Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 15
Mánudagur 4. september 1961 V I S 1 R 15] Ástin sigrar allt. @ Mary Burchell. 10 ég kæri mig ekki um að þú sért gælin við mig. Ég kemst af án þess. Það er ekki með í kaupunum. — Ég var ekki að hugsa um nein „kaup“, sagði hún og röddin skalf dálítið. — Ég var bara svo ... svo ... Ég ætlaði bara . . . Hún sneri sér allt í einu undan og lauk ekki setningunni. — Hvað er að, Erica? Hann stóð bak við hana og studdi annari hendinni á öxl- ina á henni, en hún hristi höfuðið. — Erica, ertu að gráta ? Ekki ætlaði ég að láta þig gráta. Hvað ætlaðir þú? — Að þakka þér fyrir gjöf- ina, hvíslaði hún. — Hún var að koma, rétt í þessu, og ég , ætlaði að þakka þér fyrir ,hana strax. — Blessað bamið, sagði hann og faðmaði hana að sér aftur. — Fyrirgefðu mér. Ég get ekki útskýrt hvemig... Það var bara þetta sem þú gerðir. Þegar þú tókst um kinnarnar á mér gat ég ekki annað en munað .. . Hann sagði ekki meir, en Erica var ekki eitt augnablik í vafa um hvað hann hafði ætlað að segja. Og hún hugs- aði með sér: Hún var vön að gera það! Ég skal aldrei gera það framar. Og þetta lagðist eins og köld hönd að hjarta hennar. Jafnvel lítil hreyfing, sem minnti á hana. gat komið honum úr jafnvægi. Hún var orðin róleg aftur og tók afsökun hans vinsam- lega. Hann skyldi ekki hugsa meira um þetta. Allt var gleymt. ZEtlaði hann að koma með henni inn? Nei, hann ætiaði aðeins að skila henni bréfi, sem hafði verið borið heim til hans af vangá. — Og það var ekki annað ? — Nei, það var ekki annað. Nú var aðeins eftir að bjóða góða nótt. Og þau buðu góða nótt — bæði hálf feimnislega. Erica fór upp til sín aftur, og gekk talsvert ’-'ægar en þegar hún fór út. — Jæja, sagði Carol, — fannst honum gaman að þú skyldir vera svona hrifin af gjöfinni ? — Já, mjög gaman, sagði Erica. Og svo fór hún samstundis vð hátta. Dagurinn næsti varð þreytandi, eins og Carol hafði spáð. Erica var dauf í dálk- inn, og það stafaði ekki ein- göngu af því að hún var að kveðja samstarfsfólkið. Henni fannst hún vera hugg- unar þurfi, og þama var eng- inn sem gat huggað hana. Þarna var aðeins fólk, sem hló og gerði að gamni sínu, og sem bersýnilega öfundaði hana af allri velgengninni, sem hún átti fyrir höndum að hreppa. Þetta fólk hafði engan grun um að nokkuð væri að, og Erica vildi skiljanlega ekki að þao grunaði neitt. í þess augum var hún heppna stúlkan, sem hafði dottið í lukkupottinn og krækt í ríka húsbóndann. Rómantískt, var það ekki ? Og var hún ckki lukkunnar pamfíll ? Allir sögðu svo að, segja þetta sama við hana, \ er hún var að ganga á mihi deildanna og kveðja. Erica hafði nHtaf búist við i að það mundi verða hálf mæðulogt að kveðja fólkið. en henni fannst áreynsla að lát-1 ast vera glöð og hamingju- söm og verða að segja að — hún væri svo heppin og að hún hlakkaði til að fara úr skrifstofunni. Ég hlakka ekkert til þess, i V §0<VI¥iJHíMAil bRJAR 69 hugsaði hún með sér og and- varpaði, er hún kom inn í stofuna sína aftur. — Mér hefur liðið svo vel hérna. Ég get ekki hugsað til þess að einhver önnur en ég eigi að hjálpa Oliver hérna í skrif- stofunni. Hún var hlægilega afbrýði- söm út af því að önnur stúlka ætti að taka við starf- inu, sem hún hafði unnið þama. Kannske yrði það ekki mikið, sem hún gerði honum til gagns hér eftir. Því að eiginlega var hann mest- an hluta dagsins í skrifstof- unni. — Ertu búin að kveðja? Hún leit við og brosti til Olivers, sem stóð í dyrunum. — Já, nú hef ég kvatt hvern einasta. — Nema húsbóndann. — Ó, sagði hún og hló. — Eigum við ekki að láta sem það sé afstaðið? — Alls ekki. Ég skil ekki við svona ritara eins og þig begjandi og hljóðalaust. . . Hann brosti, en henni sýnd- ist honum vera órótt. — Hvað hugsar þú þér að gera í tilefni af því? Halda | ræðu? — Ég ætti að gera það — bylja upp . alla þma mann- kosti! ' — Nei, þú hefur gert það einu sinni áður — manstu það ekki? . — Hef ég gert það? Hann varð forviða. — Hvenær var það? — Þegar þú tókst mig úr hraðritunardeildinni og gerð- ir mig að einkaritara. Þú sagðir að ég væri fljót og greind. Og húsbóndaholl. — Sagði ég það? Ég hafði ekki hugboð um að ég vissi svo mikið um þig þá. En þetta var allt satt. Og mér er meinilla við að hugsa til þess a,ð þér ætlið að hætta, ungfrú Murril! — Mér er líka meinilla við að eiga að hætta, herra Leyne. — Mig langar til að gefa þér — skilnaðargjöf, til að sýna þér hve mikils ég met þig ... Hann var skjálfhent- ur er hann tók lítið hylki upp úr vasanum. Hún horfði þegjandi á hann meðan hann var að bisa við að opna það með hægri hend- inni — þeirri sem hann hafði hanzkann á. Hún þóttist vita að honum væri meira en lít- ið órótt,' annars hefði hann munað að nota vinstri hönd- ina, en hún einsetti sér að hjálpa honum ekki. Allt í einu hrökk hylkið upp. — Æ, Oliver, þú hefðir ekki átt að ... Hún horfði á lítið platínu-úr, alsett dem- öntum. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta. Hann lagði úrið í lófa henn- ar og hún tók varlega utan um það. — Þakka þér fyrir, Oliver, Það er dásamlega fallegt. Hún vissi ekki hvað hún átti að segja — hún mundi at- vikið frá kvöldinu áður. Svo tók hún eftir að hann var feiminn eins og sveita- piltur. — Það . .. það er af því að ég eyðilagði allt í gærkvöldi — með hinni gjöfinni, sagði hann. • Norðurlandabúar eru helmsins mcstu kaffisvelgir, og segir f bandarísku blaði, að það stafi af loftslaginu og góðum lifs- kjörum, mönnum á sklpum sínum, að hver, sem staðinn verði að smygltilraun, verði tafarlaust rekinn. • Fyrir nokkru beið fangi i Möll- ergatan-fangelsi í Osló bana við flóttatilraun. Samanbundin iök slitnuðu undan þanga hans, er hann renndi sér ofan úr glugga. • I Osló bíða um 18.000 manns eftir að fá nýjan sfma, og munu fá þá á næstu tveim árum. • Norska áburðarverksmiðjan Norsk Hydro hefur tilkynnt K V I S T Þegai nér var aomið sögu var hinn konunglegi her hrelnlega að drepast úr leið- indum. Aðgerðarleysið hafði varað í langan tíma og beim var öllum bannað að „skvetta sér upp“ og gleðjast í góðum fagnaði. Skyldan fyrst, sagði kardínálinn. En ef satt skai segja þá var hann sjálfur einn- ig að drepast úr leiðindum og óvissu. Hann reið oft út í vondu skapi með fjölda her- manna í fylgd með sér og reyndi að fá einhverjar upp- lýsingar i bænum, hvort eitt- iivað haíi frétzt um Englend- ingana, 1 einum af þessum reiðtúr- um sínum, fór hann niður að ströndinni, í fylgd með tveim vopnuðum mönnum. Hann var með sjónkíki og skimaði yfir ströndina. En þegar hann reið áfram, kom hann skyndiiéga auga á sjö menn, ,sem lágu á ströndinni og hlógu að ein- hverju. Ekkert fór meira I taugarnar á kardínálanum, sér í lagi þar sem hann hélt að þeir væru að hlæja að sér. Fjórir af þessum mönnum voru skyttuliðarnir, vinir okkar, sem voru að skemmta sér yfir bréfi, sem einum af þeiir hafði borizt, og það hlaut að vera nokkuð þýðing- armikið því þeir höfðu gleymt v.opnum sínum á jörðinni. Hin- ir þrír voru þjónar kardínái- ans sem voru i þann mund að toga tappann úr vinflösku. Þeg ar Richelau kom nær þekkti hann d’Artagnan og þá var hann ekki í vafa um að Athos, Aramis og Porthos væru þarna einnig. Ég Iief nýlega lagt nýja fjárhagsáætlun: Þú þarft að- eins að þéna 5.400 ltrónum meira á mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.