Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 4
Vf SIR Mánudagur 4. september 1961 Bylting í g ritvéla. Síðan rafmagnsritvél- ar komu fyrst í notkun fyrir 40 árum, hefir ekki verið gerð veruleg bylt- ing á því sviSi fyrr en meS hinni nýjustu gerS ritvéla, „Selectric“ er kom á markaSinn frá IBM fyrir nokkrum vik- um, sagSi Ingolf Hárseth, starfsmaSur í Noregs- deild ritvélaverksmiSj- anna International Busi- ness Machines, sem hing- aS er kominn til skrafs og ráSagerSa viS um- boSsmenn verksmiSj- anna hér í Reykjavík, þegar Vísir hitti hann aS máli í gær. — í hverju er þessi rit- vélabylting fólgin? — Þetta er árangur af tíu ára starfi verkfræðideildar verksmiðjanna, og þó sér- staklega teiknarans Eliot Noyes. Nýja ritvélin „Selec- tric“ er bæði hraðvirkari og auðveldari í hotkun en þær gerðir, sem áður hafa tíðk- ast. Aðeins 0.655 úr sekúndu líður frá því að slegið er á stafinn unz hann prentast. Það þekkja allir, sem nota ritvélar, að oft kemur það fyrir, að á venjulegum vél- um eru algengir stafir slegn- ir hraðar en vélin prentar þá, og vélin hleypur yfir stafi. Það kemur ekki fyrir á þessari nýju vél. Á henni er einnig hægt að breyta um stafagerð, velja milli sex gerða. — Er þessi vél komin á markaðinn hér? — Ekki enn, en verður áður en langt um líður. í Bandaríkjunum er farið að selja hana í tveim stserðum og kostar 395 og 445 dollara. — En er koma yðar hing- að í sambandi við þessa nýju ritvél? — Nei. Ég er hingað kom- inn m.a. til þess að kynna umboðinu hér, sem Otto A. Michelsen hefur nú haft á hendi í rúm tíu ár, viðgerða- samninga á ritvélum, er tíðkazt hafa mörg ár erlend- is og í ráði er að reyna hér. Hingað til hafa viðskipta- vinir hér greitt fyrir hverja einstaka viðgerð. En eftir þessum svokallaða viðgerða- samningi greiðir viðskipta- vinur sömu upphæð árlega, hvort sem viðgerðir eru færri eða fleiri, og þeim fjölgar sífellt erlendis. sem þjónustan hér fer sívaxandi með ári hverju. Ég hef haft gaman af því að heimsækja nágrannalöndin, hef farið í sams konar heimsóknir til Danmerkur og Svíþjóðar. — Hafið þér komið til ís- lands áður? — Það vill nú reyndar svo til, en ég man bara ekk- irritað af séra Bjarna Jóns- syni dómkirkjupresti. — Og hvernig stóð á því, að þér voruð hér í heiminn borinn? — Ég og tvö systkini mín önnur fæddust hér í Reykja- vik. Og það kom til af því, að foreldrar mínir voru hér búsett á árunum 1919-1924. Pabbi vann þá hér sem raf- magnsfræðingur við raf- stöðina við EJliðaár. Ég heimsótti séra Bjarna fyrir nokkrum dögum og spurði hann, hvort hann gæti fund- ið það í sínum bókum, að hann hafi skírt mig. Hann Ingolf Hárseth. kjósa þenna hátt fremur en þann gamla. Þetta hentar öllum aðilum betur, þegar til lengdar lætur. Viðgerða- stofan fylgist með ástandi vélarinnar og veitir snarari þjónustu með því að dreifa vinnunni. Og það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að margur trassar að koma vél til viðgerðar, þangað til hún stendur stopp, slitnar ver og bilar meira og verð- ur kostnaðarsamari, en ef viðgerðarstofan fylgist með því, hvað þurfi að gera fyrir hana. Einkum er mikið í •húfi hvað þetta snertir, þeg- ar um er að ræða hinar dýru tegundir rafmagnsvéla, svo sem skýrsluvélarnar, sem æ fleiri taka í notkun í seinni tíð. Og skýrsluvélarnar hér eru svo að segja allar frá verksmiðjum okkar, IBM — Færa verksmiðjur ykk ar mikið út kvíarnar í seinni tíð? — Það er víst óhætt að segja, að fyrirtækið færist í aukana. Það er bandarískt að uppruna, en þó hafa ris- ið upp á þeirra vegum viða- miklar verksmiðjur bæði í Þýzkalandi og Frakklandi, og miðstöð þess í Evrópu er í París. Og nokkuð má marka, hve starfsemin er orðin viðamikil á þvi, að alls starfa yfir 100 þús. manns hjá IBM í ýmsum löndum. Ég vinn á viðgerðadeildinni í Oslo, meðal 300 starfs- manna IBM í Noregi. Fram- leiðslan er aðallega þrenns konar. í fyrsta lagi eru raf- ritvélar. þá' skýrsluvé’sv oo stimpilklukkur og s*A' r!? klukkukerfi, og allt Jiefur þetta verið í notkun hér ár- um saman. Umboðið og ert eftir því. Ég er reyndar fæddur hérna, en fór héðan nokkurra mánaða gamall, sagði Ingolf Hárseth, brosti undirfurðulega og dró þvælt og snjáð samanbrotið blað úr pússi sínu. — Hérna er skírnarvottorðið. Og það stóð heima. Hann fæddist 1923 að Lindargötu 41, for- eldrar Thorolf og Ingrid Hárseth. Vottorðið var und- fletti upp í mikilli proto- kollu, og þar fann hann það. Enda hefði þessa ekki þurft, sagði ég við hann, því að ég er með ,,kvittun“ undirrit- aða af yður hér í vasanum, sagði ég og sýndi honum svart á hvítu. Honum þótti gaman að þessu, gamla manninum, og ég bar honum kæra kveðju frá mömmu og pabba. Það gladdi mig að hitta fyrsta prestinn minn. — Hafið þér haft eitt- hvert samband við íslend- inga úti í Noregi? — Nei, ekki er því að heilsa. En pabbi hefur stundum hitt fslendinga, einkum íslenzka skíðamenn, sem þangað hafa komið og verið í kunningsskap við Birgi Ruud. Ég vonast til að hitta íslendinga, þessa fyrr- verandi landa mína, úti í Oslo hér eftir. Olíubíll frá BP vait Frá fréttaritara Vísis. Iiúsavík. Nýl. varð bifreiðarslys í Að- aldal, er olíubifreið frá BP valt í svonefndum Hvömmum í Að- aldal. Slys urðu engin á bíl- stjóranum. Tildrög voru þau að bifreið- in var á leið frá Hrauni til Húsavíkur. Bilaði þá skyndi- lega stýrisútbúnaður bifreiðar innar og skipti það engum tog- um að hún fór út af veginum. Bílstjórann sakaði ekki, eins og áður segir, og skemmdir á bifreiðinni litlar sem engar. PAÐ BÍLALAKK RYÐVARNARGRUNNUR LAKKGRUNNUR Maipahí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.