Vísir - 15.09.1961, Blaðsíða 13

Vísir - 15.09.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. sept. 1961 VISIK 13 — Útvarpiö — í kvöld: 20:00 Tónleikar: Concertino nr. 1 í G-dúr eftir Pergolesi (I Musici leika). — 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). — 20:45 Einsöngur: Jan Kiepura syngur. — 21:00 Upplestur: Guðmundur Jósafatsson fer með kvæði og stökur eftir Hjálmar Þorsteinsson á Hofi. — 21:15 Píanótónleikar: Al- fred Brendel leikur fantasíur eftir Liszt yfir lög úr ýmsum óperum. — 21:30 Útvarpssag- an: „Gyðjan og uxinn" eftir Kristmann Guðmundsson; XI (Höfundur les). — 22:00 Frétt ir og veðurfregnir. — 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn" eft- ir Arthur Omre; IX. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). — 22:30 Islenzkir dægurlaga- söngvarar: Erla Þorsteinsdótt- ir syngur. — 23:00 Dagskrár- lok. Krossgáta — - Fréttaklaosur — Kvenféiag Óháða safnaðar- ins: — Árlegur félagsfundur á mánudagskvöld i Kirkjubæ. — Prestur safnaðarins talar á fundinum. Sameiginleg kaffi- drykkja. Dauðsfall: — Valgeir Krist- jánsson klæðskeri, að Lauga- vegi 27, í sama húsi og rit- stjórn Vísis hefur aðsetur, fannst í fyrrakvöld örendur í vinnustofu sinni. 1 ljós hefur komið að banamein hans var heilablóðfall. Valgeir Kristjáns son var 61 árs að aldri. ☆ Útför: — I gær var gerð frá Dómkirkjunni útför frú Stef- aníu A. Hjaltested, ekkju Bjarna Hjaltested prests, sem um langt árabil var kennari við Miðbæjarskólann. Frú Hjaltested mun hafa verið elzt þeirra Dana er búsetu eiga hér á landi. Heimili hennar var alla tíð í Suðurgötu 7, og hing EG HITTI kunningja minn i gærdag. Hann vildi að ég segði frá atviki, sem átt hefði sér stað á slysavarðstofunni er hann kom þangað fyrir stuttu. Lítill sonur hans hafði fallið ofan i steintröppur og hann hlotið höfuðhögg og áverka. Þegar ég kom með drenginn í fanginu, alblóðug- ann um höfuð, bauð starfs- stúlka í stofunni mér sæti i biðstofunni. Eg taldi fullvíst að stúlkunni væri það ljóst að drengurinn væri nokkuð meidd ur, því ekki leyndi það sér. Strákurinn er 3 ára gamall. Hann hafði miklar þrautir og verki í höfðinu og missti hann meðvitund milli þess sem hann hljóðaði af kvölum í höfðinu og grét. Eg beið og beið ekki kom læknirinn. Mér fannst undarlega kyrrt yfir öllu, jafn vel frá skiptistofimni lika heyrðist ekkert. Mér datt í hug að það myndi enginn vera þar til læknisaðgerðar þá stundina. •fokk Liðnar voru milli 15 —20 mínútur, er starfsmaður Heilsuverndarstöðvarinnar, Ó1 afur Magnússon frá Mosfelli birtist. Eg fagnaði því innilega með sjálfum mér að sjá Ólaf og sagði honum í stuttu máli frá því, hvernig á mínum ferð um stæði þama í slysavarðstof unni. Er skemmst frá þvi að segja, að það var Ólafur, sem hjálpaði mér til þess að kom- ast með drenginn undir lækn- ishendur í slysavarðstofunni. Þegar til kom, hafði læknun- um ekki verið gert aðvart um að um slæmt höfuðhöggs-til- felli væri að ræða, en þeir setið að kvöldmat sinum, meðan ég var með drenginn meðvitundar lausan í fangihu. Og það var eins og ég reyndar bjóst við, að drengurinn hafði hlotið heilahristing. Var einn hinna lærðari í hópi lækna kvaddur til og síðan úrskurðað að j drengurinn færi í sjúkrahús. Þar er hann nú á góðum bata- vegi. 'k'k'k A fáum stöðum er eins áríðahdi að starfsliðið sé skipað traustu og öruggu fólki, en einmitt á slíkri hjálp- arstöð. Þar eiga ekki aðrir en- læknarnir að taka ákvörðun um það hvort biða skuli með slasaða eða ekki. Eg var líka var við það, að læknirinn var undrandi er hann heyrði að ég var búinn að biða með d'reng- inn svona lengi, þegar þess gerðist ekki þörf. En svona mistök hjá starfs- fólkinu geta orðið mjög af- drifarík. Eg vildi að frá þessu yrði sagt, ef það gæti orðið til þess, að ákvörðunin um með ferð slasaðra sé ekki í höndum annarra þar i slysavarðstof- unni, en sjálfra lækna stöðv- arinnar. — og allt þetta fékk ég fyr- ir 1200 krónurnar sem ég | sparaði við að kaupa sum- arkápuna, sem ég hafði '. ekki efni á að kaupa. I MMS31 256. dagur ársins. Sólarupprás kl. 05:50. Sólarlag kl. 18:54. Árdegisháflæður kl. 08:09. Síðdegisháflæður kl. 20:24. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringinn Læknvörður kl. 18—8. Sími 15030 Söfnin: — Arbæjarsafn opið kl 2—6 A sunnudögum kl. 2 —7 Lokað mánudaga. — Minjasafn Reykjavíkur, Skúla- túni 2, opið kl. 14—16, nema mánudaga. — Listasafn Islands opið dagleg kl. 13:30—16. — Asgrímssafn, Bergstaðastr 74. opið þriðju-. fimmtu- og sunnu . daga kl 1:30—4 Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnud og miðvikud. kl 13:30 —15:30 — Þjóðminjasafnið er opið á sunnud., timmtud., og laugardögum kl. 13:30—16 Bæjarbóksafn Reykjavíkur, sími 12308 Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29A. Lokað sunnu- daga Lesstofa opin 10—10 virka daga nema laugardaga 10—4. Otibúið Hólmgarði 84. Opið 5—7 nema laugard. og sunnud, — Útibúið Hofsvalla- götu 16. Opið 5:30—7:30 nema laugard, og sunnudaga. að fluttist hún árið 1903, en hún var rúmlega 85 ára er hún lézt 5. þ.m. Allmargt kirkju- gest var við útförina og hélt séra Jón Auðuns dómprófast- ur minningarræðuna um þessa góðu, ti'ygglyndu konu. ' ★ Tæknibókasafn IMSI, Iðnskólahúsinu er opið alla virka daga kl. 13—19, nema laugardaga kl. 13—15. Giftingar 5. sept. voru gefin saman í hjónaband á Siglufirði, af séra Ragnari Fjalar Lárussyni, ung frú Steinunn Gunnsteinsdóttir, kennari, og Palle Grönvaldt, verzlunarmaður. Heimili þeirra verður i Danmörku. Sama dag voru gefin þar saman, ungfrú Áslaug Gunn- steinsdóttir og Ólafur Jens Pét ursson, kennari. Heimili þeirra verður að Álfhólsvegi 68, Kópa vogi. Skýringar við krossgátu nr. 4480: Lárétt: — Silfrið. 7 þys. 8 ankannarlegt ástand. 10 leið- inda. 11 lægðar. 14 kenningar. 17 samhljóðar. 18 málms. 20 ósmáa. Lóðrétt: — 1 Afbrotið. 2 á heimsskauti. 3 lézt. 4 konan (erl.). 5 þar sem málmar finn- ast. 9 lykt. 12 tré. 13 ólogið. 15 stórborg á suðurhveli. 16 gera órólegan. Lausn á krossgátu nr. 4479: Lárétt: — 1 Sperrur. 7 et. 8 vaxa. 10 rám. 11 dasa. 14 ítana. 17 na. 18 drós, 20 sigla. Lóðrétt: — 1 Sending. 2 pt. 3 Rv. 4 rar. 5 uxar. 6 rám. 9 ósa. 12 ata. 13 andi. 15 arg. 16 ósa. 19 ól. Fyrirlestur um Alaska- land og þjóð HÉR A LANDI eru nú stadd- ir 2 skógræktarmenn frá Al- aska. Annar þeirra, Mr. R. R. Robinson, er yfirmaður iand- verndar í öllu Alaska, en hinn James W, Scott hefur skógar- eldvarnir með höndum. Robin- son hefur starfað i Alaska i 27 ár, en Scott nokkru skem- ur. — Hingað komu þeir á vegum Bandaríkjastjórnar samkvæmt ósk Skógræktar ríkisins til þess að kynna sér skógrækt- arstarfið almennt. En um 60 70% af því fræi, sem hér hefui verið sáð um langt skeið, er komið frá ýmsum stöðum Al- aska, og sumt af þvi komið , hingað fyrir atbeina þeirra. Þeir hafa nú verið á ferða- lagi um landið í hálfan mánuð. Á föstudag sýna þeir litmynd- ir og kvikmynd frá Alaska og flytja stutt erindi um landið og þjóðina í Háskólanum, I næstu viku munu þeir ferð ast nokkru víðar og halda heim um mánaðamótin næstu. Með því að sumir hlutar Alaska eru svipaðir Islandi, og þeir félagar búa einmitt á slíku svæði, er ekki að efa að mörg- um muni þykja fróðlegt að hlusta á og sjá litmyndirnar á föstudagskvöldið (1 kvöld). Er það Skógræktarfélag Is- lands og Skógrækt ríkisins, sem bjóða til þessa erindis og er öllum heimill aðgangur með an rúm leyfir. m m pí m 01 m m MINERVA skyrtur sí-slétt poplín FÁST T A R Z A fti SU17i7EMLy ALL ACTIVITY STOPPE7* BEASTS SAW A SWOOTH-S<INMEI7 WHITE PIANT PROP IMTO Ti-'" - „Tarzan, konungur apanna vill fá að dansa með bræðrurn sínum", hrópaði apamaðurinn Stór, illilegur api gekk fram. ,,Nei“, sagði hann. „Zomat er konungur Zomat drepur“ Tarzan beygði sig niður, og hver vöðvi í líkama hans var spenntur til hins ítrasta. þvi hann bjó sig undir átökin sem hlutu að koma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.