjast kapphlaup um kjarnorkutilraunir. — Ormsby Gore sagði að Rússar hefðu nú látið í 3 ár sem þeir vildu semja, en nú væri það í ljós komið sem marga hefði grunað að þetta hefði allt verið til að sýnast. Krummi - Framh at 1 síðu vatni og nestaði hann vel af fisk urgangi. Síðar sá ég hann, er eg gaf honum fisk, að hann var kominn í félag við tvo jafnaldra sína. Hélt ég að hann myndi semja sig að þeirra háttum, en svo varð ekki. Ég frétti síðar að hann var kominn niður að Úlfarsfelli, þar sem hann var í góðu yfirlæti. En hann virðist ekki hafa tollað þar heldur, og það hefur orðið hans bani. Álagning — Framh. af 1. siðu. kæmi ekki til neinnar veltu- aukningar, vegna þess að kaup- gjald og þá um leið.kaupmátt- ur stæði í stað. Þessum ábend- ingum var ekki sinnt. En nú að 18 mánuðum liðnum hafa yfir- völdin viðurkennt að ákvarð- anir þeirra hafi verið óraun- hæfar. Auk þess sem veltuaukning- in varð engin þá hefur ýmiss konar rekstrarkostnaður auk- izt, raunar allur annar reksfrar- kostnaður, en sá sem verður vegna mannahalds, t. d. ljós, hiti, sími o. s. frv. — Hvað viltu segja um af- stöðu ykkar til þessara breyt- inga? — Auðvitað er þetta spor í rétta átt, raunar er um stefnu- breytingu að ræða og þessa stefnu verður áð halda áfram að taka. Markmið kaupmanna- samtakanna er frjáls verzlun, álagningin verði frjáls. Það er neytendanum í hag ekki síður en okkur. Eins og allt er nú í pottinn búið getur það verið hagur kaupmanna að gera inn- kaup sem verða neytandanum óhagstæð. Það er í mörgum til- fellum hagstæðara fyrir okkur að kaupa dýrari vöru, en þá, sem við mundum kaupa ef við verzluðum frjálst, vegna þessað þá fáum við fleiri álaigningar- krónur Álagningin er jú mið- uð við innkaupsverðið. Þess vegna refsa verðlagsákvæðin þeirn. sem gera hagstæðust inn- kaupin. Hámarksálagning er sama og lágmarksálagning í reyndinni. Svo er á það að líta, að verðlagsákvæðin eru erfiður Þrándur í Götu allrar nýsköp- unar í verzluninni, bættrar þjónustu o. s. frv. — Geturðu gefið mér saman- burð á álagningu hér og t. d. á hinum Norðurlöndunum? — 1 Danmörku er álagningin frjáls. í Svíþjóð eru verðlags- ákvæði, en þar er álagningin allt að 70% hærri í smásölu heldur en hér. Ég þekki þetta ekki nákvæmlega í Noregi, en kerfið er þar öðruvísi og flókn- ara, en hún er alla vega mun hærri en hér. — Að lokum langar mig til að spyrja þig um ástæðurnar fyrir versnandi afkomu ykkar? — Þar er fyrst og fremst skilningsleysi stjórnarvaldanna um að kenna. Laun verzlunar- innar hafa stöðugt verið að lækka á undanförnum árum vegna óraunhæfra verðlagsá- kvæða, en þó keyrði um þver- bák eftir gengisfellinguna 1960. — Við erum ekki hafðir með í ráðum, þegar laun okkar «ru ákveðin. Við erum raunar þeir einu aðilar þessa þjóðfélags, sem ekki fá að semja um okkar kjör eða taka beinan þátt í því að ákvárða þau. Bændur hafa sína áð stöðu í 6-manna nefnd- inrii svokölluðu, verkamenn og aðrir óbreyttir launþegar við saihningaborðið með vinnuveit- endum við éigum engan fullt. 1 í þéim nefndum, sem skammta okkur jaunin. Þetta verður að breytast og við munum keppa j að þvi að fá fulltrúa i þessum nefndum. Fiskverð hækkar. I dag kemur til framkvæmda verðhækkun á fiski. Nýr þorsk- . ur, slægður, kostar nú 2,80. Nýr þorskur hausaður og slægður kostar nú kr. 3,50. Ný ýsa slægð en með haus kostar nú kr. 4.00. en slægð og hausskorin kr. 5.00. Flakaður borskur kostar nú kr. 7.50. Ýsuflök kosta kr. 9.50. Fiskfars kostar nú kr. 10.50. Fyrsta útsalan í 40 ár. i Ein elzta verzlunin við Aust- urstræti, L. H. Múller, en fyrsti I eigandi og stofnandi var L. H. ; Muller, norskur kaupmaður, opnaði í morgun mikla útsölu á ýmis konar fatnaðarvöru fyr- ir di-engi og fullorðna menn. Það er markverðast í sam- bandi við þessa útsölu verzlun- arinnar, að þetta er í fyrsta skipti í 40 ár í sögu hennar, að þar er haldin útsala. Eigandi verzlunarinnar er Leifur Múll- er, sem rekur hana af miklum dugnaði. Akureyri var kjötlaus. Akureyri, limmtudag. — í MORGUN hófst hér á Ak- ureyri sumarslátrun dilka, en bærinn var kjötlaus orðinn. Var í morgun slátrað 130 fjár úr Arnarneshreppi en það átti að nægja til að fylla kjötbúðir KEA í bænum, 9 talsips, en slátrunin fer fram hjá KEA. Fossvogur Frh. af 9. s. mörgum tillagnanna. Eftir að nefndin hefur athugað tillög- urnar og rætt þær almennt, tel- ur hún, að þetta fyrirkomulag geti vel hentað í Reykjavík, enda sé þá tekið sérstakt tillit til loftslags og jarðvegs. í heild hafa úrlausnirnar gefið athyglisvert og alhliða yfirlit um þau atriði, sem máli skipta um nýtingu samkeppn- issyæðisins, og allmargar verða að teljast góðar. Þó verður að segja það, að þær úrlausnir, sem hafa í sér fólgnar snjall- astar hugmyndir, hvað snertir skipulag og byggingarlist, eru jafnframt gallaðar að ýmsu leyti. Þegar metnir hafa verið kostir og gallar hverrar úr- lausnar um sig, virðist engin ein úrlausn bera af. Nefndinni virðist því hæpið, að nokkur einstök af tillögunum verði lögð til grundvallar að bygg- ingu svæðisins óbreytt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.