Vísir - 25.09.1961, Side 1
VISIR
Kosta Bretar uppsetningu
jr
Decca-kerfis á Islandi?
iiiii
...
'
.. .
árg. Mánudagur 25. september 1961. — 219. tbl.
Einn af forustumönnum Hiíll hefur komið fram með
brezkra togaraskipstjóra
Laurie Oliver skipstjóri í
Fjallkonan íslenzka tók á móti forseta fslands, er hann hcimsótti Gimli, þar sem aðallandnám
íslendinga í Vesturheimi fór fram. Frú Ellpn Magnússon var í gervi fjallkonunnar. Fór fram
liátíðleg athöfn við minnismerki fyrstu landnemanna og segir Jón H. Magnússon fréttaritari
Vísis, sem tók þessa mynd, að um 1500 manns af íslenzku bergi brotnir hafi komið þarna
saman og flestir eða allir hafi talað móðurmál sitt íslenzkuna.
þá tillögu, að Bretar kosti
uppsetningu á Decca
radiómiðunarkerfi á fs-
landi, sem geri brezkum
togurum auðveldara að
átta sig á því, hvort þeir
eru fyrir utan landhelgis-
línu eða ekki. Hann segir
að uppsetning á slíku
Decca-kerfi kosti 100 þús-
und sterlingspund eða um
12 milljónir króna.
Þó kostnaðurinn við þetta sé
þannig mikill myndi það borga
sig, segir Oliver, því að frá því
íslenzka fiskveiðilandhelgin
var víkkuð hafa brezkir tog-
araeigendur orðið að greiða 30
þúsund sterlingspund í sektir,
upptöku veiðarfæra og afla og
annan kostnað.
Laurie Oliver hefur lagt til-
lögu þessa fyrir brezka sjávar-
útvegsmálaráðuneytið. Hann
leggur áherzlu á það í erindi
sínu, hvað erfitt sé orðið að
gera nákvæmar staðarákvarð-
anir, þar sem landhelgislínan
liggur langt undan ströndinni.
„íslendingar“, segir hann, „eru
sjálfir sjómennskuþjóð, og þeir
munu því sjálfir skilja, hve
erfitt það er að staðsetja sig
svo langt frá ströndinni.“
Jafnframt því sem Decca-
kerfið yrði sett upp við ísland,
ætlast Oliver til þess, að fs-
lendingar láti enn nokkuð und
an, þannig að þeir sleppi tog-
urum sem mælast allt að hálfri
mílu innan við mörkin á þeirri
forsendu að allur vafi í ákæru
Frh. á 2. síðu.
Kunnur Akur-
eyringur bráð-
kvaddur.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í morgun.
SÍÐASTL. föstudagskvöld
varð kunnur borgari á Akur-
eyri, Þórir Guðjónsson málara-
meistari, bráðkvaddur austur í
Þistilfirði.
Þórir hafði undanfarið unnið
með brúargerðarflokki við
Sandá í Þistilfirði og var að
tala við vinnufélaga sína þegar
hann hné allt í einu niður og
var þegar örendur.
Þórir heitinn lagði á margt
gjörva hönd. Hann gekk í bún-
aðarskóla í æsku, síðan tók
hann til við iðnnám og gerðist
málarameistari. Um skeið
fékkst hann við bóksölu og auk
þess var hann í röð beztu leik-
ara á Akureyri. Þórir var rúm
lega sextugur að aldri, kvænt-
ur og átti tvö uppkomin börn.
Hann var vinsæll maður og
hverjum manni skemmtilegri í
viðræðum.
Ungfrú Noregur
Á laugardagskvöldið,
um miðnætti var „Ungfrú
Noregur“ kjörin fegurðar-
drottning Norðurlanda, í
fyrstu alnorrænu fegurðar-
samkeppninni, sem haldin
hefur verið. Hún heitir
Rigmor Trengereid, er
tuttugu ára gömul, ljós-
hærð og auðvitað bráð-
falleg.
Úrslitin voru tilkynnt að
Hótel Borg, á geysifjölmennum
dansleik, sem haldin var í til-
efni fegurðarsamkeppninnar.
Einar Jónsson kynnti sjálfur
hina nýkjörnu fegurðardrottn-
ingu. Um miðnætti voru stúlk-
urnar allar leiddar að hljóm-
sveitarpallinum í danssal
Borgarinnar, en Einar leiddi
norsku stúlkuna út úr hópnum,
fram á dansgólfið og tilkynnti
úrslitin. Kolbrún Kristjánsdótt-
ir, ein af fimm efstu þátttak-
endunum í keppninni um titil-
inn „Ungfrú ísland 1961“,
krýndi fegurðardrottninguna.
Síðan gengu stúlkurnar allar
út á gólfið og þáðu gjafir frá
Sportver og Belgjagerðinni og
Álafoss. En aðalverðlaunin voru
ferð til Mallorca og uppihald
í 10 daga. Það er ferðaskrif-
stofan Sunna, sem skipuleggur
ferðina.
♦
„Ungfrú Norðurlönd“ var
eðlilega mjög hamingjusöm
yfir sigrinum, þegar einn af
blaðamönnum Vísis hitti hana
að máli eftir keppnina. Hún
sagðist ekki vita hvenær hún
færi í ferðina, héðan mundi hún
halda til Noregs og taka upp
fyrri störf, en hún er ljós-
myndafyrirsæta. Foreldrar
hennar eru bakarahjón, sem
eiga verzlun í miðbiki Bergen-
borgar.
— Heldurðu ekki áð þau
verði ánægð?
— Það held ég sannarlega.
— Hefurðu komið til Mall-
orca?
— Nei, ég hef aldrei komið
þangað og ég hlakka mikið
til þess að ferðast þangað.
— Hefur verið gaman í
keppninni?
— Það hefur verið mjög gam-
an að koma hingað ti) íslands.
Og auðvitað er ég mjög ánægð
með keppnina, eins og þú skil-
ur. En það er bara búið að vera
svo leiðinlegt veður.
— Var búið að láta þig vita
áður en dansleikurinn byrjaði
að þú hefðir sigrað?
Framh. á 5- síðu.
Hin nýkjörna fegurðardrottning Norðurlanda, Rigmor
Trengereid. Hún var kjörin ungfrú Noregur 1961, er
tuttugu ára gömul og á heimi í Bergen. (Ljósm. Vísis I.M.)