Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 05.10.1961, Blaðsíða 1
VISIR 51. árg. Fimmtudaeur 5. október 1961. — 228. tbl. Þau tíðindi gerðust á bridgemótinu í Torquay, í 15. umferð, að sveit ís- lands sigraði Svía. — Nú dregur til úrslita þar, 2 umferðir eftir. Hin fyrri verður spiluð í dag og mætir Island þá Líbanon. f síðustu umferð keppa fs- lendingar og Finnar sem ásamt Líbanonmönnum eru meðal neðstu sveita. Sjá nánar um úrslit 15. um- ferðar á bls. 2. Nánast ördeyða hjá togurunum. ÞETTA er stóralvarlegt mál fyrir togarana, sagði Hallgrím- ur Guðmundsson í Togaraaf- a Rússar farnir. í MORGUN spurðist Vísir fyr- ir um ferðir rússneska síldveiði flotans hjá landhelgisgæzlunni. Pétur Sigurðsson, forstjóri, sagði að flotinn væri horfinn af grunnslóðum við landið. — Flotinn mun nú vera kominn austur í haf, en þar heldur flot inn sig venjulega á veturna. greiðslunni í morgun, er blað- ið ræddi stuttlega við hann um aflabrögð togaranna hér á heimamiðum. Þegar togararnir koma inn eftir 13—15 daga úti- vist er aflinn 50—65 tonn. Þá er ekki hægt að tala um afla- brögð. Það er miklu nær ör- deyðu. En svona hefur þetta verið xmdafarið, og er enn. I gær var Pétur Halldórsson hér inni með innan við 50 tonna afla, og í morgun kom Freyr inn með 50 tonn. Það sjá allir, að undir slíkum kringumstæðum er nær ógerningur að halda skipum úti til veiða. Erlendi markaðurinn er mjög ótryggur og togararnir verða að ná góðum sölum, ef útgerðin á ekki að bera skarð- an hlut frá borði. í MORGUN skutust ljósmynd- ari og blaðamaður frá Vísi vestur í Sundlaug Vesturbæj- ar, til að sjá hvernig verkinu miðar. Þegar þeir komu að laug inni sáu þeir að vatn var kom- ið í hana ög fengu þeir fljótlega að vita, að ofsnemmt væri að skjótast eftir sundskýlu og handklæði, því verið væri að prófa laugina og eingöngu kalt vatn í lauginni. En þeir sem þekkja vel til sögðu, að þess myndi nú skammt að bíða úr þessu, að sundlaugin yrði opn- uð fyrir almenning. í kjallara búningsklefanna er hið flóknasta vatnskerfi fyr ir sundlaugina, ásamt hreinsi- tækjum. í þau var verið að setja sand, sem hreinsar vatn- ið, en það er gert þrisvar á sól- arhring. Þessi tæki eru sögð mjög fullkomin. Þar niðri eru líka hitunartæki, sem hita upp flísalögnina umhverfis laugina svo þar myndist ekki ísing. Laugin sjálf verður þannig útbúin; að úr gluggum undir vatnsborðinu er hægt að sjá um alla djúpu laugina. Er af þessu hið mesta öryggi. Auk þess geta þjálfarar leiðbeint sundmönnum, t.d. þegar þeir eru að æfa sig í að snúa við og spyrna sér frá vegg. Það* var Erlendur Ó. Péturs- son, hinn góðkunni íþrótta- frömuður, sem hratt hugmynd inni um sundlaug Vesturbæjar af stað, með því að hefja fjár- söfnun í því skyni. Verður þessi sundlaug Vesturbæinga mjög glæsileg. Til gamans má geta þess að hún mun þurfa um 3 sektl. af vatni við há- marks vatnsþörf og í lauginni eru um 700 tonn af vatni þeg- ar hún er full. Þrjú ný rækju svæði fundin. Járnsagarblaðinu var smyglað til fangans í GÆRKVÖLDI tókst ungum gæzlufanga að strjúka úr Stein- inum. Kom í ljós, að hann hafði sagað í sundur rimla fyrir glugg anum á klefanum. Hann var handtekinn skömmu síðar. Maður þessi, sem er ungur að árum, hefir komið mjög við sögu í sambandi við hvers- konar lögbrot og ofbeldisverk. Hann heitir Jóhann Víglunds- son. Var honum sleppt í júlí- mánuði í sumar út af Litla- Hrauni. Hann hefir síðan hvað eftir annað verið handtekinn í sambandi við innbrot, þjófnaði, rán og fleira, Er hann talinn einn allra harðsvíraðasti af- brotamaður, sem lögreglan hér í bæ kemst í kast við. Fullvíst er talið, að járnsag- arblaði hafi verið smyglað inn til Jóhanns, og með því hafi hann sagað rimlana sundur. Þetta gerðist um klukkan 9 í gærkvöldi. Nokkru síðar fóru rannsóknarlögreglumenn á vett- vang. Þeir höfðu fljótlega hend- ur í hári mannsins. — Var hann þá búinn að ná sér í verkfæri og hanzka. Var þá ekkert að vanbúnaði til innbrota, enda mun það hafa verið tilgangur- inn. Var komið með' Jóhann upp í Stein aftur um miðnætti í nótt er leið. - INGVAR Hallgrímsson, fiski- fræðingur, segir frá því í síð- asta hefti af Ægi, að þrjú svæði hér við land, Skagafjarðardjúp, Axarfjörður og Seyðisfjarðar- djúp séu líkleg rækjuveiða- svæði og beri brýna nauðsyn til að kanna þau nánar ineð það fyrir augum að hefja rækjuveiðar þar. Ennfremur telur hann líklegt, að veiða megi rækju á nokkrum úthafs- svæðum svo , sem Halamiðum, Hornbanka og Strandagrunni. 25 millj. kr. Rækjuveiðar við ísland gefa nú þegar í útflutningsverð- mæti um 25 milljónir króna og kveðst Ingvar ætla að þær eigi eftir að aukast til muna frá því sem nú er og geti orðið góð búbót fyrir bátaútveginn á nokkrum stöðum. Þetta er niðurstaðan af rann sóknum Ingvars í sumar, en hann fór umhverfis landið á vélbátnum Ásbirni frá ísa- firði í rannsóknarferð. Hófst leiðangurinn frá ísafirði 8. júlí og lauk þann 7. ágúst. Tog- að var fyrir rækju í 87 stöðum, aðallega norðan lands og aust- an. Víðast hvar varð vart við rækju eða á 56 stöðum af 87, en magn hennar víðast hvar lítið. Lítið á Húnaflóa og Eyjafirði. Húnaflói var talsvert kann- aður, en þar var lítið um rækju. Einnig var lítið að finna á Eyjafirði. Þó er auðvitað ekki loku fyrir það skotið að rækja geti verið þar á öðrum tíma. Beztu svæðin reyndust vera Skagafjarðardjúp, Axarfjörður og Seyðisfjarðardjúp. Á síðast- nefnda staðnum var mjög stór rækja, en togbotn mjög slæm- ur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.