Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 4
4 V í S I R Mánudagur 23. október 19öl Nei, yfirstéttin á íslandi verður okkur aldrei þránd- ur í götu, henni munum við vinda upp á litlafingurinn. Sjáðu til, á Fróni látum við íhaldsdraslið sjálft gera skítverkin, grafa undan sér grunninn, saga greinina, sem það situr á. Það er flest heldur illa upplýst, svo að við teljum því bara trú um, aS allt gáfað og menntað fólk hljóti að hallast að því, sem við höldum fram, þá fylgir það okkur gegnum þykkt og þunnt. Einkum höfum við þó óbilandi stuðning snoppufríðra smá- borgaradætra, sem giftzthafa nýríkum íhaldsbröskurum eða duglegum framsóknar- mönnum. Þær vilja umfram allt vera nýtízkulegar heimskonur, og þær eru alltaf tilbúnar að selja sál sína fyrir það eitt að sjá nafnið sitt á prenti. Við þurfum ekkert ann- að fyrir að hafa en beina þeim á rétta braut og stjórna þeim á bak við tjöldin, þá keppast þær við að stofna alls konar félög, sem starfa á okkar vegum, eins og t.d. „Friðar- og frelsisklúbb ís- lenzkra kvenna“, „Menn- ingarsamtök framfarasinn- aðra eiginkvenna á fslandi“ — og gera yfirleitt fúslega allt, sem við getum notað þær til. — Nú, eiginmenn- irnir eru fegnir, meðan ljúf- urnar hafa eitthvað annað fyrir stafni en að halda fram hjá, og eru þeim.þá eftirlát- ir um undirskriftir á blöð, sem við höfum búið út, og önnur smávik í þágu nýja tímans. Sjálfir hafa þeir engar skoðanir í menning- armálum og þekkja t.d. ekki bókmenntir og listir nema af heldur leiðinlegri af- spurn. — Jæja, þú skilur sjálfsagt, hvað ég er að fara: Það er engin frágangssök að skipuleggja almenningsálit- ið með svona efnivið. Og þú mátt treysta því, að við kunnum að fara með hann; við erpm ekki alveg blank- ir í sálfræðinni, skaltu vita. Nú, auðvitað sykrum við svolítið fyrir íhaldið beisk- ustu pillurnar, meðan það er að gleypa þær, en' síðan, karl minn, síðan herðum við smám saman á. Það getur í byrjun orðið svolítið taf- samt að glíma við skelegga baráttumenn, sem hafa þor og þrek tii raunverulegrar andstöðu. En þeir eru ekki margir, og fólkið er af nátt- úrunni á móti „brautryðj- endum“, mönnum, sem allt- af eru að reyna að vekja það og vilja ekki leyfa því að jórtra í friði. Þess vegna búum við til formúlu, sem gerir því kleift að móka áfram í fullkomnu andvara- leysi: Ofstækismaður! Menn, sem vilja ekki ast upp, eru fortakslaust fullir af of^tæki; þetta er kannske vel meint hjá þeim, en. þá vantar.alla sveigju og tilhliðrunarsemi, þeir sjá ekki annað en svörtu hlið- arnar á öllu, og skynsamt fólk nennir alls ekki að hlusta á þá. — Og taktu eftir: það verðum ekki sem segjum þetta, heldur borgararnir sjálfir — skipu- lagt almenningsálit, félagi góður, og öruggt sem dauð- inn. Eins látum við borgarastéttirnar bera okk- ar menn fram til frægðar og gengis, en eyðileggja þá fáu, sem eru svo óforsjálir að styðja íhaldið. Við látum borgarana japla á stöðugu hrósi um þá menn, sem okk- ur fylgja, en hina gerum við á sama hátt hlægilega og fyrirlitlega í augum alþjóð- ar“. Ég reyndi að hreyfa and- mælum, því að mér blöskr- aði ósvífnin: „Þótt ykkur tækist að kúga og eyðileggja alla núlifandi andans menn", sagði ég; „þá munu forn- bókmenntirnar og klassíkin verða ykkur óþægur ljár í þúfu“. Félagi N.N. velti vöngum og brosti, eins og menn brosa að barni. — „Dettur þér í hug, að við höfum ekki séð fyrir því! Meðan við er- um að koma upp okkar eig- in bókmenntum, afgreiðum við fornsögurnar á sama hátt og andstæðinga okkar, skopstælum þær og gerum gys að þeim, sýnum og sönn- um, að þær séu ekkert ann- að en ógeðslegir reyfarar um blóðsúthellingar og mann- víg, sem öllum er skaðlegt að lesa. Og vertu viss, áður en langt um líður, mun fólk skammast sín fyrir að eiga þær í hillum sínum. Auð- vitað eru menntamenn okk- ar ekki á eitt sáttir um þetta atriði, en við getum ekki tekið tillit til þess; allt verður að víkja, sem á ein- hvern hátt stendur í vegi fyrir nýja tímanum. Þjóð- skáldin gömlu látum við gleymast, nema eitt eða tvö, sem við hefjum til skýjanna ásamt okkar skáldum; það er heppilegt til að slá ryki í augu fólks — þú skilur sjálfsagt, hvað ég á við. Jón- as hefur þegar orðið fyrir valinu, heyri ég; hann er það góður, að enginn þorir að andignast við honum, en Framh á hls. 10. Úr hinni nýju bók Kristmanns Guðmundssonar — Hér kemur niðurlagið. HUSIÐ VERÐUR REIST FYRIR YÐUR HVAR SEM ER I BYGGÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.