Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 04.09.1961, Blaðsíða 9
Manuaagur i. sepremoer i»oi flBIB 9 -- .. - ■■ 1■ ................ Kristindómur o§ kommúnismi eru andstæður. Rætt við sr. Árna Pálsson, nývígðan til IVIiklaholts- prestakalls Hér áður fyrr var það allalgengt, að prestssyn- ir tækju viS af feSrum sínum í sama prestakall- inu. Á þessari öld hefur þetta aS miklu leyti lagzt niSur, en nú hefur ungur guSfræSingur veriS vígSur ' til prestakalls, sem aS vísu ekki faSir hans, heldur afi þjónaSi. Þessi ungi prestur heitir Árni Pálsson og er dóttur- sonur eins af frægustu prest- um hérlendis, að minnsta kosti á seinni tímum, séra Árna Þórarinssonar, sem þjónaði Miklaholtspresta- kalli á Snæfellsnesi í 48 ár, og sagðist hafa verið hjá „vondu fólki“, en vildi þó hvergi vera nema þar. í tilefni af vígslu séra Árna Pálssonar fór ég til hans nú í vikunni og rabbaði við hann alllanga stund. — Hvenær tókst þú guð- fræðipróf? — Ég tók guðfræðipróf 1954, en hef síðan kennt við Gagnfræðaskólann við Lind- argötu hér í bænum og kon- an mín, Rósa Björk Þor- björnsdóttir, hefur einnig kennt á gagnfræðastigi, eft- ir að hún lauk B.A. prófi frá háskólanum og hefur hún kennt unglingum, sem af ýmsum ástæðum hafa dregizt aftur úr í námi. — Hvers vegna sækja ung- ir prestar um sveitapresta- köll nú til dags? — Ja, hvað mig snertir, þá kann ég vel við mig í sveit, en afi minn var þarna prcst- ur í 48 ár og bæði var ég hjá honum, þegar ég var barn, og eins var ég þarna í vega- vinnu, sem unglingur. Af þessum ástæðum langaði mig feiknmikið til þess að fá þetta prestakall, þegar það . losnaði. Ég þekki velflest sóknarbörnin að minnsta kosti af afspurn. Svo er þarna mjög góður aðbúnað- ur, miðað við það, sem gerist á prestssetrum, hús yfir bæði menn og skepnur, en eins og kunnugt' er hefur mjög viljað bresta á það á mörgum prestssetrum og prestar jafnvel hrökklast úr brauðunum fyrir þær sakir. — Ég er nú ókunnur þarna, en hvar er prestssetr- ið? — Sóknin heitir Miklaholts _y prestakall, eins og þú veizt, en prestssetrið er í Söðuls- holti. Afi bjó á sinni eignar- jörð, Stóra Hrauni, en áður var prestssetrið í Miklaholti. Söðulsholt er nokkuð góð jörð, þar er rimlafjárhús fyrir 240 ær, en jörðin ber töluvert meira af skepnum. Ég ætla mér að hafa þarna kindur og hesta. Ég hef allt- af haft gaman af hestum. Kýr verð ég engar með, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, þarna er ekkert raf- magn nema frál jósamótorum og þess vegna óhægt um vik að hafa mjólkurframleiðslu. — Þú átt börn, er það ekki, og hvað segja þau við því að flytja upp í sveit? Séra Árni Pálsson. — Ég á tvo syni, annar 7 ára, sem heitir Þorbjörn Hlynur og hinn 4 ára, sem heitir Þórólfur og þeir eru báðir mjög hrifnir, enda eru þeir á bezta aldri að flytja upp í sveit, konan 'er einnig ánægð og hún hefur sótt um kennsluna í sveitinni. — Hvernig er starfj sveita- prests háttað nú á dögum? Það hlýtur að hafa breytzt mikið frá því, sem áður var? — Það hefur það eðlilega gert. Það er gert ráð fyrir, að prestar húsvitji alla bæi í sókninni á tveimur árum. En presturinn hefur miklu verri skilyrði nú til þess að fylgjast með guðrækni fólks- ins á þessum tímum, þegar hin gamla heimiiistrúrækni hefur að langmestu leyti lagzt niður. Áður voru hús- lestrar lesnir og þegar prest- urinn húsvitjaði, þá las hann gjarna lesturinn. Nú eiga prestar miklu erfiðara um vik að komast að fólkinu, ef svo mætti segja. Annars hugsa ég mér gott til að hafa áhrif á börnin i sókninni. Skólinn í Eyja- hreppi er staðsettur á prests- setrinu og þess vegna er hægt um vik að hafa náið sam- band við börnin. Auk þess er félagsheimili í öllum 3 hrepp unum, Kolbeinsstaðahreppi, Eyjahreppi og Miklaholts- hreppí og í sambandi við það gefast manni einnig tæki- færi. Starfsskilyrði er þarna sem sagt mjög góð. ♦ — Hvað finnst þér um fyr- irkomulag prestskosninga, eins og það er nú? — Það er algerlega óvið- unandi, eins og nú er. Þarna blandast svo margt inn í, sem ekki kemur í rauninni málinu við, eins og t. d. póli- tík. Ég hef tvisvar sinnum verið frambjóðandi í þannig prestskosningum, að það var beinlínis dásamlegt að falla miðað við að ná kosningu, vegna þess hve mikill hluti kjósendanna voru fyrirfram á móti prestinum vegna hinnar hörðu kosningabar- áttu. Skömmu eftir að ég lauk guðfræðiprófi bauð ég mig fram í tveimur presta- köllum, á Mosfelli og á SMH&'ðWÁ Váðum presta- köllunum voru mjög margir umsækjendur. Á Mosfelli voru 5 umsækjendur og á Siglufirði 6. í kosningunum fékk ég meira að segja að heyra það upp í opið geðið á mér, að ég væri nú þess- háttar maður, sem ekki væri óhætt að mæta á dimmri götu í myrkri. Það kom nú líklega til af því, að ég var einn af þessum 30, sem voru dæmdir fyrir þátttöku í ó- eirðunum 30. marz 1949, sem spunnust út af innöngu ís- lands í NATO. — Varstu þá kommúnisti? — Ég veit ekki hvað skal segja. Hefur kommúnista- stimpillinn hér á landi ekki alltaf verið notaður til að knésetja andstæðinga? Ég hef alltaf haft mikla samúð með verkamönnum og launa- stéttunum yfirleitt, og faðir minn var enda verkamaður, svo að það er ekki nema eðli- legt. — Eru kommúnismi og kristindómur samrýmanleg- ir? — Ja, við prestarnir verð- um náttúrlega ekki síður að hugsa um kommúnistana en aðra, megum og getum ekki gert á því neinn greinarmun hvaða stjórnmálaskoðun fólk hefur, vilji það Guðs boðun. En það hlýtur hver maður að sjá, að þarna eru hreinar línur og þetta tvennt er í eðlj sínu al«jörlega and- staétt hvort öðru, ef trúa má orðum forystumanna heims- kommúnismans. Sannur kommúnisti trúir ekki á Guð. — Hvað finnst þér þá um deiluna milil séra Gunnars Árnasonar og Morgunblaðs- ins? — Ég hefði nú búizt við, að ritdeilan mundi verða miklu frjórri,en hún hefir að mestu leyti verið deila um keisarans skegg og á Morg- unblaðið óneitanlega mesta sök á því. Ég hef lesið sumt í bókum Stanley Jones, sem séra Gunnar vitnar í. Þær eru mjög vel skrifaðar, en mér finnst sumar þær niður- stöður, sem hann kemst að vera dálítið vafasamar, þótt margt sé rétt og satt. í sambandj við þetta finnst mér mega geta þess, að við Vesturlandamenn, -sem kristnir erum berum meiri ábyrgð en ef til vill aðrir, vegna þess að við erum kristnir og það er hörmulegt til þess að vita, þegar strang- kristin þjóð, eins og t. d. Portúgalar hafa alla tíð ver- ið, skuli gera sig seka um slík hryðjuverk, eins og þeir hafa gert í Angola, og banda- menn þeirra virðast eftir þögninni að dæma ánægðir. t — Hvernig finnst þér um kirkjuna hugsað hér á landi og hvers vegna er hún í þeim öldudal, sem flestir viður- kenna, að hún er í? — Það er alltof lítið gert fyrir kirkjuna af hálfu hins opinbera. Á Norðuröndum hafa jafnvel heyrzt þær raddir, að stjórnvöldin vinni gegn henni, vegna þess að þau vilji ekki, að hún sé sterk. Mér virðist sífellt halla á kirkjuna einnig hér. Það eru margar ástæður, sem þar koma tii greina. Ein er sú, að hin veraldlegu yf- irvöld hafa ekki gert sér grein fyrir því, að kirkjan þarf líka að taka tillit til þeirra breytinga, sem orðið hafa. Prestamir geta ekki unnið sitt starf fyrir kirkj- una, nema að hafa til þess skilyrði. f því sambandi má benda á tvö dæmi, annað smávægilegt, en hitt stórt. Hvers vegna er ekki prestun- um og kirkjunni falin að einhverju leyti stjórn félags- heimilanna? Með því móti mundi tvennt mjög mikilv. vinnast. Prestarnir kæmust í betra samband við unga fólkið og ekki síður hitt, að þá mundi að miklu leyti mega hindra það, að félags- hei'milin verði að þeim svall- stöðum, sem þau nú víða eru. Þetta er mál, sem vandlega ætti að athuga og hrinda í framkvæmd. Hitt atriðið er kannski smávægilegt, en samt táknrænl fyrir virð- ingarskort valdhafanna fyrir trúboðinu. Núna fá læknar, sýslumenn og ljósmæður gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir bíl með einhverju vissu árabili, en ekki prest- ar. Það virðist vera skoðun stjórnarvalda, að þeir eigi að ferðast fótgangandi eða ríð- andi, eins og þeir hafa gert um aldaraðir. Þetta verður að breytast, prestarnir geta ekki gengt hlutverki sínu í dag, nema að hafa starfsskil- yrði á við aðra embættis- menn. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að ef Páll postuli hefði verið uppi í dag, þá hefði hann ekki ferðast fótgangandi, hann hefði áreiðanlega ferðast með þotum. — Úr því, að þú minnist á postulann Pál, hvað finnst þér þá um kvenpresta, það hefur nú einmitt verið vitn- að í Korinthubréfið af þeim, sem eru á móti því að konur verði vígðar. — Mér finnst sjálfsagt að konur fái vígslu. Konur eiga t. d. mikið betra um mór- alskar prédikanir en karl- Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.