Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1961, Blaðsíða 16
VISIR Máaudagur 23. október .1961 Myndsjáin í dag I Myndsjánni á bls. 3 eru svipmyndir frá Lands- fundinum í gær. STORSPRENGJA RÚSSA SPRENGD Þessi mynd er tckin af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskup í prédikunarstól Neskirkju á sunnudaginn, þar sem hann messaði við upphaf hins almenna kirkjufundar sem hófst í gœr. Fjöl- menni var við guðsþjónustu hins aldna kirkjuhöfðingja og hlýddu kirkjugestir með athygli á ræðu hans, en vígslubiskup lagði út af guðsspjalli dagsins, sem skrifað stendur í Jóhannes- ar guðsspjalli 4. kap., versi 46—54. (Ljósm. Vísis I.M.) Allar horfur eru á að snemma í morgun hafi Rússar gert alvöru úr þeirri hótun sinni að sprengja stærstu kjarnorkusprengju, sem nokkru sinni hefur verið sprengd. Geislun frá sprengju þessari mun verða mjög mikil. Jarðfræðistofnunin í Uppsöl- upi í Svíþjóð tilkynnti í dag, að hún hefði mælt kl. 7.30 í morg- un jarðhræringar sem bentu til þess að gífurlega stór kjarn- orkusprengja hefði verið sprengd skammt frá Novaya Zemlja í Norður-Isafinu. Er varla nokkur vafi talinn leika á því, að hér sé um að ræða stórsprengju þá, 50 megatonna, sem Krúsév hótaði fyrir nokkru að sprengja. Bíða menn þess nú með ugg, að geislunaráhrifanna frá henni fari að gæa um allan heim. Bretar hætta við Salk-bóiuefnið. Brezk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta við notk- un Salk-bólucfnisins gegn löm- unarveiki sem mest hefur verið notað til þessa. Ákvörðunin var tekin í sambandi við faraldur- inn í Hull og þar er Sabin-efnið notað, en því er ekki sprautað heldur tekið inn. Vísir sneri sér til Jand læknis, dr. Sigurðar Sigurðs sonar í morgun og spurði hann, hvernig íslenzk heil brigðisyfirvöld litu á á kvörðun Breta að taka Sabin bóluefnið fram fyrir Salk bólucfnið. Landlæknir sagði að Sab- 4- Gleðidagur fyrir dreng, sem fæddur er í torfbæ. Hvernig er að vera heiðurs- borgari? spurði ég séra Bjarna Jónsson vígslubiskup á sunnu- dagskvöldið, er ég átti sem snöggvast tal við hann. — Það var ekki á honum að sjá, að hann hefði á laugardaginn haft fullt hús af'gestum á áttræðis- afmæli sínu, frá því árdegis þann dag og fram á nótt, í hinu vistlega heimili sínu, tekið sunnudaginn snemma og flutt guðsþjónustu íNeskirkju klukk- an 11, við upphaf hins almenna kirkjufundar. Og séra Bjarni hafði nauman tíma til blaða- samtals, því hann var að fara í heimboð til vina. Það lagði blómailm um stof- urnar í Lækjargötu 12 B. Þetta er sumaraukinn, sagði hann. Á einu borðinu var fjallhár bunki af heillaóskaskeytum, hvaðan- æfa af landinu bárust honum heillaóskir., Spurningunni, sem ég lagði fyrir hinn virðulega kirkjuhöfð- ingja, svaraði hann eitthvað á þessa leið: Ég er mjög þakklát- ur fyrir þennan heiður, sem mér finnst óverðskuldaður. En ég finn ekki, að orðið hafi nein breyting á. Það gladdi mig að kjör mitt varð ekki pólitískt mál innan bæjarstjórnarinnar og að allir bæjarfulltrúarnir 15 að tölu, stóðu að því. Nei, ég hef ekkert breytzt, — frekar en Lækjargatan frá því í gær. Þetta var mikil gleði og hátíðis- dagur fyrir dreng, sem fæddur er í torfbæ í Vesturbænum. Hve mörg skeyti fékkstu? Ég skal segja þér nokkuð, að statistik hef ég ekki á hrað- bergi. — Þau eru mörg, og hing- að á heimili okkar kom mikill fjöldi vina okkra. Ég hef stund- um verð spurður að því, hve in-bóluefnið hefði verið not- að af tiltölulega fáum þjóð- um fram að þessu og hefði1 verið álitið að það væri á tilraunastigi. Þó sagði hann að fleiri og liefðu verið að komast á þá skoðun að það væri heppi- Iegra en Salk-efnið og kæmi því ekki á óvart þó stórþjóð í Evrópu tæki það upp. — Ég hefði þó búizt við, sagði dr. Sigurður að Bretar hefðu beðið með að taka ákvörðun þar til Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin tæki afstöðu í málinu. Síldin o£ imá í §amningana. Síldveiði er enn lieldur treg, 100—400 tunnur á bát yfir-| Ieitt, en Höfrungur II. og Sig- rún fengu mest nú í síðasta róðri, 450 tn. hvort, og veiðist síldin aðallega út af Jökli. Ekki er síldin í rauninni smá, en samt fullsmá fyrir samn ingana, því að Rússarnir vilja hafa hana af þeirri stærð, sem þarf ekki nema 3—700 til að fylla tunnu, en af þessari þarf 7 —900 í tunnu. Bezt væri, ef hún væri af stærðinni 500 í tunnu. Hér eru um tíu bátar byrjaðir veiði, þar af tveir aðkomubátar og verða ekki fleiri, Anna og Sigurður frá Siglufirði, og salta eigendurnir sjálfir af bátunum. Síldin, sem borizt hefur á land, hefur ýmist verið söltuð eða fryst. mörg börn ég hafi skírt. — — Já, hve mörg hefurðu skírt? — Þú gætir eins farið hérna til skólabróður míns og vinar Ólafs Þorsteinssonar og spurt hann hve margar læknisaðgerð- ir hann hafi gert á æfinni. — Séra Bjarni, ratar þú um alla Reykjavík? / — Nei, ekki um nýju hverf- in. — Ég rata um Vesturbæinn og það læt ég mér nægja. Nú kom frú Áslaug Ágústs- dóttir inn til ,okkar, ferðbúin. Séra Bjarni lagði fyrir mig gestabókina. Hún hefur að geyma nöfn hundruð afmælis- gesta þeirra hjóna á laugardag- inn, en á fremsta blaði í bók- inni eru nöfn fbrsetahjónanna á Bessastöðum. — Þú hefur vakað langt fram á nótt, séra Bjarni? — Ég fór að sofa klukkan hálf tvö, vaknaði í morgun klukkan 8, og svo fór ég í kirkju. Það hefur aldrei orðið messufall hjá mér. Sv. Þ. n

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.