Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 16
visir Mánudagur 4. septeinbcr 300 tonn af karfa. í MORGUN komu tveir togar ar af veiðum hér á heimamið- um, með um 150 tonn af karfa hvor, eftir 12 daga úthald. Var annar togaranna Askur en hinn Þorsteinn Ingólfsson. Fréttastofa Islands rá Á fundi í Blaðamanna- félagi Islands í gær var samþykkt að félagiS skyldi beita sér fyrir stofn- un Fréttastofu Islands og mun félagiS hefja athug- anir á starfsgrundvelli slíkrár fréttastofu á næst- unm. Nokkrar umræður urðu á fundinum um þetta mál og hafði Jón Magnússon, frétta- stjóri Ríkisútvarpsins framsögu í málinu. Hann benti á það, hve óviðunandi það ástand væri í fréttaöflun utan af landi, að hvert einasta blað hefði sinn eigin fréttaritara í hverju plássi. Yrði það mikill sparnað- ur og léttir við blaðaútgáfu, að ein fréttastofa annaðist öflun frétta fyrir öll blöðin. Þá taldi hann og að það myndi verða hagkvæmara að erlendar frétt- ir bærust til landsins gegnum eina fréttastofu, sem annaðist þýðingu á þeim og dreifði þeim til allra blaðanna, og í því fólg inn mikill vinnusparnaður. Stálu frá stúlkunni til að borga nætursvall. TVEIR piltar 17 og 18 ára, er voru að skemmta sér aðfara- nótt laugardagsins með tveim ungum stúlkum annarri úr Hafnarfirði, gerðust sekir um það að stela frá þeirri hafn- firzku 3100 krónum. Þetta gerð ist aðfaranótt laugardagsins. Ungu stúlkurnar og vinir þeirra tveir, höfðu ekið þá nótt framundir morgun í leigubíl og haft áfengi um hönd í bílnum og notuðu þeir peningana í 6-manna nefndin. í gærdag, á sunnudaginn, sat sexmannanefndin svonefnda á fundi mikinn part úr degin- um, til að ræða um væntanlegt verðlag á landbúnaðarafurð- um. í sumar sögðu bændur upp verðlagsgrundvellinum. Hækkanir þær er urðu á land búnaðarvörum í sumar, og komu í kjölfar verkfallanna, voru í beinu sambandi við þær bækkanir er urðu á mjólkur- vinnslu og dreifingu hennar og öðru er þar fellur undir. Bændur eiga eftir að fá sínar hækkanir, sem samsvara eiga þeim hækkunum er verkamenn fengu er verkfallinu lauk. Með- al þess sem fjallað verður nú um er endanlegt verð á kinda- kjöti nú í ár. Verð það sem nú er í gildi, er miðað við verð á sumarslátruðu og er það jafnan nokkuð hærra en hið endanlega haustverð. Vitað er að kjöt mun hækka allverulega frá því sem það var 1 fyrra. ★ Abstraktmálverk, sem hengt var af misgáningi öfugt, fékk fyrstu verðlaun á list- sýningu í Sydney í Ástraiíu í sl. viku. þetta nætursvall. Piltarnir voru handteknir um helgina. Þeir töldu stúlk- una hafa gleymt veski sínu. En við frekari yfirheyrslur kom í Ijós að þeim hafði verið ljóst, að vinkona þeirra átti veskið. Þeir höfðu farið að karpa um veskið og yfirráðin yfir pen- ingunum, og rifnaði veskið þá í sviptingum sem um það varð milli þeirra. Leigubíllinn sem þeir höfðu skemmt sér í um nóttina kost- aði 1700—1800 krónur. Til á- fengiskaupa af sama bílstjóra töldu piltarnir sig hafa eytt hundruðum króna. Er þeir voru handteknir voru þeir með 500 kr. eftir af þýfinu- Ennfremur taldi hann að það myndi verða verkefni slíkrar fréttastofu að dreifa opinber- um tilkynningum frá ríkis- stjórn og ýmsum stofnunum og því líklegt að ríkisvaldið myndi vilja hlaupa undir bagga við stofnun Fréttastofu. Var að lokum samþykkt að fela stjórn Blaðamannafélags- ins að hefja byrjunarathuganir á málinu. „My Fair Lady sýnd í vetur. Hinn frægi ameríski söng- leikur „My Fair Lady“ verður á leikskrá Þjóðleik- hússins á leikárinu, sem er að hefjast. Ekki verður það fyrr en með vorinu, sem við fáum að sjá og heyra á fjölum Þjóðleikhússins þenna söng- leik sem farið hefur sigur- för víða um lönd misserum saman. Það verður líka að hafa sinn aðdraganda, eins og það, að leikurinn verður fluttur með íslenzkum texta. Datt í sjóinn. í fyrrinótt datt stúlka í höfn- ina en varð bjargað. Óhapp þetta vildi tii við landga.ng úr skipi hér í Reykja víkurhöfn. Datt stúlkan niður milli skips og hafnargarðsins. Einn skipverja stakk sér í sjó- inn eftir henni og gat haidið henni uppi unz lögreglan kom til hjálpar og fékk bjargað báð- um á þurrt. Ekki var þess get- ið að þeim skötuhjúum hafi orðið meint af volkinu. Tveir menn hafa tekið það erfiða verk að sér að þýða Icikinn á íslenzku, þeir Eg- ill Bjarnason og Ragnar Jó- hanncsson. Ragnar þýðir óbundna málið, en Egill Ijóðin. Söngleikur þessi er, sem kunnugt er, byggður á leik- ritinu Pygmalion eftir Bern- ard Shavv, en Lerner samdi textann að „My Fair Lady“ og Loewe músikina. Höfuð- persónan í sögunni og leikn- um talar Lundúnamállýzku, sem er illþýðanleg á aðvar tungxu-, og því hefur það vafizt fyrir öðrum þjóðum, hvort flytja beri leikinn á frummálinu eða leitast við að flytja hann yfir á aðra tungu, og síðari kosturinn liefur verið valinn hér. Hvernig tekst það? Venus frá Míló er nafn sem allir þekkja. — Venus frá Reykjum er líka þekkt nafn, — meðal hestamanna og hér er liún blessuð með folaldið sitt. Myndin var tekin af þeim um daginn skammt frá Reykjum í Mosfellssveit, en Venus kastaði í júlímánuði, Venus tók í fyrra glæsileg verðlaun á hesta- mannamóti í Borgarfirði,er hún var talin fallegasta hryssan á Vesturlandi. Litla folaldið á mikilli ættgöfgi að fagna. Lang amma þess var Drottning, kapp reiðahestur sem var ósigrandi á skeiðvellinum í eina tíð. Faðir þess er Nökkvi frá Hólmi. Ætlaði að hljóðfæri flytja stolin í stolnum bíl. Snemma á sunnudagsmorg- uninn var bíl stolið inn við Nóatún. Eftir nokkurn eltinga- leik tókst að hafa hendur í I hári þjófsins. Kom í ljós, með- | an verið var að leita hans, að ! innbrot hafði verið framið í skemmtistaðinn Röðul og þar fyrir utan fundust nokkur hljóðfæri tilheyrandi hljóm- j sveit Röðuls. Það var um klukkan 7 á sunnudagsmorguninn að maður nokkur er heima á skammt frá Röðh, varð þess var að verið var að stela bílnum hans. — Hann hringdi í lögregluna og hraðaði sér. Var hann komdnn að bílnum er þjófnum tókst að koma honum í gang og ók hann á brott. Nærri því um leið og lög- reglan kom að Röðli kom þjóf- urinn á bílnum akandi þar að Er hann sá lögregluna stökk hann út úr bílnum og tókst honurn að fela sig. Á meðan verið var að leita hafði þvottakonan á Röðli komið til að starfa. Allt var þar á tjá og tundri, m.a. vín- skápar á barnum sprengdir upp.. Út á götu undir glugga á Röðli fundust harmonika, gítar. segulband og míkrafónn. Höfðu þessi hljóðfæri verið látin síga í bandi niður. Eftir nokkra leit í námunda við Röðul fannst maður. Fund- ust við leit á honum munir frá Röðli. Viðurkenndi maður- inn að hafa framið innbrotið, stolið áfengi og hljóðfærunum. Hafi hann stolið bíl í því skyni að flytja hinn stolnu hljóð'- hljóðfæri í honum. Vaxandi vestan átt. Allhvass síðd. Léttskýjað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.