Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 2
VÍSIR Laugardagur 7. október 1961 3 r i i rDr= \ l! Li— ir?_ =i r r i 1 i 1 f LOKAUMFERÐUM Evr- ópumeistaramótsins í Torquay vann ísland Finnland, en tapaði í síðustu umferð mótsins fyrir Libanon. Hlaut sveit íslands 67 stig og hreppti 7. sætið. Af Norðurlöndum urðu Danir hlut- skarpastir, komust í 3. sætið með 78 stig og Norgur í 5. sæti með 70 stig. Sigurvegarar mótsins urðu Bretar, er hlutu 87 stig og í öðru sæti Frakkland með 82. Ítalía 4. 71 stig, í 6. sæti, á eftir Noregi, kemur Sviss með 68. — Síðan kemur ísland og 8. Sví- þjóð með 60 stig, 9. Egyptaland, 49 stig, Þýzkaland er í 10. sæti með 47 stig, Holland í 11. sæti, jafnmörg stig, 12. írland 45, 13. Spánn 42 stig, 14. Belgía 40 stig, 15. Libanon 31 stig og í 16. sæti Finnland 26 stig. í kvennaflokkum urðu Bret- ar einnig sigurvegarar með 57 stig. Þar rak ísland lestina, í 11. sæti með 14 stig. Næst á eftir Bretum komu sænsku Endurbætur að Hálogaiandi. Forustumenn íþróttabanda- lags Reykjavíkur kölluðu blaðamcnn á sinn fund í gær og var tilefnið endurbætur, sem gerðar liafa verið á íþrótta húsinu við Hálogaland. fþróttahúsið er reist af Bandaríkjaher árið 1942, en Í.B.R. keypti húsið 1945. Nú sjðustu árin hefur cinhver íþróttastarfsemi í húsinu verið frá því kl. 8 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, alla daga vik- unnar, Skólar í nágrenni hússins fengu afnot af því árið 1956 og hafa haft þar aðstöðu síðan. Þetta hús var í fyrstunni reist sem algjört bráðabirgða- húsnæði og má geta þess, að þegar Í.B.R. keypti húsið árið 1945 var húsinu ekki ætlað að standa nema 10 ár í viðbót, en Gísli Halldórsson, formaður Í.B.R. kvað íþróttamenn nú sjá hilla undir það; að nýtt hús verði tekið í notkun. Fyrsta stór'endurbótin á hús- inu fór fram 1956 og síðan hef- ur f.B.R. varið 100 þúsund krónum til viðhalds annaðhvert ár. Síðastliðinn vetur var keppt alls 90 kvöld á Hálogalandi og þangað komu um 18 þúsund áhorfendur, og íþróttamenn, sem þar stunduðu æfingar eða kepptu, voru 52 þúsund. Þær endurbætur, sem nú voru gerðar á húsinu eru eink- um, að áhorfendapöllum hefur verið breytt og eru nú eintóm stæði í húsinu, enda voru gömlu bekkirnir ekki orðnir hættulausir, auk þess sem að undir þeim var mjög erfitt að þrífa. Einnig hefur verið sett upp mjög hagkvæm blaða- mannastúka og ennfremur verið komið upp sjálfvirkri símaþjónustu, sem mun skýra frá úrslitum Ieikja, eftir að starfsmenn cru farnir úr hús- inu. Þá hefur húsið allt verið málað að innan. Er að þessum framkvæmdum mikil bragar- bót, en vonandi þurfa íþrótta- menn og unnendur íþrótta ckki að bíða nema örfá ár enn eftir hinu fullkomna íþróttahúsi í Laugard^I. B1913 leikur við Real Madrid í Evrópukeppninni. Þegar dregið var í aðra um- ferð Evrópukeppninnar fékk danska liðið B-1913 enga aðra andstæðinga en meistarana frá ■Real Madrid. Danirnir settu met í fyrstu umferð, þ. e. slógu keppinaut sinn út með mestum marka- fjölda 15—2 (6—0, 9—2) og Spánverjarnir segjast síður en svo vanmeta þá. Til marks um það, hafa þeir sent einn af mönnum sínum til Danmerkur til að horfa á B-1913 leika og sjá getu þeirra. Real sló út ungverska liðið Vasas í fyrstu umferð, en B-1913 Spora frá Luxemburg. konurnar með 48 stig og í 3. sæti var írland með 44 stig. Opni flokkurinn. 16. umferð: Libanon 6 st., ísland 0 (100:78) Holland 6, Svíþjóð 0 (86:63) Egyptal. 3, Þýzkal. 3 (104:102) Danmörk 5, Noregur 1 (84:69) England 5, Spánn 1 (96:76) Frakkl. 6, frland 0 (155:79) Finnland 4, Ítalía 2 (95:91) 17. umferð: fsland 6, Finnland 0 (100:44) Svíþjóð 6, Belgía 0 (118:39) Libanon 6, Holland 0 (124:20) Danmörk 6, Þýzkal. 0 (101:75) Noregur 6, England 0 (94:53) Frakkland 6, Ítalía 0 (105:81) Spánn 3, Sviss 3 (98:96) í kvennaflokki 11. umferð: Egyptal. 6, ísland 0 (118:48) Frakkl. 6, Finnland 0 (170:78) Belgía 5, Noregur 1 (77:65) England 6, frland 0 (93:50) Þýzkal. 6, Svíþjóð 0 (117:76) ÖrBagaríkir dagar ffyrir Harald Nielsen. Enn er Harald Nielsen í fréttunum. Að vísu hafa dönsku blöðin stöðugar gætur á honum og tilkynna lesendum sínum dyggilega hvað hann aðhafist frá morgni til kvölds, frá degi til dags. En nú er alvara á fei-ðinni. — í fyrsta leik sínum með Bologna í Ítalíu skoraði hann mark, án þess að gera mikið meira, en markið nægði til þess að Danir sæju ástæðu til að slá því upp mcð stærsta letri sem enn hefur sézt í tlönsku pressunni. Þrátt fyr- ir fleiri mörk við og við, hafa forráðamenn Bologna ekki verið jafn ánægðir með Nielsen og landar lians, og nú hafa þeir sett hann út úr fyrsta liðinu og allar líkur benda til þess að hann verði seldur innan skamms. Framlína Bologna héfur síð- ur en svo staðið sig í ,,stykk- inu“, og hefur því félagið hug á að kaupa þýzka landsliðsinn- herjann Haller. Þar sem fyrir eru þrír útlendingar hjá Bo- logna, verður að selja einn þeirra, því eins og kunnugt er er hverju félagi aðeins leyfilegt að hafa þrjá erlenda leikmenn í liði sínu. ■ Samkvæmt ummælum þjálf- ara liðsins er líklegast að Har- ald verði fyrir valinu. „Nielsen hefur mjög mikla hæfileika og verður eflaust með tímanum mikill og góður knattspyrnu- maður“, segir hann, „en hann er enn þá aðeins unglingur og of misjafn til þess að hægt sé að treysta á hann.“ Sá sem einnig kemur til greina með að vera seldur er Vinieio, sem leikur einnig mið- herja en hann er traustari leik- maður og meira leikandi en Nielsen. „Heimsókn forseta ómet- anleg fyrir þjóðræknistarfíÓ segir Richard Beck prófessor. EINN þeirra fræðimanna, sem Háskóli íslands heiðrar á 50 ára afmælinu með nafnbót heið- ursdoktors er dr. Rochard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskól- ann í Norður-Dakota, þar sem hann hefir kennt í 32 ár. Nú cr hann kominn heim í fimmta sinn síðan hann fór utan til náms og settist síðan að í Vest- urheimi. Þau hjónin hafa hér aðeins vikudvöl að þessu sinni. Prófessorinn lét í ljós fögnuð yfir lausn handritamálsins, en harmaði, að ekki skyldi hafa getað orðið af afhendingu nú í sambandi við afmælishátíð Há- skólans. Þá gat hann ekki orða bundizt um það, hve vel hefði tekizt heimsókn forseta íslands til Kanada, sem verið hefði sig- urför frá upphafi til enda, hún hefði • verið framúrskarandi landkynning, um hana skrifað dag hvern í hundruð blaða og ekki hefði heimsókn þjóðhöfð- ingja til Kanada fyrr vakið aðra eins athygli, nema heim- sókn Elísabetar Bretadrottn- ingar ein. Þá væri heimsóknin ólýsanlega mikilvæg frá þjóð- ræknislegu sjónarmiði. íslend- ingar hefðu hundruðum saman farið langar leiðir til að heilsa forseta, enda fyrsta sinn, sem þjóðhöfðingi íslands heimsækti fslendingabyggðir vestra. Það var stjórnarnefnd Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi sem skipulagði ferðir forseta um byggðirnar. Richard próf., sem er forseti félagsins, flytur kveðju frá því á Háskólahátíð- inni, „ég er með fangið fullt af kveðjum“, sagði hann„ og einn ig fyrir hönd háskólarektors síns, en Richard er forseti tungumáladeildar háskólans, þar sem eru 14 prófessorar og 1590 stúdentar. Verk dr. Richards eru svo kunn, að ekki gerist þörf að rekja þau að sinni. Með hon- um er nú kona hans, og eru þau nýgift og í einskonar brúð- kaupsferð um leið. Hún heitir Margrét Brandsson, fædd og uppalin á Kyrrahafsströnd Kanada, en foreldrar^Jiennar bæði fæddir í Mýrdalnum. Frú Margrét fluttist ung til San Fransisco, þar sem hún fékk háskólamenntun einnig í mynd listarskóla, og hefir um mörg ár kennt m.a. listfræði við mið skóla þar í borg. Hún hefir kom ið hingað áður, var hér árlangt 1953—4 og sótti þá m.a. fyrir- lestra við Háskóla íslands. Ricliard Beck prófessor og Margrét lcona hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.