Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 07.10.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. október 1961 . 11 VÍSJR Ástin sigrar allf • Wary Burchell. 39 Ekki eitt orð um Dredu. Ekki eitt orð um Oliver. — Heyrið þér, nú skulum við koma og fá okkur eitt- hvað að borða, sagði Lamm. — Ég er glorhungraður og mér er ómögulegt að borða einn. — Því miður get ég það ekki. Ég verð að flýta mér heim til drengsins míns. — Til. . . hvers, segið þér? En góða . . . þ ánáum við í bíl. Innan stundar sat hún hjá honum í leigubíl. — Segið mér nú frá öllu saman, sagði hann vingjarn- lega. — Ég hafði ekki hug- mynd um að þér hefðuð eign- ast bam. — Nei, enginn veit um það nema Carol. Ég á við: Oliver veit ekkert um það. — Ég skil, sagði hann hægt. — Þér segið honum von- andi ekki frá því, sagði Erica. — Auðvitað ekki, sagði hann alvarlegur. — Það verð- ur að vera alveg eins og þér óskið. Eftir nokkra þögn bætti hann við: — Ég vona að yð- ur finnist ég ekki vera nær- göngull þó ég spyrji hvernig þér komist af. Mér finnst ég vera svo mikill kunningi yðar að ég megi hafa áhyggjur af yður, og mig grunar að þér eigið erfiða daga. — Nei, ég á alls ekki erf- itt, sagði Erica áköf. — Ég bý með Carol — ungfrú Shawn. Þér munið eflaust eftir henni. Þið hittust i brúð- kaupinu okkar. — Já, ég man vel eftir henni. — Við búum saman. Og ég vinn á barnaspítala og fæ að hafa Buhny með mér þar á daginn. Bunny — það er drengurinn minn, bætti hún við. — Ég skil, sagði Lamm aftur. — Og hve gamall er Bunny ? — Hálfs fimmta mánaðar. Langar yður til að — sjá hann? — Ég hefði mjög gaman af því, sagði hann hlýlega. — Má ég koma og sjá hann núna? — Já, ef þér viljið. — Mig sárlangar til þess, ég segi yður það satt. — En ætluðuð þér ekki að létta yður upp eftir hljómleik ana? sagði hún. — Ég hélt að þið gerðuð það alltaf . . . Hann hló. — Hver haldið þér eiginlega að ég sé ? Smér- tenór? Erica gat ekki stillt sig um að brosa, en þau sögðu ekki meira fyrr en þau voru komin á leiðarenda. Þau stigu úr vagninum og hann borgaði ökugjaldið. Svo gengu þau saman inn um þröngt hliðið. Hún fann með sér að það væri dálítið skrýt- ið að bióða manni eins og Chester / Lamm inn svona seint. Og nú mundi hún allt í einu að aldrei hafði hún boðið Oliver inn í gömlu íbúð- ina meðan þau voru trúlof- uð. En það var einhvern veg- inn allt öðru máli að gegna með Lamm. Carol kom út í ganginn þeg ar hún heyrði að lyklinum var stungið í skráargatið. — Halló, Erica, Bunny hef- ur verið sannkallaður engill. . Hún þagnaði þegar hún sá Chester Lamm í ganginum. — Ég bauð hr. Lamm að koma heim með mér, sagði Erica rólega. — Hann lang- ar til að sjá Bunny, og hann er glorhungraður. — Nei-en . . byrjaði Lamm. — Það mun eiga að skilj- ast þannig að fyrst og fremst er hann svangur og svo vill hann sjá Bunny á eftir, sagði Carol brosandi og tók í hönd ina á honum. Svo sneri hún sér a ðEricu: — Mig minnir SKYTTIJRIMAR ÞRJ IQ R 94 að þú segðir að þú ætlaðir ekki að leiksviðsdyrunum. — Nei, eh ... ég bara ... — Við hittumst af tilvilj- un fyrir utan hljómleikahús- ið, sagði Lamm rólega. — Ég ætlaði að fá haná til að borða kvöldverð með mér, en hún sagðist verða að flýta sér heim til barnsins síns. Og þá sagði ég vitanlega að mig langaði mikið til að sjá hann bunny hennar, — og hér er ég þá kominn. — Það er bezt að þú sýnir honum viðundrið meðan ég hugsa um matinn, sagði Car- ol. — Ég vona að yður þyki góð egg, herra Lamm, því að ég verð að bjóða yður þau, í einhvers konar dularbúningi. — Ég er sólginn í egg — í alls konar myndum, sagði Lamm alvarlegur, en Carol fór hlæjandi fram í eldhúsið. — Kannske þér viljið sjá hann sofandi? spurði Erica og fór hjá sér. — Já, þökk fyrir, sagði Lamm og hún fór með hann inn í litla herbergið, þar sem Bunny svaf. Bunny svaf vært, búldu- kinnarnar voru rjóðar og hár ið lá í liðum á höfðinu. — Ég hef ekkert vit á böm um, sagði Lamm, — en mér finnst hann líta Ijómandi vel út. Bunny geispaði og opnaði augun. — Var það ég sem vakti hann? spurði Lamm afsak- andi. — Nei, hann vaknar alltaf um þetta leyti því að þá er hann þveginn, sagði Erica. — Augun eru alveg eins og í Oliver, sagði Lamm. — Já, ég veit það, sagði Erica rólega. — Ég tek eftir því hvenær sem hann lítur á mig. Hún lyfti drengnum úr rúminu og hann horfði for- viða á ókunna manninn. Bun- ny var ekkert hræddur við ókunnugt fólk, því að það dáð ist alltaf að honum. — Þetta er ljómandi fal- legt bam, sagði Lamm hrif- inn. — Nú skuluð þér,jfara inn til Carol meðan ég þ’væ’ hon- um, sagði Erica. Og hún,fór að íhuga hvort það hefðfein- göngu verið út af Bunny,' sem Lamm hafði tekið,boð- inu um að koma heim með henni, svona þakksamlega. Að minnsta kosti var hún inni hjá Bunny eins lengi og hún gat, svo að þau Carol gæti verið saman í næði. Lamm stóð upp þegar Er- ica kom inn til þeirra. — Ungfrú Shawn segir að ég verði að koma hingað oft- ar, ef þér leyfið það, sagði hann. — Svo að nú ætla ég að biðja yður um leyfi strax. — Auðvitað megið þér koma oftar, sagði Erica strax En hún var ekki alveg viss um hvort þetta væri ráðlegt. Lamm hitti eflaust Oliver öðru hverju, svo að það var kannske hollast að þau sæj- ust ekki oft. — Kannske væri eins gott að tala út um þetta, sagði Carol með venjulegu hispurs- leysi. Og Erica var henni þakklát fyrir. Lamm áttaði sig ekki al- mennilega á þessu og Ericu fannst réttast að gefa skýr- inguna sjálf. — Það er út af Oliver, eins og þér kannske skiljið, sagði hún hægt. — Ég veit ekki hve mikið þér vitið. — Það er nú ekki mikið. Ekki nema að þið eruð skil- in. — Já, en það er þannig til komið að ég fór frá honum. Hann veit ekki hvar ég er og hann veit ekkert um Bunny. Mér er illa við pukur, en ég þoli blátt áfram ekki að byrja á nýjan leik. — Ég skil það, sagði Lamm og leit vinalega á hana Hann vissi áreiðanlega hvað Richelieu varð djúpt hugsi um stund og reif síðan bréfið í tœtl- ur. „Það er úti um mig“, hugsaði d’Artagnan, „en hann skal fá að sjá, að aðalsmaður deyr með sóma". ,,Ég hef tekið bréfið frá yður", sagði kardínálinn, „hér er annað i staðinn. Það er óútfyllt skipunarbréf i embætti liðsfor- ingja í skyttuliðinu, en þér verðið ekki í vandræðum með að velja mann i stöðuna". D’Artagnan tók hikandi við skjalinu og kastaði sér því næst á kné. „Yðar tign", stamaði d’Artagn- an. „Ég á ekki skilið þann heiður, sem þér nú hafið sýnt mér" „Þér eruð vaskur drengur", sagði kardínálinn. og hugsaði ti) þess, hversu glæsileg framtíð hlyti að bíða þessa 21 árs gamla ung- mennis, og hvílík not mætti hafa .af vitsmunum hans og hugrekki. Síðan kallaði hann hárri röddu: „Rochefort!" Greifinn, sem án efa hafði staðið á hleri, gekk sam- stundis inn „Hr. d’Artagnan er nú vinur minn", sagði Richelieu. ,.Et yður er k^rrt að halda höfð- inu, þá sættist við hann" Roche- fort og d’Artagnan fétlust t faðma en ekki sérlega sannfærandi Ri- chelieu gaf þeim auga um leið og hann opnaði hurðina fram i gang- inn. Mennirni t.veir brostu, þrýstu hönd hvors annars og kvöddu hans tign. K V I S T — Ég vUdi aðeins taka það fram, að þetta er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.