Vísir - 24.10.1961, Blaðsíða 8
V í S I R
X
Þráðjudagur 24. október 1961
UÍGErANDI: BLADAUTGAFAN VISIR
Ritstiórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjórl: Axel Ihorsteinsson. Fréttast|ór
ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45.00 á mánuSi — I lausasölu krónur
3.00 eintakib. Simi 1 1660 (5 linur) - Félagv
prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f.. Eddo h.f
.■■w.v;
!■■■■■■■■!
| Mikilvægi fsbnds á þotu-;
I öld hefur ekki minnkað.!
í
;j Samtal við fíugmálastjóra.
Farsæll formaður.
I tuttugu og sjö ár hefir Ölafur Thors farið með
formennsku í SjálfstæSisflokknum. Á því árabili hefir
Sjálfstæðisflokkurinn eflst og vaxið og orðiS sterkasta
aflið í íslenzkum stjórnmálum. Undir stjórn Ölafs hefir
flokkurinn sótt fram til æ nýrra sigurvinninga og áhrifa
hans hefir gætt mest á stjórn landsins, þótt flokkurinn
hafi ekki ávallt haft aðstöðu til að koma í veg fyrir
óviturlegar aðgerðir í þjóðmálum.
Það er athyglisvert að á þessum nær þremur ára-
tugum hafa miklar innbyrðis deilur og klofningur hrjáð
alla aðra stjórnmálaflokka landsins. Undir stjórn ölafs
Thors hefir samheldni Sjálfstæðisflokksins hinsvegar
verið hin ágætasta, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkinn
skipi menn með mjög ólíkar skoðanir úr öllum stéttum
landsins.
Höfuðástæðan er auðvitað sú að Ölafur Thors er
gæddur afburða foringjahæfileikum. Það hefir verið
gæfa Sjálfstæðisflokksins að hafa notið forystU hans
svo lengi og það er von Sjálfstæðismanna að hann
muni standa í fylkingarbrjósti enn langa hríð, þótt
hann hafi nú látið af formennsku.
Land helsprengjanna.
1 lengstu lög var því trúað að Sovétríkin ætluðu
ekki að gera alvöru úr því að sprengja risasprengju
sína, heldur hyggðust aðeins skapa sér betri taflstöðu
með hótunum um sprengingu.
‘I gærmorgun kom á daginn að þeim var alvara.
I gærmorgun sannaðist svart á hvítu að í Sovétríkjun-
um ráða trylltir hernaðarsinnar lögum og lofum, sem
ekki víla það fyrir sér að eitra alla heimsbyggðina í
þágu múgmorða Rauða hersins. Þessir síðustu atburÖir
undirstrika enn það sem allir sæmilega skynsamir menn
hafa fyrir löngu séð: að kommúnisminn er sem grimm-
ur úlfur er þann einn draum á að leggja veröldina
undir sig.
Eftir styrjöldina trúðu margir góðviljaðir íslend-
ingar því að Sovétríkin væru land framtíðarinnar. Hafi
þeir trúað því enn í gær þá hljóta þeir að hafa hrokkið
upp við vondan draum.
Sovétríkin eru ekki land framtíÖarinnar. Þau eru
land, sem gerir sitt bezta til þess að koma í veg fyrir
að um nokkra framtíð verði að ræða.
Eg er ánægður með
ráÖstefnuna og störf
hennar í þágu flugsins
um norðan vert Atlants-
haf. Hún mun eiga eftir
að marka djúp spor í
viÖleitni stofnunarinnar
til þess að skapa sem
mest öryggi á þessari
fjölförnustu flugleið
heims. I því öryggisneti
sem hún hefur komið á
og Island er einn hlekk-
ur í mun árangurs af
ráðstefnu þessari verða
áþreifanlegur hér á
landi, er merkúm áföng-
um á sviði flugþjónust-
unnar verður náð.
Þannig komst flugmála-
stjóri, Agnar Kofoed-Han-
sen, að orði við Vísi í'morg-
un er blaðið átti samtal við
hann. Hann hafði verið kjör-
inn váraforseti mikilvægrar
flugöryggismálaráðstefnu,
sem haldin var í París á
vegum Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar, IGAO, fyrir
nokkru.
Ráðstefnuna sóttu fulltrú-
ar þeirra 15 landa, sem telj-
ast til flugsvæðisins, sem
jafnan er kennt við N.-Atl-
antshaf. Að auki sátu hana
fulltrúar frá 25 ríkjum öðr-
um sem hagsmuna hafa að
gæta á þessum flugleiðum,
svo og fulltrúar flugfélaga-
sambandsins IATA og flug-
mannasambandsins IFALPA
og marga annarra félaga og
alþjóðlegra stofnana. Full-
trúar ísl. flugmálastjórnar
innar, ásamt tækniráðunaut
um frá Veðurstofu (flug
veðurþjónustunni) "og póst
og símamála (flugfjarskipta
þjónustan) tóku þátt
störfum ráðstefnunnar. Þó
við reyndum að hafa menn
alls staðar þar, sem um var
að ræða beina aðild íslands
eða hagsmuni þess, gat ís-
lenzka sendinefndin, en í
henni voru alls 7 menn þeg-
ar flest var, ekki verið á öll-'
um póstum, því miður sagði
Agnar.
Síðasta flugöryggisráð-
stefna Norður- Atlantshafs-
svæðisins á vegum ICAO,
var haldin 1956. Höfuðmark-
mið þessarar ráðstefnu var
að endurskoða allar þær
flugöryggis-samþykktir og á-
kvæði, sem aðildarlöndin
hafa með sér gert. — ICAO,
sem greiðir oss íslendingum
nú árlega 34 milljónir króna,
leggur einnig fram nokkurn
skerf til kostnaðar af þátt-
töku í slíkum ráðstefnum,
hvort heldur um er að ræða
fámenna sendinefnd eða
fjölmenna.
Mörg mál bar á góma, svo
víkurflugvelli til Prestvíkur,
Grænlands og til Gander á
Nýfundnalandi. Þá var það
tillaga ráðstefnunnar að
þessi nýja tækni verði einn-
ig hagnýtt sérstaklega á
sviði aukinnar veðurþjón-
ustu á sambandi við flugið.
En veðurfregnir frá íslandi
eru mjög mikilvægar fyrir
flugið á N.-Atlantshafsleið-
inni.
Agnar Kofoed-Hansen.
sem vænta mátti, og marg-
vísleg vandamál flugsins á
nýbyrjaðri þotuöld, voru
rædd, sagði flugmálastjóri.
En ef við snúum okkur t. d.
að þeim málum, sem eink-
um snerta okkur íslendinga,
voru það einkum tvö mál
sem þar um ræðir. í fyrsta
lagi um hagnýtingu sæsím-
ans, sem nú verður lagður
milli Evrópu og Ameríku,
um Færeyjar—ísland og
Grænland. Það var ICAO
sem beitti sér fyrir þvi, að
lagður yrði sæsími vegna
öryggis flugsins. — Og stofn-
unin gerði meira, sagði Agn-
ar, með því að tryggja síma-
félögunum samninga um
föst afnot af svo og svo
mörgum rásum í strengnum,
var fenginn starfsgrundvöil-
ur fyrir þessu kotsnaðar-
sama fyrirtæki. Það er því
fyrir tilverknað ICAO fyrst
og fremst, sem þessu nauð-
synjamáli er nú hrundið í
framkvæmd.
Þegar sæsíminn er . kom-
inn í notkun verður beint
talsímasaband af Reykja-
Annað aðalmál ráðstefn-
unnar var tillaga Bretlands
og íslands um tilhögun flug-
umferðarstjórnar í náinni
framtíð. Á þessu máli voru
skoðanir mjög skiptar og tók
það yfir tuttugu fundi að fá
viðunanlega stundarlausn á
þessu veigamikla máli.
Þriðja málið sem snerti ís-
land verulega var tillaga
Bandaríkjanna um uppsetn-
ingu VHF-fjarskiptakerfis
fyrir flugumferðarstjórnir
og fjarskiptaþjónustustöðv-
ar, sem annast þjónustu við
flugvélar yfir N.-Atlants-
hafinu. Var álitið nauðsyn-
legt að á íslandi yrði komið
upp slíkum stöðvum. Þegar
stöðvar þessar verða teknar
í notkun, sem gert er ráð
fyrir að verði á næsta ári,
ætti flugturninn í Reykja-
vík og fjarskiptaþjónustan í
Gufnesi að geta haft talsam-
band við flugvélar í allt að
400 mílna fjarlægð frá land-
inu. Sennilegt taldi Agnar
að tvær slíkar stöðvar þyrfti,
— austur og vestur um haf.
Fr«mh á bls 5.
!■■■■■■■■
!■■■■■■
I ■ B ■ ■ ■ I