Vísir


Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 5

Vísir - 25.09.1961, Qupperneq 5
Mánudagur 25. september 1961 VÍSIR 5 Rigmor Trengereid. Ungfrú Noregur - Framh. af 1. síðu. — Nei, ég vissi það ekki fyrr en ég var dregin út úr hópnum og einhver kallaði, eitthvað, sem ég skildi að var „kjörin Ungfrú Norðurlönd“. Ég er far- in að skilja einföldustu setning- ar í íslenzku, sagði Rigmor og hló. Margir þjófnaðir. FYRIR helgina voru kærðir til rannsóknarlögreglunnar all- margir innbrotsþjófnaðir Var einkum stolið sígarettum úr verzlunum og veitingastöðum, og farið í peningakassa fyrir- tækjanna og þeir tæmdir, en í öllum tilfellum var um að ræða skiptimynt 50—200 krónur. Stærstur þjófnaðanna var fram inn í húsi sem er í smíðum að Alftamýri 59 en þar var yfir 5000 fetum af mótatimbri stol- ið. Við eitt innbrotanna var þjófurinn staðinn að verki og handtekinn af leigubílstjóra. Bað hann farþega er hann var með að gæta mannsins á með- an hann gerði lögreglunni að- vart. Farþegarnir slepptu þjófn um. Hefur verið unnið í mál- inu áfram m. a. með aðstoð leigubílstjórans, og eru miklar líkur til að tekizt hafi að finna hver hér hafi verið að verki. Norrænu fegurðardrottning- arnar hafa skrifað stjórn Loft- leiða bréf og beðið um það að fá sömu áhöfnina og flutti þær hingað til íslands með Eiríki rauða. Þær segjast hafa fengið mjög góða fyrirgreiðslu hjá Loftleiðum, og þjánustan á ferð inni hafi verið ákaflega góð. Þær halda heim til sín á þriðju- dag. Mikið brunatjún. Síðastliðinn laugardag urðu miklar brunaskemmdir á fisk- verkunarstöð útgerðarfélagsins Venus h.f. við Strandgötu í Hafnarfirði, bæði á húsinu sjálfu og eins á útgerðarvörum og fiski sem geymt var í hús- inu. Þarna er um húsasamstæðu að ræða, aðalhúsið er í miðj- unni, tvílyft með risi, og þar kom eldurinn upp, en öðru meg- in við það er fiskþvottahús og hinum megin geymslur. Slökkviliðinu í Hafnarfirði var tilkynnt kl. 15.15 að eldur væri kviknaður í húsinu og var hann í rishæðinni. Þar inni var mikið geymt af ýmiskonar úr- gerðarvörum, sumum þeirra tjörubornum og fyrir bragðið mjög eldfimum. Aðstaða til slökkvistarfs var miklum vandkvæðum bundin, bæði vegna þess að eldurinn var á efstu hæð og ekki unnt að komast að honum fyrr en búið var að rjúfa þakið, og svo í öðru lagi vegjia þe.;s hve mik- inn reyk lagði frá eldinum og hinum tjörubornu veiðarfær- um. Brann allmikið af rishæð- inni ásamt allmiklu af þeim vörum, sem þar voru geymdar, einkum að austanverðu. Á miðhæð hússins voru geymdar útgerðarvörur, en á neðstu hæðihni var fiskur sem tilbúinn var til útflutnings. — | Slökkviliðinu tókst að varna því að eldur kæmist niður á neðri hæðirnar og eins í bæði húsin sín hvoru megin við að- albygginguna. Hins vegar urðu meiri eða minni skemmdir af vatni og reyk á báðum neðri hæðunum og því um mjög til- finnanlgt tjón að ræða enda þótt vörurnar og húsið væri vátryggt. , _ Gizkað er á að eldurlnn hafi kviknað út frá olíuofnum, sem notaðir voru til að hita ris- hæðina. Þetta er eini bruninn, sem nokkuð hefur kveðið að í Hafn- arfirði um langt skeið, sagði Sigurður Gíslason, varasl.stj. Hafnarfjarðar í morgun. Alyktun um fiskveiðar. RANNVEIG Þorsteinsd. hafði framsögu um fiskveiðar í Evrópu á fundi ráðgjafaþings Evrópuráðsins sl. föstudag. Að umræðunni lokinni var samþ. ályktunartill., þar sem lögð er áherzla á nauðsyn aukinna við skipta með sjávarafurðir og sérstakl. að aðstöðu íslendinga. Fyrstu fregnir af Evrópum.mótinu. Frá fréttaritara Vísis. Torquay, mánudag. í GÆR hófst Evrópumeistara- mótið í bridge í borginni Torqu ay í Bretlandi og bárust Vísi fregnir af fyrstu umferðinni fyrir hádegi. Er ljóst af þeim, að íslendingar hafa í þeirri um ferð staðið sig betur en menn hér almennt höfðu búizt við. í opna flokknum fóru leikar svo að fsland hlaut 4 stig, Frakkland (olympíumeistarar) 2 stig, og stigin því 77:70 fyr- ir ísland. í sveit íslands voru: Stefán Guðjóhnsen, Jóhann Jónsson, Lárus Karlsson, Guð- laugur Guðmundsson. í kvennaflokknum hlaut ís- land 1 stig, en Bretland 5, stig in 67:82 í sveit íslands voru: Laufey Þorgeirsdóttir, Margrét Jensdóttir, Vigdís Guðjónsd., og Hugborg Hjartardóttir. í opna flokknum í hálfleik 3. umferðar, er staðan þannig: ís- land 18 stig, Ítalía 18. Af ís- lands hálfu spila: Stefán Gitð- johnsen, Jóhann Jónsson, Egg- ert Benónýsson, Steinn Ingvars son. — St. FLUGFÉLAG ÍSLANDS BÝÐUR ÓDÝRAN SUMARAUKA LENGIÐ SÓLSKINS- skráin gefur til kynna, hversu DAGANA mikið Þér sparið með bví að ferðast eftir 1. október. Fljúgið mót sumri og sól með Flugfélaginu á nieðan skammdegi vetrarmánaðanna ræður rikjum hér heima. þÉR SPARIÐ PENINGA Venjulcgc verð Nýtc verð Afsláttur Rivieraströnd Nizza 11.254 8.440 2.794 Spánn Barcelona 11.8731 8.838 3.035 Palma (Mallorca) 12.339 9.254 3.085 ftalía Róm 12.590 9.441 3.149 FLUGFÉLAG ÍSLANDS fargjöldin til muna á frá 1. október til 31. maí

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.