Vísir


Vísir - 05.10.1961, Qupperneq 2

Vísir - 05.10.1961, Qupperneq 2
VÍSIR Fimmtudagur 5. október 1961 Skothríð í Berlín. Austur-þýzkur lögreglu- maður særðist á borga- mörkunum í Berlín í gær- kvöldi, er vcstur- og aust- ur-þýzkir lögreglumenn skiptust á skotum, meðan gerð var enn ein flóttatil- raun þar, en það voru tveir menn, sem voru að reyna að flýja að þessu sinni. Eltu austur-þý^ku lögreglu- mennirnir þá eftir húsaþökum og skutu á þá af skammbyssum og vélbyssum og náðu öðrum manninum. Vestan markanna fyigdust margir með því, sem IViinning: Ásgeir Sigurðsson Skipstjóri. Þcssi mynd cr hin síðasta sem tekin var af Ásgciri hcitnum Sigurðssyni. Flytur hann hér ræðu sína í hófinu í Stavanger, eftir að hann hafði verið gerður að heiðursfélaga í Norsk- íslenzka-félaginu þar. Sama dag andaðist hann. Ásgeir Sigurðsson. Síðasta förin heimleiðis hafin, hafin út kista fánanum vafin, Ásgeir er borinn um borð, stefnt er á djúpið — til Ölvusárósa, æskunnar stranda og norðurljósa. — Ættland og starfanna storð fagnar nú syni til síðustu dvalar, særinn við Gróttu og Laugarnes hjalar, mild eru móður orð: Velkominn heim af hafinu sonur, hamingja lands og íslenzkar konur eiga ástmögu um borð í íslenzkum skipum á úfnum höfum. alltaf er bjart yfir ferli og gröfum fullhuga er féllu í val. — Velkominn Ásgeir, heill af hafi, fagnar þér land undir fanna trafi á fjöllum, — og frjómold í dal. Á. G. E. gerðist, og viðbúnaður var til að hjálpa mönnunum, ef unnt væri, m.a. höfðu slökkviliðs- menn öryggisnet tilbúið og breiddu það út niðri á götunni og héldu á lofti. Reyndi annar að stökkva niður í netið, en honum misheppnaðist stökkið og beið bana í fallinu. Tveir lögreglumenn á götunni aust- an markanna skutu yfir höfuð fólks sem safnazt hafði saman vestan megin og svöruðu þeir vestur-þýzku skothríðinni. — Félagar hins særða drógu hann burt með sér. Fréttaritarar segja þetta al- varlegasta atburðinn í Berlín síðan kommúnistar lokuðu borgamörkunum. Mæðiveíkin — Framh. af bls. 16 Vísir innti framkvæmdastjór ann eftir því hvort til tals hafi komið að skipta þessu fjár- marga hólfi niður í smærri hólf til að draga úr sýkingarhætt- unni. Sæmundur svaraði því til að um þetta hafi verið rætt af og til síðustu 10—12 árin, án þess að nokkur endanleg niður staða hafi fengizt eða ákvörðun verið tekin, Landslagi er þann ig háttað á þessu svæði að mjög erfitt er að girða af smærri hólf, öðru vísi en að girðingar verði á ýmsum stöð- um undir snjó mestan hluta árs ins, og verða því hvorttveggja í senn ótraustar og endingar- litlar, Landið hefur verið marg skoðað og mikið um skiptingu á því rætt en menn alltaf kom- izt að sömu niðurstöðu, að það sé illframkvæmanlegt svo að fullu gagni komi. Afmælishátíð stúdenta Stúdentar í Háskólanum ætla að efna til mikillar afmælis- hátíðar á 50 ára afmæli skóla síns. Verður hátíðin í Lido á föstudagskvöldið og verður vandað til dagskrárinnar. Það er Stúdentaráð Háskólans sem stendur fyrir hátíðinni og hefst hún með ávarpi formanns stúdentaráðs Ólafs B. Thors. Almennur söngur verður milli skemmtiatriða. Aðgöngumiðar að afmælishá- tíðinni verða seldir í bókasölu stúdenta á miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag og ennfremur í Lido á fimmtudag og föstu- ' dag. Fulltrúaráð — Frh. af 16. s. hannesson og Sveinn Helgason. Að lokum sagði forsætisráðherr ann nokkur orð. Birgir Kjaran, formaður Fulltrúaráðsins, setti fundinn og stjórnaði honum. Hvert sæti var skipað í fund- arsalnum og undirtektir áheyr- enda við ræður frumælenda prýðisgóðar. Engin lán til bilakaupa. í stuttu samtali sem blaðið átti í gær við VW-umboðið, var það réttilega haft eftir tals- manni þess, að útilokað væri að veita kaupendum bíla nokkur lán eða afborgunarskilmála, í svipuðu formi og tíðknst með heimilisvélar. Þetta hefur nokkuð verið rætt í blöðunum undanfarið. — Um svo ólíkar fjárupphæðir og nauðsyniegan lánstíma er að ræða, að útilokað er með öllu að taka upp slíkt fyrirkomulag á sölu bíla. Vissulega væri æski- legt að geta veitt slíka fyrir- greiðslu. — Það er einmitt þessi óskhyggja, sem misskilningnum olli í samtali umboðsins og blaðamannsins. Bjargaðist — Frh. af 16. s. stofu. Þar tóku læknarnir við piltinum og losuðu þeir hendi hans úr gaddavölsunum. Nákvæm rannsókn fór síðan fram á hendinni. Hún. leiddi í ljós að einn fingur hafði brotn- að. Var búið um hann í gibs. Þó hér væri farið óvenjulega að, þá telja menn víst, að ef reynt hefði verið að losa hendi bakaranemans á annan hátt, til dæmis með því að snúa kvörn- inni aftur á bak, myndi hendin hafa stórskaddazt við það. Það mun hafa verið sjálfur bakara- meistarinn Guðmundur R- Oddsson, sem réði því hvernig brugðizt var við er slysið bar að höndum. Bakaraneminn heitir Sigmundur Stefánsson. Bridge. Vctrorstarfsemi Áttahagafc lag' Kjós-verja í bridge hefs miðvikudaginn 11. október Breiðfirðingabúð (uppi) kl. f Ollum heimil þátttaka. Island van Opni flokkurinn: 15. umferð. ísland 4 Sviþjóð 2 (78:73 Belgía 6 Þýzkaland 0 (91:36) Nor. 6 Egyptal. 0 (139:86) Ítalía 6 Líbonon 0 (118:89) Danmörk 6 Spánn 0 (133:39) írland 6 Finnland 0 (103:71) England 6 Sviss 0 (129:68) Frakkl. 6 — yfirseta. Holland 6 — yfirseta. Hausttízkan. SÖKUM mistaka í prentsmiðj- unni Eddu víxluðust síður blaðsins í nokkrum hluta upp- lagsins í gær. Myndirnar af hausttízkunni áttu að birtast á opnunni í miðju blaðinu, en þau mistök voru gerð í prent- smiðjunni að 9. síðan var flutt fram á 3. síðu. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu síðubrengli. Ríkharður — Frh. af 5. s. um að tala um, nauðsyn þess, að aga sjálfan sig. Við vorum að ganga niður af íoftinu. Ég spurði Ríkharð enn- — Hefur þú aldrei verið haldinn kvíða fyrir lands- leik, eða við skulum segja í hinum hörkumiklu úrslita- leikjum á móti KR-ingum um fslandsmeistaratitilinn? — Nei, ekki hef ég fundið til þess; ég hef stundum farið með bæn áður en ég geng til leiks. Við kvöddumst á hlaðinu. — Hver veit nema von þín um að spila fótbolt fram að fertugu eigi eftir að rætast, Ríkharður. Ég þori að full- yrða, að allir taki einlæglega undir þá ósk. — Góða ferð! — Sv. Þ. Fyrir ísland spiluðu Stefán og Lárus Eggert og Sveinn. Kvennaflokkur: 10. umferð. Finnl. 6 ísland 0 (74:53) Noregur 6 Frakkl. 0 (121:88) frl. 6 — Egyptal. 0 (107:72) Svíþjóð 6 Belgía 0 í96:40) England 6 Holland 0 (82:41) Þýzkaland 6 — yfirseta.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.