Vísir - 05.10.1961, Page 7

Vísir - 05.10.1961, Page 7
Fimmtudagur 5. október 1961 VÍSIR 7 Óvenju mikið hefir verið um byggingarframkvæmdir á Siglu- firði í sumar, að’ því er sigl- firzka blaðið Siglfirðingur skýr- ir frá. Það sem hefir verið að gerast þar er m. a. þetta: Lokið er byggingu gagn- fræðaskóla. Langt er komið við- byggingu og endurbyggingu barnaskóla. Yfirbygging sund- hallar er á lokastigi. Þá er í byggingu bókhlaða við Gránugötu, en hún er hugsuð sem fyrsti áfangi ráðhúsbygg- ingar. Þá er hafin fyrir nokkru bygging myndarlegs sjúkra- húss.. Höfðu siglfirzkar konur Að utan - Frh. af R. síðu Byltingarmennirnir í Sýr- landi eru hægrisinnaðir og hlynntir Vesturveldunum. Þeir eru alls ekki neinir stuðningsmenn Serrajs her- foringja, þó svo vilji til að uppreisn þeirra hafi komið rétt á eftir því að hann sagði af sér sem varaforseti Araba- lýðveldisins. Þeir hafa farið mjög varlega í sakirnar, t. d. gefa þeir öllum egypzkum mönnum í Sýrlandi tækifæri til að fara heim aftur án þess að skerða hár á höfði þeirra. Fá Egyptarnir að flytja brott gegnum Libanon og eru þeir nú þúsundum saman að stiga um borð í egypzk skip í Beirut. Skiptar skoðanir. Enginn skyldi ætla, að þessi sýrlenzka bylting sé neinn endahnútur á sýr- lenzlta vandamálinu. Þjóðin skiptist í tvennt, annar hlut- inn vill hafa sjálfstætt Sýr- land. hinn vill sameiningu við önnur Arabalönd og myndun Arabastórveldis. Talið er, að sá hópurinn sé miklu stærri og fjölmennari, sem vill í rauninni samein- ingu við hin Arabalöndin þó eitthvað hafi þeim hóp fækk- að vegna slæmrar stjórnar og yfirgangs Egypta í ríkja- sambandinu. Fylgismenn sameiningar- stefnu Araba eru eftir sem áður flestir úr hópi ungra manna, sérstaklega háskóla- stúdenta. Hefir helzt gætt einhverrar ólgu meðal þeirra eftir valdaskiptin. Hinsveg- ar segja sjónarvottar, að enginn fótur sé fyrir Kairo- fréttum um, að mikil ólga og mótmælafundir séu í höf- uðborginni. 'lagt þeirri byggingu lið, sem I tryggði framgang málsins. Enn er í byggingu byggða- safn, sem verður efsta hæð lög- reglustöðvarinnar. Hafnarbryggjan á Siglufii-ði hefur verið stækkuð að mun og öll endurbyggð. Er hún nú orðin að stærð rúmir 7 þúsund fermetrar. Nú í haust var haldið áfram að steinsteypa nokkrar aðal- götur Siglufjarðar og er þá svo komið, að um 2 km. af götum bæjarins eru orðnar steyptar. Af öðrum framkvæmdum í bænum má nefna, að hafin er bygging mjólkurvinnslu og dreifingarstöðvar sem KEA og kaupfglagið á Sauðárkróki standa sameiginlega að. Var ekki vanþörf á því. Enn stendur til að reisa á Siglufirði nýtt Póst- og sím- stöðvarhús, sem mikil þörf er fyrir og að lokum ber þess að geta, að Síldarverksmiðjur rík- isins hafa fengið heimild til að reisa niðursuðu- og niðurlagn- ingaverksmiðju á Siglufirði. Er fyrirhugað að reisa nú þegar í haust hluta þessarar verk- smiðjubyggingar og telja menn að hér sé stigið fyrsta skref í stórmáli. I ♦ Siglfirðing'ur skýrir frá því, að fólksfjöldi Siglufjarðar hafi farið fækkandi alla tíð síðan 1941. Þá var íbúatalan 3100 manns, en er nú 2680, Tvö þýð- ingarmestu skrefin til að stöðva fólksfækkun og vinna að vexti bæjarins, segir blaðið að sé Strákavegurinn og stofnun nið- ursuðuiðnaðar. Aðalfundur Rauða Kross Islands. Aðalfundur Rauða Kross ís- lands var haldinn í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði laugar- daginn 30. sept. Fundi stjórnaði í fjarveru formanns Þorst. Sch. Thorsteinsson varaformaður, dr. Jón Sigurðsson borgarlækn- ir. Mættir voru 40 fulltrúar úr 17 deildum víðsvegar á landinu. Lögð var fram prentuð árs- skýrsla. í sambandi við hana gat dr. Gunnl. Þórðarson þess, að á si. 7 árum hefði verið stofnuð að meðalta/i ein deild á ári. Nýlega hafa verið stofn- aðar deildir á Patreksfirði með 36 mönnum, og í Ólafsfirði með 47. Kynnt hefir verið lífgunar- aðferð dr. Rubens auk nám- skeiða i Hjálp í viðlögum. Gerðar voru breytingar á lögum félagsins. Þorsteinn Sch. Thorsteins- son baðst eindregið undan end- urkosninu og var dr. Jón Sig- urðsson borgarlæknir kosinn í hans stað. Aðrir í stjórn eru: Guðm. Karl Pétursson læknir, Akureyri. Síra Jón Auðuns dómprófastur. Torfi Bjarnason læknir, Akranesi. Árni Björns- son endurskoðandi. Dr. Gunn- laugur Þórðarson. Óli J. Óla- son stórkaupmaður. Jón Mat- hiesen kaup., Hafnarfirði og Emi] Jónsson, Seyðisfirði. ’Cristján Eld- iárn, þjóð- Tnnjavörður, 'lutti fróðleg- im fréttaauka im fornleifa- ‘undina í ís- endinga- byggðum í Grænlandi og á eftir fengurn við smá skammt frá aðalstöðv- um SÞ í New York. Arnór Sigurjónsson, rithöf- undur lauk loks við ferðasögu sína frá Noregi, og nefndi síð- asta þáttinn, „þar sem að bárur brjóta hval' á sandi“. Greindi hér frá ferð um Naumdæla- fylki, og fengu hlustendur að heyra, auk landslagslýsinga ná kvæmra, getgátur um uppruna skyrgerðar, kafla úr Heims- kringlu, getgátur um skýringu orðs úr kvæði Jónasar, kvæða- lestur, hugrenningar, þá er flytjandi reyndi að forðast að leyfa norskum blaðamanni að eiga við sig viðtal, en blaða- menn kvaðst Arnór forðast sem helvítis eld. Margt fleira var minnzt á og hafði Arnór mik- inn fróðleik að flytja. Það var þó galli á erindinu, að allt þetta efni var flutt meira og mirína i belg og biðu og hefir þár áf leiðandi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum hlustenda. Páll Theódórsson, eðlisfræð- ingur flutti þáttinn um tækni og vísindi. Hann sagði frá ýms- um nýjungum, svo sem radíó og stjörnufræði, ratsjár stjörnu fræði og mikilvægi segulbands Kalli frændi Erfitt að spá um verð frímerkja um áramót. ÞAÐ er ekki einsdæmi, að ís- lenzk frímerki hafi svo skjótt náð margföldu innkaupsverð- mæti sínu á skömmum tíma, eins og Evrópumerkið nú. Árið 1937 var gefin út minn- ingablokk í tilefni af 25 ára konungsafmæli Kristjáns X., hins síðasta konungs Danmerk- ur og íslands. Gefnar voru út 55,000 blokkir, og þegar sala þeirra hófst á útgáfudegi, voru flokkirnar skammtaðar og fengu menn ekki meir en þrjár blokkir hver. Skömmu eftir útgáfudaginn, hækkuðu blokkirnar, sem kost- uðu 2 krónur, upp í 12 krónur og litlu síðar upp í 20 krónur. Þær eru í dag 120 króna virði. Um það hve mikið settið muni kosta t. d. um áramótin taldi heimildarmaður blaðsins sig ekki geta fullyrt. Það færi eftir því hve mikið hinir stærri frí- merkjakaupmenn setja af merkjum í umferð, bæði hér- lendis og erlendis. ins i tækniþróun vorra daga. í lok erindisins kom hann lítií- lega að kjörum sérfræðinga á íslandi, og sagði það nauðsyn- legt, að við nýttum starfs- krafta þeirra betur en gert væri. Sagði hann forráðamenn þjóðarinnar skella skollaeyrun um við kröfum þeirra og sífellt benda á, að lagfæring verði að bíða betri tíma. Póll sagði þessa „betri tíma“ ekki koma fyrr en betur hefði verið búið að sér- fræðingunum. „Vísindi og tækni eru ekki bara fín orð; þetta er maturinn í öskunum okkar“. Með þessum orðum lauk hann erindinu. Þarna fannst mér að Páll hafi nokkuð farið út fyrir verksvið sitt og tekið sér einum of stór orð í munn. Björn Daníelsson, skólastjóri á Sauðárkróki flutti ferðaþátt úr Víðidal. Hann viðurkenndi sjálfur, að nafngift erindisins væri ekki alveg í samræmi við innihaldið, en hann tók til um- ræðu tillögu að lausn vanda margra sveitarfélaga við bygg ingu félagsheimila, skóla og kirkna. Lagði hann til, að þess ar byggingar allar væru sam- einaðar i eina allsherjarsveit- armiðstöð. Tillagan var mjög athyglisverð, en Björn flutti mál sitt sérstaklega skýi't og áheyrilega. Eftir síðari fréttir fengum við óvænt fréttaauka um útföi Hammarskjölds. Hann var hljóðritaður 29. f.m. og sá Sveinn Einarsson um upptök- una. Þetta var vandaður þátt- ur og vel fluttur, en nú á dög- um hins mikla hi-aða þykir það lélegt að geta ekki komið seg- ulbandi milli SVíþjóðar og ís- lands á skemmi'i tíma en 5 dög um. Tónlistin var enn sem fyrr í tormeltara lagi utan hvað und- ir dagskrárlok voru leikin nokk ur danslög. Þórir S. Gröndal. LEIÐRÉTTING. Villur voru undir forsíðu- mynd Vísis í gær af tveimur verðandi heiðursdoktorum og frú annai’s þeirra. Til þess að lesendur blaðsins geti áttað sig á myndinni er rétt að taka fram, að Próf. Johns er til hægri en próf. Turville-Petre til vinstri, en kona hans stend- ur á milli þeii’ra. Viðkomandi eru beðnir af- sökunar á þessum mistökum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.