Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 2
& ymjt Pressssi Bék sér að landsliðinu Landslið — M*réssulið ENNÞÁ einu sinni fór bað svo, að pressan sigraði „landsliðið“. Þau úrslit virðast vera orðin að hefð, og kemur það einkenni lega fyrir sjónir, þar sem lands liðsnefnd fœr að velja alla sína ellcfu menn áður en pressu- menn setjast að rökstólum. Öll rök ættu því að hníga að því að fyrrnefnda liðinu væri sigur- inn auðunninn. En það var öðru nær í gær. Á öllum sviðum knattspyrnunn ar bar pressuliðið af og er jafn vel hægt að segja það um hvern einstakan leikmann í knattmeðferð, samleik og baráttuvilja voru pressumenn ofurliðar hinna og ef velja ætti eingöngu eftir þessum leik, þá er landsliðsnefnd vissu lega vandi á höndum. Breytinga er þörf í landslið- inu ef vel á að vera, þó miklar breytingar séu um leið hættu- legar. Göt eru bæði í vörn og sókn. Vörn landsliðsins virðist mjög opin og sóknin máttlaus og skipulagslaus. Þessu má að einhverju leyti kenna fjarveru Helga Daníels- sonar í markinu og ferðaþreytu þeirra Gunnars Felixssonar og Þórólfs, en þeir komu ekki heim úr Rússlandsförinni fyrr en laust fyrir hádegi i gær. í stað Helga lék varamarkvörð- ur KR, Gísli Þorkelsson. Var það eina breytingin sem varð á upphaflegri skipan liðanna. Pressuliðið stóð sig með miklum ágætum eins og fyrr segir. Kom það mjög á óvart, þar sem framlinan t.d. var sam tíningur úr fjórum félögum. Þar bar Jakob Jakobsson af, en ' hann átti þátt í flestum mörk- um pressunnar og sýndi yfir- leitt mjög góðan leik. í fyrri hálfleik réð pressu- liðið lofum og lögum á vellin- um og skoraði þrjú mörk. Fengu innherjar þeirra að leika mjög lausum hala og byggja' upp hvert upphlaupið á fætur öðru óáreittir. : Seinni hálfleikur var mun jafnari og fyrri hlutann sótti landsliðið látlaust og skoraði tvö mörk. Þá náði pressan aft- ur góðum kafla, bætti tveim mörkum við og tryggði sér sig- urinn. Landsliðið skoraði eitt mark til viðbótar, en ógnaði pressunni aldrei þrátt fyrir það. Mörkin: 1:0 5. mín. Jakob fær knöttinn á vítateig og rennir hon- um fyrir Björn Helgason sem kemur aðvífandi og skorar örugglega. 2:0 Nokkrum mínútum seinna fær Jakob knöttinn innan vítateigs eftir hornspyrnu, spyrnir að marki. Knöttur- inn hrekkur í varnarleik- mann og í netið. Ódýrt. 3:0 Löng sending send fram, Steingrímur fylgir vel og skorar. 3:1 Snemma í fyrri hálfleik, leikur Þórólfur á vörn pressunar og spyrnir föstu skoti á markið. Knöttur- inn fór í varnarleikmann og inn. 3:2 Björgvin Hermannsgpn hyggst spyrna út, en knott urinn fer í Gunnar Felixs- son og fyrir fætur Ellerts, sem skorar auðveldlega. 4:2 Eftir mistök í vörn lands- liðsnefndar skorar Stein- grímur frá markteig. 5:2 Og enn bætir pressan við, eftir mjög gott uppblaup. Jakob skorar mjög gott mark. 5:3 Litlu seinna gefur Þórólfur inn fyrir á Gunnar sem skorar með góðri spymu. Kænuna rak tíl hafs. Frá leik pressunnar og landsliðsins. Þungu fargi var af okkur létt þegut' við sncruwn heim fvá fiússlundi. Það var ekki Axel sem var í neinum vandræðum með að ná út í Drangey, heldur fylgdarmenn hans í bátnum. Báturinn „Svavar SK67“, komst ekki alveg að fjörunni svo tekið var til ráðs, að láta tvo úr fylgdarliðinu, Eyjólf Jóns- son og Árna Þorbjörnsson róa lítilli kænu fram víkina. Hugðust þeir þar róa að „Svavari“ og binda síðan kænuna aftan í. En þegar þeir voru komn- ir spölkorn af stað hvcssti til muna og gcrði krappan sjó. Gátu þeir ekki beitt; kænunni upp í ölduna og urðu því að halda undan. Nóðu þeir aldrei bátnum en stefndu nú beint út fjörðinn! Fólk fylgdist með kæn- unni úr landi og er nokkuð var liðið hætti það að sjá til hennar. Brá það skjótt við, hringdi til Sauðárkróks og þaðan var gerður mann- aður bátur í miklu hasti. Til allrar hamingju varð þeim félögum Eyjólfi og Árna ekki meint af, en komust eftir illan leik og svo og hálfan tíma í Drang- eyjarfjöru, skömmu áður en Axel tók land. Sagði Árni svo frá, en hann er fréttamaður Vísis á Sauðárkróki, að hann hcfði verið staðráðinn í að bregða á sama ráð og Sæmundur heitinn við selinn forðum, ef illa færi! Annárs hefur Árni ritað greinagóða og skemmtilega lýsingu á sundi Axels, og mun hún birtast hér i blað- inu á morgun. í GÆRDAG komu nokkrir Rússlandsfarar heim. Láns- mennirnir allir, Helgi Daníels- son, Gunnar Felixsson, Þórólf- ur Beck, form. landsliðsnefnd- ar, Sæmundur Gíslason, sem var einn af fararstjórunum og Rúnar Guðmannsson. Það er af Rúnari að segja að hann lék engan leik í Rúss- landi, og meiðsli hans eru enn alvarleg og mikil. Varla er þess að vænta að hann leiki meira í sumar. Þar sem lítið hefur frÉtzt af förinni var mönnum nokkur forvitni á að vita hvað piltarn- ir hefðu um hana að segja. Er þetta í fyrsta skipti sem ís- lenzkur íþróttafiokkur sækir Rússa heim. Við náðum því í Gunnar Felixson í gær og báð- um hann að segja okkur eitthvað um ferðina í heild: ..Eg gct varla sagt að hún hafi verið skemmtileg, en hún var lærdómsrík og ég sé ekki eftir því að hafa farið. — Kappleikirnir og úrslit þeirra eru í sjálfu sér áríðandi í íþróttaför sem þessari, en að koma þarna austur fyrir og sjá með eigin augum þetta um- talaða land, var engu að síð ur viðburðaríkt. Við töpuðum öllum leikjun- um, skoruðum ekkert mark og áttum yfirleitt við ofurefli að etja. Andstæðingar okkar voru allt fyrstu deildar lið, og þótt þau séu ekki staðsett hátt í deildinni þessa stundina, þá voru þetta engir aukvisar. T. d. má benda á að liðið sem við lékum við síðasta leikinn, hafði sigrað Dynamo Moskva fyrir nokkrum dögum 2:0. Oftast komu margir áhorfendur og í síðasta leik gagti ég trúað að um 15.000 manns hafi komið. Þeir höfðu áberandi mikið vit á knattspyrnu og klöppuðu ávallt ef eitthvað var vel gert, án til- lits í hvoru liðinu leikmaðurinn var. Ekki er hægt að segja annað en við hefðum verið ó- heppnir með að skora ekki a. m.k. 2—3 mörk, en þeir voru þá auðvitað jafn óheppnir með að skora ekki fleiri hjá okkur. í heild var ferðalagið afskap lega þreytandi. Þess má geta að við ferðuðumst samtals 82 tíma í járnbrautarlestum. Það er ekki svo lítið í jafn stuttri ferð. Flestir okkar, ef ekki allir, þoldu illa matinn, en hann var að okkar áliti bæði vondur og takmarkaður. Hinsvegar voru móttökurnar hinar vin- samlegustu. Við bjuggum á- vallt í fyrsta flokks hótelum og aðbúnaður var allur óað- finnanlegur. Við gátum lítið verzlað í Rússlandi, allar vörur voru hinar ósmekklegustu og dýrar, t.d kostaði frakki nokkur 10 þús. kr. Klæðnaður almenn- ings var í samræmi við það. Skemmtanalíf var lítið; aðéins einu sinni var okkur boðið í kvikmyndahús. Myndin var af geimflugi Gagarins. Förin var eins og ég sagði lærdómsrík og einhver sagði að hún hefði vorið sú erfið- asta utanfcrð sem hann hefði farið. Þrátt fyrir skipt ar stjórnmálaskoðanir Rúss landsfara, þá held ég að allir hafi ver!6 sammóla um þeg- ar við við komum aftur til Helsinki, að það væri eins og þungu fargi væri létt af okkur. Þróttur I II. ílokki. Rusm&isisi ÞRÓTTUR sigraði íslandsmot- | Þessi leikur sem hinn fyrri var ið í II. flokki. — Þeir sigruðu hinn fjörugasti og spennandi. Vestmannaeyinga í úrslita- i Nánar verður sagt frá hon- leiknum á sunnudaginn 3:1.1 um í blaðinu á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.