Vísir - 24.10.1961, Page 5

Vísir - 24.10.1961, Page 5
Þriðjudagur 24. október 1961 V í S I R 5 Hvaö segja menn usn í gær brugðu blaðamenn Vísis sér út á Laugaveg og niður í Austurstræti og í heimsóknir til nokkurra Reykvíkinga og spurðu þá um álit þcirra á risa- sprengingu Rússa í gærmorgun. Sprengingin var efst í huga þeirra allra og fara hér á eftir svör þeirra. Lárus Lýðsson verzlunarstjóri í Sláturfélagsdeildinni á Skóla vörðustígnum sagði: Ljótt er það, þetta er ægilegt og maður getur engum getum leitt að af- leiðingum þessa. Lárus Lýðsson^ N'iður við Landsbankann hittum við Torfa Ólafsson, bankafulltrúa. Við gengum spölkorn saman eftir götunni. Þá hafa Rússar sprengt stóru sprengjuna. Ég var búinn að hugsa um þetta mál áður en ég las um atburð þennan, sagði Torfi. Ég hafði ekki trúað því að ráðamenn Rússlands myndu hefja svo glæfralegt spil. Þeir máttu vita að Bandaríkjamenn an eftir sprenginguna í jörð og á, í vatni, gróðri og hvar sem er. Mér lízt ekki á þetta. ★ Anna Pétursdóttir, verzlun- armær þvoði og fágaði búðar- gluggana á Tíbrá við Lauga- veg, þegar okkur bar þar að. „Nú hefur þessi mikla sprengja verið sprengd. Hvernig verður yður við þennan atburð?“ spyrjum við Önnu, og hún svar- ar: „Þetta er slíkur hryllingur og viðurstyggð, að ég á bara ekki orð yfir það. Vægast sagt Mikilvægi — Framh.' af 8. síðu. Lokaniðurstöðurnar af þessari ráðstefnu ICAO sýna, sagði flugmálastjóri að lok- um, að þrátt fyrir þotuöld- ina hefir mikilvægi íslands á sviði flugþjónustunnar ekki minnkað, a, m, k. ekki enn sem komið er. feri — Torfi Ólafsson Guðbrandur Magnússon. myndu ekki halda að sér hönd- um við atomsprengjutilraunir sínar. Mun nú hafa að þeim hvarflað, að slá nógu fast í borðið, ef vera mætti að þeim með því tækist að skelfa heim- inn. Eða er það Krúsév sem vill að hætti Stalins og Hitlers- Þýzkalands sýna mátt sinn, — að hann hafi örlög milljónanna í hendi sér? Stóra sprengjan er glæpur gagnvart mannkyninu, ófyrirgefanlegur glæpur! Hún sýnir okkur hversu geigvæn- legt það afl er orðið, sem ógnar tilveru lýðræðisins í heimin- um. ★ Guðbrandur Magnússon fyrr- um forstjóri ÁVR. Hann sagði m. a.: Þetta eru hin ferlegustu tíðindi. Hvað vitum við menn- irnir, hvað jarðkúlan þolir, þó hún hafi þolað þessa raun nú? Hvað á þetta að þýða? Þetta er eins og að ríða hesti sem mað ur ræður ekki við. Ég hef ekki brotið heilann um hvað vaki fyrir hinum rússnesku ráðam. Þetta eru mannalæti til að sýna að alljr megi sjá hve víga- legir og um leið ógurlegir Rússar eru. ★ Sigurjón Fjeldsted, pípulagn- ingameistari var á leið heim úr fiskbúðinni með ýsu í soðið, þegar við hittum hann og spurð um, hvað honum þætti um sprengjuna miklu. Hann svar- a?5i: Ég hef mestu skömm á öll- um þessum sprengingum. Eg1 held við höfum nóg með eld- gosin okkar, þó að þau komi nú sjaldan fyrir, sem betur fer. Annars í alvöru að tala, þá get- um við víst alls ekki gert okk- ur grein fyrir, hvílíkan ófögn- uð þetta á eftir að leiða yfir mannfólkið eyðileggingu, sem liggur í leyni jafnvel árum sam | Anna Pétursdóttir. eru þetta raktir glæpamenn, sem leyfa sér að leika þetta hvað eftir annað. Hvað, eru þeir ekki búnir að sprengja sautján eða átján sinnum. Ha, er þetta 22. sprengjan - á skömmum tíma? Sko, þetta er ekki hægt. Að hugsa sér, að slíkir mann- fjandar skuli ganga lausir.“ ★ Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja gekk eftir förnum vegi og var fús til að láta í ljós skoðun sína, Sigríður Jónsdóttir. en henni leizt ekki á það, að ætti að fara að taka mynd af henni fyrirvaralaust. „Ég er nú ekki þannig uppáfærð, eins og þið hljótið að geta séð.“ „Það gerir hreint ekki til, og jafnvel enn betra, að þér skulið ekki vera sparibúin. Við tölum bara við fólk í önnum dagsins og án allar viðhafnar.“ möldum við í móinn. „Æ, það er svo Sem ekki hægt að segja mikið. Þetta er svo skelfílegt, að það hreint er meira en að mæla. Ég á afar erf- itt með að gera mér grein fyrir, hvað vakir fyrir þessum mönn- um. Þetta er líkast óvitum, því ég hélt, að þessi hryllingur væri jafnháskalegur fyrir þá', sem koma honum af stað og fólk í öðrum löndum. Því miður er enginn óhultur. Það er ógnar- legt, hvernig aumingja menn- irnir leika sér með voðann." Sigurjón Fjeldstcd. Geislamæling - Framh af 1. síðu. maður Eðlisfræðistofnunarinn- ar, að geislamælingar myndu verða auknar verulega nú vegna vfetnissprengjunnar. ★ Búast má við að geislun auk- izt verulega. Mælingarnar hafa hingað til einkum miðast við vísindalegar athuganir, en nú verða mælingarnar gerðar út frá heilbrigðissjónarmiði. — Sennilegt er, sagði prófessor Þorbjörn, að geislunin muni aukast svo að hún muni verða meiri en þegar mest mældist hér á árinu 1958. Guðmundur Pálmason verk- fræðingur, sem nú annast jarð- skjálftamælana vegna fjarveru Eysteins Tryggvasonar, en hann er í Uppsölum við vís- indastörf/athugaði í gær filrnu hins síritandi jarðskjálftamæl- is. Mælir þessi sýnir lóðrétta hreyfingu á jarðskorpunni. — Glöggt mátti sjá að jarðhrær- ingar hafa orðið klukkan 7,36 í gærmorgun og bendir fjar- lægðin til, áð það séu áhrif frá vetnissprengjunni yfir Novaja Semlja. Framh. af bls. 16 framt hafði umráð yfir bílnum boðið tveim öðrum piltum, 17 og 19 ára, öðrum úr Kópavogi, hinum úr Reykjavík í dags- ferð norður í land. Eldri pilt- urinn hafði ökuréttindi og átti hann að aka bílnum þar eð eig- andinn ætlaði sjálfur að ákemmta sér. Þegar á Blönduós kom þurfti bílstjórinn að bregða sér frá til að' síma, en þegar hann kom út aftur var bíllinn horfinn. Þá höfðu félagar hans stungið af, ■ eigandi bílsins sjálfur sezt und- , ir stýrið þótt drukkinn væri, en ökuferð hans var stutt, því bíllinn hafnaði í skurði þegar komið var nokkuð fram í Langa dal. | Þar í Langadalnum gat bil- eigandinn komizt í síma og beð- ið kunningja sinn á Sauðár- króki að senda bíl á móti sér. : Sjálfur komst hann litlu seinna í bíl sem var á leiðinni að sunn- an og ætlaði til Ólafsfjarðar. í þeim bíl komst hann upp á Vatnsskarð, en þar mætt hann kunningja sínum frá Sauðár- króki og sneri hann þá við með honum niður í Langadal aftur. Þar gátu þeir dregið bílinn upp úr skurðinum, og var hann ekki verr farinn en það að hann var ökufær, og héldu þeir síðan með báða bílana norður til Sauðár- króks. Sýsluskrifarinn á Blönduósi kvaðst hafa beðið sýslumann- inn á Sauðárkróki að ná í Kópa vogsmanninn og taka af hon- um skýrslu. Sjálfur kvaðst hann hafa yfirheyrt piltinn sem ók bílnum að sunnan og norður á v Blönduós. Hann hafi verið ó- drukkinn með öllu, en ekki vildi hann játa þær sakir sem á þá félaga hafa verið bornar í Borgarfirðinum og á Holta- vörðuheiðinni. Er beðið eftir að náist í aðalforsprakka ferðar- innar og skýrsla tekin af hon- um, en síðan borin saman við framburð félaga hans. Rann á hús. Um hádegisbilið í dag rann mannlaus bifreið gegnum búðarglugga í Verzl. Vouge á Skólavörðustígnum. Hafði bílnum verið lagt rétt ofan •við gluggann sem hann braut oo- ’ -iii runnið 6—8 metra é hann fór upp á gang-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.