Vísir - 25.09.1961, Page 7

Vísir - 25.09.1961, Page 7
Mánudagur 25. september 1961 VISIR 7 Gamlir bílar, en þó ekki þeir elztu. Þetta eru ekkl elztu bílar landsins, en eigi að síður skera þeir sig svo mjög úr í umferð- inni í dag. Svona voru vörubíl- arnir kringum árið 1930 og fram undir stríðsbyrjun, að húsin voru erlend smíði. Þessir gömlu bílar voru báðir í Hafravatnsrétt um daginn. G-1094 er 29. árgerð af Ford, eign Valdimars Guðmundsson- ar í Móakoti á Vatnsleyuströnd, og mun Valdimar hafa í hyggju að selja hann við hentugleika. Stjörnubíó sýnir nú orezk-banda- .'íska mynd, sem hér er aefnd Þotuflug mennirnir (High Flight). ___Hún gerist í einum flugskóla brezka flug- hersins, þar sem flugmanna- efnin fá þjálfun í að stjórna orrustuþotum. Samskipti eins nýliðans og yfirmanns í skólan- um reynast erfið. Nýliðinn, Winchester, er fífldjarfur og fremur hvert agabrotið á fætur öðru, en yfirforinginn hlífir honum. Til þessa liggja orsakir frá tíma fyrri heimsstyrjaldar. Yfirforinginn hafði óhlýðnazt fyrirskipun og það orðið föður piltsins að bana. Sagan verður ekki rakin hér nánar. Kvik- myndin er vel leikin og gerð, tilvik mörg skemmtileg og mik- ið um spennandi flugferðir Ungir menn og áhugasamir um flug éru fjölmennir á bekkjum i Stjörnubíó þessi kvöldin, en fleirum en þeim mun þykja hin bezta dægrastytting að þessari aiynd. — Góð aukamynd er sýnd um iðkun vetraríþrótta í Quebec, Kanada. ♦ Nýja Bíó sýnir kvikmyndina Æskuást og afleiðingar, banda- ríska mynd, með nýjum, ungum leikurum í aðalhlutverkum, þeim Carol Lynley og B,randon de Wilde. Sagan kom í dönsku vikublaði, sem hér er mikið keypt og lesið, svo að hún er mörgum kunn. Hún fjallar um eitt af vandamálum allra tíma, og ekki sízt nútímans, ástamál unglinga, sem eru hálfgerð börn, og lenda í vandræ'ðum, leiðsagnarlaus á hættulegu lífs- skeiði, sem kenna má að veru- legu leyti að gagnkvæmur skiln- ingur og traust er ekki ríkjandi þeirra milli og foreldranna. Hér standa þau — barnung stúlka, sem ber líf undir brjósti, og pilturinn hennar og skólafélagi, andspænis miklu vandamáli, og reyna í örvæntingu sinni að fara þá hættulegu leið, að snúa sér tii læknis, sem með leynd og ó- löglega framkvæmir fóstureyð- ingar, en allt kernst upp á sein- ustu stundu, er pilturinn loks fær þrek til að trúa foreldrum sínum fyrir öllu, svo að komið er í veg fyrir að aðgerðin verði jÞessir gömlu bílar klikka aldrei, sagði Valdimar nn daginn, en hann var yfirfangavörður hegn- ingarhússins á Skólavörðustígn- um, — í Steininum. Hinn bílinn Chevrolet 1928 árgerð, er eign Jóns Ársæls Jónssonar Fossvogsbletti 10. Þessi bíll ,,sleit“ fyrstu þúsund- um kílómetrana í akstri norður á Akureyri, var A—269. En hann virðist hafa slegizt með í förina með mörgum Norðlend- ingum, í flóttanum til Reykja- víkur á stríðsárunum, því hing- að til bæjarins „fluttist“ hann árið 1942. Að því er Ásgeir Ásgeirsson skriístofustjóri hjá vegamála- stjóra tjáði blaðinu í gær, var elzti bíllinn í umferð við síð- ustu áramót talinn 36 ára gam- all. Næst elzti er ’25 árgerð, þá er 8 bílar af ’26 árgerðinni enn í umferð og 5 ‘af árgerðinni ’27 og loks eru rúmlega 20 bílar af ’28 árgerðinni, sem enn eru í fullu fjöri. framkvæmd. En óleyst ~er hin mikla spurning um framtíð þessara unglinga. Stúlkan er send að heiman án vitundar piltsins, en hún vill ekki bind- ast honum, vegna þess að þá yrði hann að hætta námi, en hann fer á eftir henni og þá finnst þeim ekki nema um eitt að ræða, að bera byrðarnar saman. Með unglingahlutverkin er vel og trúlega farið af Carlo Lynley, Brandon de Wilde og einnig Wan-en Berlinger, sem leikur félaga plitsins, en leikur annarra tilkomulítill. Myndin er nokkuð langdregin og efnið tekið ótraustum og nokkuð vafasömu tökum. Athyglisverð aukamynd er sýnd af heræfing- um í Alaska. — A. Th. Leikrit laug- ardagskvölds- ins heitir Kon ur. Höfundur inn kallar sig Eyvind, leik- jtjóri var Helgi Skúla- son, en „kon- Björnsdóttir, Helga Valtýsdóttir og Sigríð- ur Hagalín. Leikritið er frekar lítilmótlegt, áróðurinn lágkúru legur og persónusköpunin að sama skapi. Þar er fyrst að telja „dyggðuga“ sveitakonu, sem komin er á Elliheimilið Grund í vondri Reykjavík. og á konu þessari er svo sem ekki hærra ris en sem samsvari því, að fyrir á að gizka 50 árum lét hún afhenda sig miðaldra bónda eins og kýrstirtlu, sem létt er af fóðrum. Þessa kvinnu lék Arndís Björnsdóttir. Þá er saumakonan, sem er vitaskuld hin sanna kona, heiður síns tíma. Hún neitar sér hreint ekki um dans og drabb og til- heyrandi hjásvæfi, en svo þroskuð er hún — telja þau sér trú um — hún og höfundur- inn, að hún skirrist ekki við að láta skrapa úr sér krakka vegna sinnar miklu ábyrgðar- tilfinningar, |— hún vill sem sé ekki eignast börn til að láta sprengjur tæta þau í sundur! Hún er trúlega í friðarhreyf- ingu kvenna, þótt þess sé ekki getið. En engum er alls varn- að: Hún hefur tekið tryggð við veika telpu. sem ekki getur bú- izt við að verða nokkurn tíma fær ferða sinna. Saumakon- una leikur Helga Valtýsdóttir. Loks leikur Sigríður Hagalín dýrið í þessari Opinberunar- bók, braskarakonuna frú Dan- íelsson, sem hefur beðið sauma konuna að sauma handa sér kjól. Hún ætlar sem sé til Bessastaða með bónda sínum, skepnunni, en hann þarf að þakka forsetanum kross. Auð- vitað er frú Daníelsson eins ó- manneskjuleg og unnt er að hugsa sér, annars væri leikrits deigið ekki í fullu samræmi við uppskriftina, — hver getur hugsað sér konu kaupsýslu- Danskir ferðaskrif- stofumenn hér. Fýrir nokkru síðan kom hingað til lands hópur danskra ferðaskrifstofumanna í boði Flugfélags íslands. Danirnir, sem flestir starfa að ferðamálum utan Kaup- mannahafnar, skoðuðu landið eftir því sem timi vannst til. Þeir fóru með fugvél til Akur- eyrar og þaðan með bíl til Mý- vatns. Daginn eftir var ekið austur yfir fjal log fyrst stanz- að i Hveragerði. Þá var ekið að Geysi og Gullfossi og komið við á Þingvöllum á heim- leið. manns öðru vísi en einhvern- veginn í áttina við frú Daníels- son? ... Nema nú vildi ég spyrja? í hvei'ju hefur leik- stjórn þess ágæta manns, Helga Skúlasonar verið fólgin? Hin- ar annars færu og vönu leik- konur, Arndís og Helga, hófu framsögu sína á svo greinileg- um bóklestri. að hlustandinn beinlínis sá handritin í höndun um á þeim. Síðan rættist lítið eitt úr, en aldrei svo, að þær reyndu að einkenna persónu- garmana með raddhreimi eða áherzlum. Svo kom frú Daníels son til, og þá keyrði um þver- bak, því þegar áhrifaátökin skyldu verða sem mest, töluðu þær Helga og Sigríður svo hratt og gjallandi, að varla var mögulegt að fylgjast með svo- kölluðu samhengi......Góður leikstjóri og leikkonur, lélégt og lágkúrulegt leikrit — engin leikstjórn, engin rækt lögð við hlutverkin. .... Og þetta er ekkert nýtt í Ríkisútvarpinu — ekki aldeilis! Karl Guðmundsson las á laugardagskvöldið vel samda smásögu eftir William Heine- sen um kínverskt skáld, sem sker sig heldur betur úr löndum sínum — því hann fórnar kínverskri himnaríkis- sælu fyrir ást sína á trönu, mesta tryggðafugli, en hörmu- lega siðuðum. Hannes Sigfússon hefur þýtt söguna. Hannes hef- ur þýtt margt vel, en er mis- tækur, þýddi til dæmis bók eftir Hamsun þannig á ábyrgð Menningarsjóðs — að þótt það standi á bókinni, að Hamsun sé höfundurinn, verður það vart séð af stílnum. Smásagan er vel þýdd, nema hvað þýðandinn lætur trönuna tyggja og tenn- urnar glotta — í sendiboða him- inSins. í gærkvöldi fórum við í áróð- ursflugferð með einni af flug- vélum Flugfélags íslands, föru- nautur okkar og leiðbeinandi var Jónas Jónass. Jónasi he.ur — að áróðrinum undanskildum, en hann kopr einkum fram í vitnisburði hæstvirts mennta- málaráðherra — tekizt vel með þennan þátt, en bezt voru við- töl hans við þá auðheyrilega mjög skýru og athugulu menn, sem hvorugur var á lofti, þeg ar Jónas talaði við þá, en það voru þeir Þorsteinn Jónsson flugstjóri og Birgir skrifstofu- stjóri Þorgilsson — Þess skal að lokum getið, að fræðari okk- ar gerði þann mun ráðh. og annarra viðurmælenda sinna, að hann þéraði hann einan. Vel er! Mávaspjallið í gærkvöldi var fróðlegt og vel samið, og mörg- um mun hafa þótt gaman að fjárlagaþætti Guðmundar Jóns sonar, þótt þar eigi við máltæk- ið: Misjafn sauður í mörgu fé! Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.