Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 7
Mánudagur 4. september 1961 ( VÍSIR 7 Guðrún Á OKKAR TÍMUM eru flest húsgögn framleidd í fjöldafram leiðslu og því er hægt að sjá eins húsgögn á mörgum heim- ilum. Einnig eru fjölda marg- ar íbúðir, sem gefa ekki tæki- færi til mikillar tilbreytni í skipulagi húsgagna, þannig að alltaf fari jafn vel. Þessu taka menn sem eðlileg um hlut, en þó vill enginn láta heimili vera eins og annarra, og fólk reynir því ávallt að gefa híbýlum sínum persónu- legan blæ, en þá hjálpa til þess fyrst og fremst litirnir. Nákvæmlega eins stofur með nákvæmlega sömu hús- gögnum geta gjörbreytt um svip, ef aðeins litum er breytt. Híbýlin geta orðið björt og vinaleg, stílhrein eða lífleg, ef hinir réttu litir eru valdir. ■ Húsgögnin eru dýrasti en nauðsynlegasti liðurinn i stofn un heimilis, en það stoðar lít- ið með fín og fögur húsgögn ef umhverfi þeirra er litarlaust og leiðinlegt. Enginn vill víst heldur að svo sé ef unnt er að komast hjá því. Nú á dögum hefur almenn- mgur meiri áhuga fyrir skær- um og sterkum litum en áður. ★ Hinar ákveðnu og hreinu línur i húsum og húsgögnum okkar tíma hafa eðlilega leitt af sér meiri litaþörf, sem eKki má þó skilja þannig, að íbúð ætti að vera heilt litasafn. T. d. væri ómögulega að búa í í- bi’ið. þar sem allir hreinu lit- irnir væru settir saman á stóru =væði. Bezt fer á því að nota einn eða í mesta lagi tvo hreina liti sem lítil litatil- brigði Stofa verður hlýleg og líf- leg, ef litirnir eru innan ramma gulu. rauðgulu og rauðu litanna. Þó er guiur lit- ur, varasamur að því leyti að allir hlutir gulna með tímap- um, og hví þá að byrja á því? Stofa, sem er i bláum eða ,turkis“-litum verðpr kulda- leg, en róleg stofa fæst með erænum litum. Hægt er að gera stofu rólega eða órólega, bjarta eða dimma. eingöngu eftir því hversu margir og hve sterkir litir eru rmtaðir. Það er mjög ánægjulegt að leika sér að litum. en heizt verður einhver samstilling að vera á bak við. Oft finnur maður þörf hjá sér til þess að mála eða vegg- fóðra einn af veggjum stof- unnar óskylt hinum veggjun- um. Ef til vill þarf góðan bak- grunn fyrir sófasamstæðu eða athyglisvert málverk, en fyrir alla muni gleymið ekki aðal- atriðinu, heildinni. Muna þarf fyrst og fremst eftir formi alls herbergisins. Einblínið ekki aðeins á einn vegg, með því móti eigið þér kannski á hættu að leysa upp form herbergis- ins í staðinn fyrir að fastmóta eða undirstrika þau. Varizt mjög sterka liti á slíkan sjálfstæðan vegg. Vegg- ir eru stórir fletir, og það eru takmörk fyrir þvi hversu- sterka liti þeir og augu manna þola. Það er ágætt að þeirri reglu sé fylgt, að því minni, sem flöturinn er því sterkari lit má nota, og því stærri, sem flöturinn er því meir er dreg- ið úr litnum. ★ Ef valið er veggfóður á ein- stakan vegg með áberandi mynztri, eyðileggjast áhrifin gjörsamlega, ef myndir, græn- ar jurtir, eða eitthvað hlið- stætt er fest á vegginn. Það verður í stuttu máli sagt, einn óhugnanlegur hrærigrautur. Ró og jafnvægi hverfur eins og dögg fyrir sólu, þvi að bæði jurtirnar, myndirnar og mynztrið keppast um athygl- ina. Smámynztrað veggfóður er betri og rólegri bakgrunnur fyrir þessa hluti, en einlitir veggir eru þó langsamlega ör- uggastir. Reynið aldrei að ná sama lit á tveimur mismunandi efnum. Hafi maður gul gluggatjöld og reyni að blanda sama lit fyrir vegginn. munu hin tvö ólíku efni endurspegla litinn á tvo mismunandi vegu. og árang- urinn verður alltaf sá, að manni finnst litasamsetningin hafa mistekizt, Miklu heppilegra vær.i það í slíku tilfelli að mála vegginn í óskyldari gulum lit. sem vík- ur frá guggatjöldunum, annað- hvort ljósari, dekkri, heitari eða kaldari. Bezt er þó að hafa einhvern aHt annan óskyldan lit. Maður má aldrei hugsa um lit á veggium án þess að taka t.illit til áklæða gluggatjalda eða teona Einnig þarf að gæta þess að nokkurt jafnvægi verði milli híbýla og íbúða: ef maður er að eðlisfari rólegur, er hætt við því, að hann kunni ávallt illa við sig í skræpóttum og nýtízkulegum húsakynnum. Bezt er hér að halda sér við hið friðsamlega og rólega, sem alls ekki þarf að vera leiði- gjarnt. Að sjálfsögðu er ómögulegt að setja fastar reglur fyrir því, hver styrkleiki lita skuli vera í íbúð, en það ætti að vera nokkuð öruggt um gott jafn- vægi í þeirri stofu, sem eftir- farandi er tekið til hliðsjónar: Veggir mjög ljósir eða hvít- gráir með einhverjum mildum hlutlausum litarblæ. Gólf eða gólfteppi, sem þekja allan gólf- flötinn séu dekkri en veggirn- ir, en einnig í hlutlausum mildum lit. Áklæð'i séu í sterk- ari litasamsetningu. Ef gólf- teppi eru lítil og afmarka að- eins einhverjar ákveðnar hús- gagnasamstæður, mega þau vera í sterkari litum, og þá í litasamsetningu við áklæði húsgagnanna. Gluggatjöld séu mjög ljós og ekki j sterkum litum. Guðrún Jónsdóttir. A föstudag- inn gerðist prentvillupúk inn umsvifa- mikill hér í iálkunum. — Hann bjó þá til nýyrðið „bóndagæj- um“, sem margir hafa kannske undrazt, en þar átti einfaldlega að standa bóndabæjum. Svo sleppti hann orði úr síðustu málsgrein og gerði hana mein- ingarlausa. Hafi hann skömm fyrir. 1 Útvarpið um helgina var með bezta móti. Mikið um létta og upplífgandi tónlist, en ágætt talað efni á kvöldin til að skemmta og fræða hlustendur, sem sitja nú heima í björtum og hlýjum stofum sínum, með- an haustrigningin bylur á ein- földu eða tvöföldu glerinu. Gísli Halldórsson, leikari las á laugardagskvöldið smásöguna „Addisabeba“, eftir Jökul Jak- obsson. Söguhetjan er strákling- ur, rétt kominn af fermingar- aldri, sem vinnur við áð leggja yt'j afla 4ra íog- ara af Íslandsmíðum Kall •OQ ndi BREZKA blaðið Fishing News skýrir frá því að togarafélag í Grinisby sé að Iá,ta gera tilraun með nýja veiðitilhögun á Is- landsmiðum og vænti sér mik- ils af. í aðalatriðum er þessi veiði- tilhögun á þá lund. að fimm togarar fara saman til veiða. Fyrstu 5—7 dagar.a verður afli allra skipanna látinn um borð í eitt skip, er svo siglir með hann á markað. Þau sem eftir eru á miðunum láta aflann i eitt af þessum fjórum eða fylla sig sjálf eftir því hvernig stend ur á aflabrögðum eða veðri. Segir blaðið að með þessu leng ist nokkuð sá tími sem skipin geti samanlagt verið á veiðum, en hins vegar verður a.m.k hluti aflans nýrri þegar hann kemur á markaðinn Það hefur alltpf verið vand- Vi7PBgurn þundið ^ð flvtja afla -'iúi skina i rúmsió Ekki hef- verið skvrt nákvæmlega u..* ---crort. en menn hugsa sér að það muni verða á svipaðan hátt og þeg- ar eldsneyti er flutt á milli skipa á sjó Fiskurinn verður hausaður og slægðúr um borð í því skipi sem veiðir hann og er hann til- búinn til síunar þegar hann er fluttur um borð í flutnings- skipið. í byrjun síðustu viku lögðu fimm togarar eign Northern Trawlers í Grimsby af stað í fyrstu sameiginlegu veiðiferð- ina til Islandsmiða, og má því vænta fregna af árangrinum eftir mánuð eða svo. Ekki hef- Ur heldur verið gengið epdan- leg- frá því hvernig aflaverð- inu verði skipt á milli. skip- anna. Það og margt annað í sambandi við þessa tilraun er óráðið enn. en hér er eigi að síður um merkilega nýjung að ræða ov leikur mörgum for- skífur á húsþak. Af þakinu sér hann inn um glugga hjá þokka- gyðju hinum megin götunnar, og hættir oft lífi sínu á þak- brúninni, til að geta sem bezt séð tilburði dísarinnar, þá er hún festir á sig flíkurnar á morgnana. Hann elskar þessa konu og gefur henni nafnið Ad- disabeba í huganum. Fundum þeirra ber svo skyndilega sam- an og endirinn er öðruvísi, en ég hafði gert mér í hugarlund. Þetta er hnittin og vel skrifuð smásaga hjá Jökli og hefur fá- um leiðst undir lestrinum, sem var ágætlega fluttur af leikar- anum. Eftir að lúðrarnir hans Her- berts von Karajans höfðu blás- ið síðustu nóturnar í hornakon- sertinum éftir Mozart, fengum við að heyra 40 mínútna leik- ritið, „Róðrarferð á Signu“, eft- ir Morvan Lebesque, í þýðingu Hjartar Halldórssonar, og undir leikstjórn Indriða Waage. Þetta leikrit fjallar um uppreisn al- múgamanns gegn hversdags- leikanum. Það gerist í verk- smiðjuhverfi í París nú á dög- um, þar sem lífi mannanna er stjórnað af eimpípu risaverk- smiðjunnar, og stærsti viðbul'ð- ur ársins er bátsferðin á Signu, sem verksmiðjan gengst fyrir. Sonur verkamanns kvænist dóttur verkamanns og fer að vinna í verksmiðjunni, eignast son, sem kvænist dóttur verka- manns, sem ... o. s. frv. Ungi maðurinn gerir byltingu gegn öllum endurtekningunum og stundvísinni, því hann getur ekki unað því, að eiga sams kon ar örlög og faðir hans, tengda- faðir og félagar. Þetta var mjög sæmlegt leikrit og var leikur þeirra Helga Skúlasonar og Jóns Aðils ágætur. Á laugardaginn var einnig þátturinn ,,í umferðinni“, sem Gestur Þorgrímsson sá uin, en hann hefur séð um slíka þætti nú seinni hluta sumars. Þessir þættir eru oft góðir, og veitir sannarlega ekki af að hressa örlítið upp á umferðarmenning- una með' þjóðinni. Mörgum þykir gaman að heyra kyndug tilsvör ökumanna með slæma samvizku, þegar Gestur og lög- reglan standa þá að einhverju ekki fallegu. Það var gaman að fylgjast með Stefáni Jónssyni og Jóm Sigurbjörnssyni á þingaferð um vitni á að vita h.ver árangurinn | Breiðafjarðareyjar. Stefán sótti vorður I Framh á bls in

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.