Vísir - 15.09.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 15.09.1961, Blaðsíða 8
8 VISIR Föstudagur 15. september lí§p UTGEFANDI: BLAÐAUTGAFAN VISIR Rihtjórar: Hersteinn Pélsson, Gunnar G. Schram. ABstoðarritstjórl: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrasti 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 ó mónuði — I lausasölu krónur 3.00 eintakið. Sími 1 1660 (5 llnur) — Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f. .V.' !■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■ V.V..ViV.V.VíV.V.V.,.,.,.ViViV.,.V.V.,A'.WA'V Ný vinnulöggjöf. Því hefir áður verið hreyft hér í forystugreinum að brýna nauðsyn bæri til þess að endurskoða vinnulög- gjöfina. Ekki til þess að svipta verkalýðsfélögin frelsi eða fullum samningsrétti. Þvert á móti. Til þess að gera starfsemi þeirra alla lýðræðislegri og tryggja það að meiri hlutinn einn færi þar með völd. Við íslendingar höfum hagað okkur eins og Mol- búar í verkalýðsmálum. Sjö þernur á farskipum hafa það í hendi sér að stöðva farskipaflotann, ef þeim sýn- ist svo. Og þær hafa beitt því valdi eins og menn rekur minni til. Lítill hópur félagsmanna í stóru verkalýðs- félagi getur boðað til verkfalls, þótt meirihluti félags- manna sé verkfalli raunverulega mótfallinn. Allt eru þetta fúamerki í þjóðfélagsbyggingu okkar. Hér verð- ur að reisa nýja máttarviði, ef byggingin á ekki öll að hrynja. Það er sannarlega gleðilegt að nú virðist komin nokkur hreyfing á endurskoðun vinnulöggjafarinnar. Ungir Sjálfstæðismenn hafa sent frá sér bæði raun- hæfar og skynsamlegar tillögur um endurskoðun. Þar er m.a. lagt til að stöðvun vinnu sé óheimil við varð- veizlu verðmæta, sem til eru orðm áður en vmnu- stöðvun hefst. Hér er drepið á mikilvægt atriði. I verk- föllunum 1958 hótaði æðstiprestur ofstopamannanna, Hannibal Valdemarsson því að kælivélar frystihúsanna skyldu stöðvaðar og rafmagnið tekið af Reykjavík! Það þarf að koma í veg fyrir að slíkar ofbeldisað- gerðir sé nokkru sinni hægt að framkvæma og því er ofannefnd regla mjög nauðsynleg. Þá er og kominn tími til þess að aðilum sé óheimilt að gera heildarsamn- inga um að fella niður ágreiningsmál fyrir dómstólum vegna vinnudeilunnar og framkvæmdar á henni. Meðan við búum í þjóðfélagi, sem á verkfallatímum lætur stjórnast af valdi götunnar verður okkur með sanni valið heitið ,,skrælingjaþjóð“. Því er brýn nauð- syn að þegar í stað verði sett ný, réttlátari og lýðræðis- legri vinnulöggjöf. Batnandi maður. örlygur Hálfdanarson formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og erindreki þeirra um langt skeið fór um síðustu helgi í bandarískri herflugvél áleiðis til Parísar í boði NATO til þ ess að kynna sér starfsemi og varnarkerfi NATO. Fyrr í sumar talaði örlygur hinsvegar á útifundi hernámsandstæðinga við Mið- bæjarskólann og studdi þá af ráðum og dáð. Batnandi manni er bezt að lifa. í þcssum sandhaug var sprengiefnið falið. Ef kviknað hefði í því var úti um de Gaulle. / Munaði harsbreidd I :■ Á þessum fögru sept- emberdögum ríkir enn !■ friður og ró í Frakk- ■“ landi. Signa rennur jafn :; hægt og venjulega gegn- ;: um Parísarborg og :; manngrúinn drekkur í kaffið á gangstéttar- I; veitingahúsunum við í Óperu-torg. ;• Samt munaði aðeins ■: hársbreidd fyrir nokkr- í um dögum, að allt ryki í Tilrœðismaðurinn eftir handtökuna. háaloft í Frakklandi. Það þykir jafnvel ganga kraftaverki næst, að de Gaulle forseti skyldi sleppa lifandi úr bana- tilræðinu sem honum var sýnt um helgina. Og ef forsetinn hefði skaddazt, særzt eða látið lífið, þá telja menn að annaðhvort myndi nú geysa borgarstyrjöld í landinu, eða að öfgafull- ir hershöfðingjar hefðu komið á einræðisstjórn. Tœknileg mistök. Það voru samtök þessara öfgafullu hershöfðingja, sem stóðu að samsærinu, og hafa sumir þeirra nú verið hand- teknir. Tilræðið var framið við þjóðveginn, sem de Gaulle ekur um, er hann fer frá París til sveitaseturs síns austar í landinu. Það var mjög vel skipulagt. .Rétt við vegarbrúnina ut- an í svolitlum sandhaug, höfðu samsærismenn komið fyrir 4 kg af plastsprengi- efni. Af einhverjum tækni- legum galla kviknaði ekki i sjálfu aðalsprengiefninu, en krafturinn frá hvellhettunni einni var svo mikill að hægri framluktin á bíl de Gaulles brotnaði og eldblossi brenndi málninguna á hlið bílsins, sem stóð í einu vetfangi í reykmökk. Allt var þetta svo vei skipulagt, að ef sprengingin hefði orðið, hefði aðeins bíli de Gaulles eyðilagzt. Tilrœðismaðurinn handtekinn. Maður sá, sem átti að fram- kvæma sprenginguna, var handtekinn samdægurs. — Hann heitir Martial de Ville- mandy, er 35 ára og hefur áður starfað sem þulur í frönsku herútvarpi, fyrst í Indó-Kína og síðar í Alsír. Hann er sjálfur sagður ó- pólitískur, en mun hafa tekið verkið að sér fyrir mikla borgun. Ástæðan til þess, að hann var handtekinn svo skjótt var sú, að hann kom sjálfur á staðinn af forvitni til þess J að sjá verksummerki. Þar / kom í ljós, að hann hafði bú- Ji izt við sprengingu og tók lögreglan hann glóðvolgan höndum. \ ■ c OAS-samtökin. \ Sprengjutilræðið fór fram •' seint að kvöldi, en það var ekki fyrr en síðdegis næsta í; dag, sem tilkynning var gefin út um atburðinn og er óhætt að segja, að fréttirnar ollu skelfingu meðal frönsku þjóð arinnar, er fólkið skildi til ;■ fulls, hve de Gaulle forseti \ hafði verið nálægur dauðan- J. um. % Öflugar öryggisráðstafanir I; höfðu þegar verið gerðar og / náðist skjótlega í ýmsa her- foringja, sem voru við sam- særið riðnir. Leikur enginn ; vafi á því, að það er félags- skapur öfgafullra herforingja / sem stendur að baki samsær- ;■ inu, hin svokölluðu OAS- samtök, og er álitið að Raoul S Salan hershöfðingi sé æðsti \ stjómandiþeirra. \ \ .v.v.v.\v.v.v.v.v.v.v>r.v. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.