Vísir - 05.10.1961, Qupperneq 6
b
Fréttabréf úr
Skagafirðj.
Sauðárkróki á Höfuðdag.
Árferði hefur verið heldur
erfitt um Skagaf jörð í vor og
sumar. Vorið mátti heita kalt
og gréri seint. Víða kól tún
svo mein varð að, einkum í
útsveitum, þó sérstaklega í
Fljótum. Sauðburður gekk
vel, enda ekki áfelli svo telj-
andi væri og fénaður vel fram
genginn.
Sláttur hófst síðar en í
meðallagi vegna þess að seint
spratt, þó mun spretta víð-
ast hafa orðið í meðallagi að
lokum, a. m. k. á túnum. —
Heyskapur verður vafalítið í
rýrara lagi eftir sumarið,
bæði að vöxtum og gæðum.
Hefur tíðarfar verið mjög erf
itt þó ekki hafi gengið stór-
rigningar. Bændur munu flest
ir hafa náð töðum sínum í
hús, þegar þetta er ritað, en
með misjafnri verkun. Bezt
er útkoman hjá þeim sem
hafa súgþurrkun og votheys-
gryfjur, en hvorugt er al-
gengt í Skagafirði þó merki-
legt megi teljast.
Fuglaveiði og eggjatekja
var með minna móti L.Ðrang-
ey í vor. Ekki var þó orsök-
in sú, að eyjan væri minna
setin af fugli en undanfarið,
nema hvað síður væri. Held-
ur fækkar stöðugt þeim
mönnum hér, sem kunna og
nenna að fást við slík afla-
föng. — Líklega hverfur þessi
fomi bjargræðisvegur okkar
Skagfirðinga úr sögunni inn-
an tíðar. Æðarvarpi virðist
stöðugt hraka hér um slóðir,
og það þrátt fyrir að við höf-
um æðarvarps ráðunautinn
hér mitt á meðal vor. Er þar
víst mörgu um að kenna —
aðgerðaleysi varpeigenda við
hirðingu varpsins, veiðibjöll-
ur, mink o. fl. Fólksfæðin í
sveitum kemur hart niður á
varpjörðum.
Lax- og silungsgengd hefur
verið með minnsta móti í ár.
Sjóbirtingsveiði var sæmileg
í Vestur-Ós um stuttan tíma
í vor, en engin að kalla í Aust
ur-Ós, hvað sem valdið hef-
ur. Lax hefur, sem áður seg-
ir, verið með minnsta móti.
Húseyjarkvísl hefur verið
með fádæmum rír en hins
vegar góð veiði í Sæmundará
og Fossá á Skaga. Ár að aust
anverðu í héraðinu hafa ver-
ið með lakasta móti, t. d.
Fljótaá, sem oft hefur þó gef-
ið nokkurn lax.
Sjávarafli hefur verið
sæmilegur og betri en undan-
farin ár. Hafa trillur héðan
af Króknum fiskað allvel með
köflum o gsama hefur verið
hjá Hofsósingum. Mest hefur
fiskast ýsa. Togbátarnir héð-
an hafa fiskað mjög sæmi-
iega. Færabátar á útilegu
hafa einnig fiskað heldur vel.
Leggja hér upp að staðaldri
milli 10 og 20 aðkomubátar
sem eru á færum. Hefur vinna
í bænum verið afar mikil í
sumar. einkum hafa verið
annir h.iá bæjarfrystihúsinu,
en þar hef”r verið unnið fram
á rauða nótt oft og tíðum nú
stöðugt á briðja mánuð. Eng-
in síld var "öltuð hér í sum-
ar og hefði naumast verið
mannafli fyrir hendi t.il slíkra
hh’ta, bótt síld hefði borizt.
Allmikið er byggt hér á
Króknum sem fyrr. Er hafin
smíði nú í sumar á 6 nýjum
húsum. auk margra sem áð-
ur var bvrjað á. Nokkuð mun
hafa verið reist af hlöðum og
grinahúsum í sveitinni.
Vegagerð hefur verið í
heldur smáum stíl. Þó var
lagður nýr vegarspotti yfir
Borgarsand, og bvktr bílstjór-
um, bót að. að þurfa ekki að
suliast sandbleytuna og flóð-
,jn á þessum stað. sem hvum-
leið gátu orðið. begar stór-
streymt var eða flóð í Hé"
aðsvötnum. Kom ekki ósjalö-
an fvrir að menn festu bíla
sína barna og lentu í vatns-
sulii ocr vosi. Nokkrar smá-
brýr hafa verið bvggðar í
evslunni í sumar. Eru þær
atlar nauðsvnia mannvirki.
Hins vegar höfum við Skag-
firðingar fengið hér bvggðar
brvr, sem ýmsum ha,fa virzt
vafasamar framkvæmdir. Er
bá var nú verið að efna, kosn-
ingaloforð sem um hönd var
að svíkja.
Nýr skólastjóri er nú fyrir
nokkru komínn á Hólastað.
Er það unvur maður og þekkt
ur að ötulleika, sem við hér-
aðsbúar væntum okknr mik-
ils af. En víst er um bað, að
sá góð’ maður er ekki öfunds
verður af sinni aðstöðu, nú
sem stendur. bví ekki er hart
að kveð’ð bó savt sé að hann
hafi tekið við Hólastað í arg-
asta drabb’ á ^’esfum sviðum.
Vonandi að G'mnari Biama-
svni verði skana.ðir möguleik-
ar tiJ bess að moka bann lióta
flór, sem honum va.r eftirsk.il-
inn af frá.farand; Rkóia.'’,l">óra
Kaimfáiocr Skagfirðinga
hefur nú fen giðiirskurð rík-
isskatte-^fndár í útsvarsmáli
sínu við bæinn frá s.I. ári. Var
úrskurður yfirskattanefndar
staðfestur í öllum atriðum og
kaupfélaginu gert að greiða
til hækkunar á útsvari bví
sem upphaflega var kært kr.
V 1 S I K
Fimmtudagur 5. október 1961!
203 þús. Auk þess mun van-
goldinn söluskattur hjá sama
fyrirtæki vera á þriðja hundr-
að þúsund krónur samkvæmit
athugun er fram hefur farið
vegna þess atriðis. Kaupfé-
lagsstjórn, þ. e. meirihluti
hennar, mun nú hafa ákveðið
að láta dómstóla fjalla um
þessi mál sín. ÁÞorbj.
1 Portadown, Norður-lrlandi,
lijá Unidaire Engineering Ltd.,
er farið að framleiða raf-
magnsofna tii híbýlaliitunar,
sem safna raforku á þeim
stundum dags, er taxtinn er
lægri en þegar notkun er mest,
og má svo nota þessar orku-
birgðir, þegar þeirra er þörf.
• „Teresa of Avila“ nefnist nýtti
sögulegt leikrit eftir Hugb'
Ross Wiiliamson, og verður!
frumsýning á því á Dyflinnar-1
hátiðinni (Dublin Festivaf),i
sem framundan er. Með aðal-
hlutverkið fer frægasta Ieik-
kona Bretlands, Dame Sybil
Thorndike.
Taraha Sing,- Sikhaleiðtoginn | sem hann lióf „liungurverk-
aldraði, hætti föstu sinni 1. þ. | fall“ sitt fyrir kröfunum um
m. Hann er 76 ára og var 48 sérstakt ríki, þar sem Punjab-
sólarliringa í hungurverkfall- tunga nyti fullra réttinda.
inu. Það var hinn 15. ágúst,,
Nehru forsætisráðherra hafði
lofað skipim nefndar til at-
hugunar á kröfum Sihka, ef
I Tara Singh hætti föstunni.
:
Þess: mynd af Franco ein-
ræðishei ra á Spáni var tekin
2. þ. m. í Burgos, en þar fóru
frarn Jmggja day hátíðahöld
um mánaðamótin til þess að
minnast sigursins í borgara-
styrjöldinni. I lokaræðu sinni
í Burgos rakti hann framfar-
ir á Spáni í valdatíð sinni og
lagði áherzlu á, að herða yrði
sóknina til Jæss að Spánverj-
ar stæðu jafnfætis öðrum Evr
ópuþjóðum á efnaliagssviðinu
— Athygli vakti, að haim
ræddi ekki horfur á alþjóða-
vettvangi. Hann hvatti mjög
til umbóta og sóknar á sviði
landbúnaðar. — I fyrri ræðu
í Burgos, er hann ávarpaði
herforingja Spánar, vék hann
að varnarsáttmálanum við
Ba"d ’.-íki-i, er undirritaður
var 1953, en í honum er á-
kvæði um framlengingu 1963,
segi hvorugur aðila honum
upp. Minntist Franco stutt-
Iega á nauðsyn endurskoðmi-
ar á sáttmálanum, — að því
er hertækni snerti væru Spán-
verjar á eftir Bandaríkja-
mönnum, og úr því þyrfti að
bæta. Skilja hermálaleiðtogar •
ummæli hans svo, að endur-
skoðunin innifeli, að Spánn
fái nýjustu gerðir vopna til
umráða, kjarnorkuvopn og
eldflaugar.