Vísir - 25.09.1961, Síða 2

Vísir - 25.09.1961, Síða 2
Mánudagur 25. september 1961 2 VÍSIR Skytterí á Akureyrargötum. Skaut á „blóð og eld“, á hjól- harða og inn í eldhús. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. AKUREYRARLÖGREGLAN handtók s.I. föstudag mann, sem reyndi skotfimi sína ó göt- um Akureyrar um miðjan dag, og má heita tilviljun ein að ekki hlauzt slys af. Skothríðin hófst í Strandgöt unni, en þar hefur Hjálpræð- isherinn bækistöð sína og fyrir utan húsið hangir hringlaga skífa með einkennum Hjálpræð- ishersins og þar sem á er letrað „Blóð og eldur“. Svo virðist sem blóðið og eldurinn hafi farið í hinar viðkvæmu taugar skytt- unnar því hún réðst með mik- illi heipt á skífuna og skaut á hana samtals sjö skotum úr riffli sínum. Að loknu þessu afreki lagði skyttan suður í bæ, sá fugla fljúga í áttina til sjávar og ætlaði sér að hremma einhvern þeirra. En skotið geigaði og í stað þess að hæfa fugla him- insins lenti það í hjólbarða undir bíl með þeim afleiðingum að hjólbarðinn sprakk. Þá var þriðja atrennan gerð 'á eldhús í einu húsi bæjarins. Þar fór skotið í gegnum rúðuna og munaði víst ekki miklu að það lenti í konu, sem í húsinu var. Sem betur fór slapp hún. Þegar hér var komið sögu kom lögreglan á vettvang og hirti manninn og vopnið. Það sem lögreglunni þótti merkileg ast var það að maðurinn var allsgáður, en hann kvaðst vera að þessu af gamni sínu. Byssu- leyfi hafði hann ekki, en auk þess er stranglega bannað að skjóta innan marka kaupstað- arins. Fallast Bandaríkin á eftirlit A.-Þjóiverja? Kennedy Bandaríkjaforseti flytur ræðu í dag ó Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Kom hann til New York í gær fró heimili sínu í Hyannisport, Massachusetts, og ræddi við helztu ráðunauta sína, m. a. Dean Rusk, um meginatriði ræðunnar. Hundruð einkennis- klæddra og óeinkennisklæddra lögreglumanna gæta forsetans meðan hann dvelst í New York, en hann fer þaðan í fyrramálið til Washington. Tillögur Kennedys. Boðað hefur verið, að Kenne- dy muni leggja fram ákveðnar tillögur í afvopnunarmálum, og verði þar miðað við að hún fari fram í áföngum. Hann mun leggja sig allan fram, að sagt er, til þess að stuðla að því að friðurinn verði tryggður. Hann mun víkja sérstak- lega að kjarnorkuvopnunum og Berlínarmólinu og öðrum vandamálum. í Berlínarmál- inu, herma lausafregnir að hann muni leitast við að greiða fyrir samkomulagi með því að fallast ó, að Aust- ur-Þjóðverjar fái að hafa eft- irlit með flutningum til Vest ur-Berlínar og frá. Forsetinn mun einnig víkja að þeim Decca-kerfi — Framh. at 1. síðu skuli vera sakborningi í vil. Decca radiomiðunarkerfið er nú mjög mikið notað í sigling- um við meginland Evrópu, m. a. á Norðursjó og á Eystrasalti. Þar er um að ræða sjálfvirka aðferð til staðsetningar, sem byggist á því að eitt miðunar tæki miðar samtímis þrjá radío geisla. Er kerfi þetta talið veita mjög mikið öryggi í sigl- ingum. vanda, sem Sameinuðu þjóð- unum er á höndum vegna fráfalls Dag Hammarskjölds. Mikla athygli vekur, að sam- tímis því, sem Kennedy mun koma til möts við sovétstjórn- ina um lausn Berlínardeilunn- ar, er hún vöruð við að mis- skilja þetta, því að bæði Ro- bert Kennedy dómsmálaráðh. og MacNamara hermálaráðh. hafa birt yfirlýsingar í því efni. Róbert Kennedy sagði í sjón- varpsræðu, að Bandaríkin myndu grípa til kjarnorku- vopna, ef þörf krefði, til varn- ar frelsi Berlínar. MacNamara hermálaráðherra Aðeins 50 tonn. TOGARINN Narfi kom í morg un vestan af Nýfundnalands- miðum, en þangað fór hann til veiða og jafnframt til að leita að karfa. Leiðangurinn bar ekki árangur, og Narfi var með um 50 tonn af fiski. Myndlistarmenn - Frh. af 16. s. að þar gæti alltof einhliða sjón armiða og þröngsýni. Stjórn hins nýja listamanna félags sem stofnað var í síð- ustu viku hefir verið falið af félagsmönnum að bera fram mótmæli við menntamálaráð- herra vcgnn þeirra íslenzku myndlistarmanha sem ekki hafa feneíð kosningarétt við kjör i safnróð Listasafns ís- lands í*ær kosn’nvar standa nú fyrir dyrum. Kosningarétt hafa hinsvegar beir listamenn einir sem eru félagsbundnir í myndlistarfélögum, en eltki þeir sem utan við félögin standa. sagði einnig, að beitt yrði kjarn- orkuvopnum til varnar, ef Rúss ar byrjuðu árásarstyrjöld. í Vestur-Berlín hvatti Liibke forseti borgarbúa til þess að treysta Vesturveldunum, — þau myndu ekki bregðast þeim. Það er sagt að ráði Juans Clay sem Kennedy býður upp á nokkra tilslökun. 2:1 í sögu- legum Eeik. í GÆR fór fram leikur milli úrvals úr Reykjavík og úrvals af Suðurnesjum. Fóru ledkar svo að Reykjavík sigraði 2:1. Hér varð um allsögulegan leik að ræða, því að honum lauk með snöggum hætti er 7 mín. voru til leiksloka. Albert Guðmundsson var með liði Suð urnesja, og var fyrirliði. Er tæpar 10 mín. voru eftir til leikslolca, dró til tíðinda, og lauk því svo, að dómarinn gaf Albert 1 mín. frest til að yfir- gefa völlinn. Albert hvikaði ! hvergi, og flautaði dómari þá Mæ&veiki — Framh. af 16. síðu. ur farið heim á bæi seinni hluta vetrar, eins og gert hefir verið undanfarin ár, og féð skoðað. Guðmundur ’mknir sagði, að leitin sem nú 'æri gerð að meiðiveiku fé, væri ekki vegna smitunar frá Skarðafénu, því hún kemur ekki í Ijós fyrr en í fyrsta lagi 1964, jafnvel þótt smitun hafi átt sér stað í fyrra. Sú leit sem nú er framkvæmd, er vegna hugsanlegrar smitun- ar frá árunum 1956—58, en þá varð mæðiveiki einnig vart í þessu hólfi. Mynd þessa tók IM, ljósmyndari Vísis af Ásgeiri Sigurðs- syni skipstjóra í brúnni á Heklu, er hann var að leggja af stað í síðustu ferðina. Ásgeir Sigurðssoit tskipistjóri latinn. ÁSGEIR Sigurðsson skipstjóri á Heklu andaðist snögglega að- faranótt laugardagsins. Var Hekla þá stödd í Stafangri í Noregi með Ingólfsfarana. Um kvöldið var Ásgeir skip- stjóri á samkomu í íslenzk- norska félaginu, sem haldið var í samkomusal Atlantic- hótelsins í Stafangri. Ásgeir hafði verið einn helzti hvata- maður að stofnun þessa félags og var því þá lýst yfir af hálfu stjórnar félagsins, að hann hefði verið kjörinn heiðursfél- agi þess. , af, er 7 mín. voru eftir af leikn um, og var honum þar með lok ið. Siglfirðingar sigra. ÚRSLITALEIKUR Knatt- spyrnumóts Norðurlands fór fram á Siglufirði í gær. Sigr- uðu Siglfirðingar Þór með 4:2. Þar með urðu KS-ingar Norðurlandsmeistarar í knatt- spyrnu 1961 en KA bar þann titil 1960. Úrslitin urðu þessi: KS 12 stig, 30 mörk gegn 11. Þór 10 stig, 26:14. KA 8 stig, 26:15, HSÞ 2 stig, 11:18, UMSS 2 stig, 7:15, UMSE 2 st. 4:31. Kvaddi Ásgeir Sigurðsson sér hljóðs og þakkaði þann heiður sem honum hafði verið auðsýndur. Hafði hann nýlokið máli sínu, er hann veiktist skyndilega og lézt hann skömmu síðar af hjartaslagi. Andlát þessa vinsæla skíp- stjóra varpaði,nokkrum skugga á Ingólfsförina. Klukkan 2,30 um nóttina var lík skipstjórans flutt um borð í Heklu að við- stöddu fjölmenni og var sú at- höfn virðuleg. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, var þjóðkunnur maður. Hann var 67 ára að aldri, sonur Sig- urðar frá Flóagafli í Flóa, bróð ir þeirra sr. Árna heitins fri- kirkjuprests og Þorkels vél- stjóra. Hann varð fyrst skip- stjóri á Esju 1929 og æ síðan á skipum Skipaútgerðarinnar. Hann hafði sagt, að Ingólfsferð in nú yrði síðasta skipstjórnar ferð hans, Hann var vel virtur maður, í forustu í stétt skipstjóra, mörgum sinnum á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sat á Alþingi sem varamaður 1958. Kona hans, Ása Ásgrímsdóttir, var með í Ingólfsferðinni og einn- ig Ásgeir sonur hans, sem vinnur á Heklu. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru, fara fram í október/nóvember 1961. Meisturum og íðnfyrirtækjum ber að senda formanni viðkomandi prófnefndar umsóknir um próftöku nemenda sinna, fyrir 5. október n.k. Umsóknum skulu fylgja venjuleg gögn og prófgjald. Skrifstofa iðnfræðsluráðs veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 21. september 1961. Iðnfræðsluráð.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.