Vísir - 24.10.1961, Síða 10
IQ
V í S I R
Þrdðjudagur 24. október 1961
Strompleikur Rússa
Frh. af 9. s.
gnægðir matvæla, jafnvel
svo að offramleiðsla er á öll-
um sviðum og Bandaríkin
hafa getað sent feikilegt
magn af matvælagjöfum til
fátækra þjóða um allan heim.
Öld tækni
og vísinda.
Ég er yfirleitt þeirrar skoð
unar, að á þessari öld tækni
og vísinda muni félagsstefn-
ur farnar að skipta minna
máli en áður, því að við
aukna framleiðslu ætti að
draga úr deilunum um skipt-
ingu arðsins, en þó kemst
maður ekki hjá að veita því
athygli, hve landbúnaðinum
vegnar hvarvetna illa við
þjóðskipulag sósíalismans.
Þetta hefur orðið svo áber-
andi t. d. í Austur-Þýzka-
landi, Póllandi og Kína, að
ekkert hefur orðið jafn mik-
ið til þess að veikja trúna
á sósíalismann.
Annars er fjarri því að
menn á Vesturlöndum hlakki
yfir óförum kommúnista á
þessu sviði. Það hefur orðið
til að auka andstæðurnai í
heiminum, að vestrænar
þjóðir hafa gnægðir matvæla
meðan meiri hluti heimsins
þar á meðal Sovétþjóðírnar
svelta. Það er heldur ekki á-
nægjuefni, að sjá Krúsév
veifa framan í þjóð sína á-
róðursplaggi, sem lítið eða
ekkert er að marka.
Macmillan forsætisráð-
herra Bretlands vék að þessu
í ræðu sem hann hélt á flokks
þingi íhaldsmanna í Brigh-
ton nýlega. Hann sagði m. a.:
„Það getur verið að komm I
únistaríkin fari bráðum aðj
þróast í eðlilegri menningar-
ríki og öðlist smámsaman!
siðferðislegan grundvöll. Viðj
verður að vona að hinar ó-
heillavænlegu kenningar |
breytist þá og missi jafn-j
framt öfgar sínar og styrk-
leika.“
Krúsév heitir Sovétþjóðun-
um miklum framförum í á-
róðursplaggi sínu. Ekki er^
við því að búast að nema lít-
ill hluti af þeim loforðum'
rætist. Og það sem rætist er|
ekkert nema eðlleg tækni-i
þróun 20. aldarinnar, hvort
sem löndin teljast kommún-|
isk eða kapitalisk.
Þetta verður m. a. ljóst af^
'greinarflokki sem pólsk-
brezki vísindamaðurinn |
Bronowski hefur að undan-i
förnu ritað í brezka blaðið
Sunday Times. Hann ræðir|
þar um, hvernig útlits verðii
í veröldinni árið 2000. Fyrir'
þann tíma telur Bronowski |
að vísindin eigi eftir að ger-,
breyta heiminum á öllum
sviðum, ekki hvað sízt á því |
að margfalda orkufram-
leiðsluna. Ef brjáluðum
stjómmálamönnum tekst j
ekki að gereyða heiminum á ,
næstu áratugum, tryggi'
framþróun vísindanna aðj
róttækar breytingar til fram-,
fara munu verða á næstu 40'
árum. En það er ekki sósíal-
isminn eða kapitalisminn
sem skiptir máli heldur vís-‘
indin og tæknin.
Þorsteinn Thorarensen.
Gæöafiskur frá Aberdeen
í frystibílum til Parísar.
Fiskverkunar- og fisk-
sölufyrirtæki í Aberdeen,
„Allan and Dey of Rail Road“,
áforma að gera tilraun í náinni
framtíð til að koma gæðafiski
á markað í París.
Gert er ráð fyrir, að nota
stóra flutningabíla með kæli-
vélum til flutninganna. Fyrst
verður notaður aðeins einn bíll,
sem getur flutt 6V2 lest af fiski.
Vegarlengdin er um 1200 km.
og gert ráð fyrir að ferðin taki
2V2 sólarhring fram og aftur.
1 bakaleið getur bíllinn flutt
franskar afurðir á brezkan
markað. Mikill kostur er það,
að ekki þarf að hreyfa farminn
á leiðinni, og ætti hann því að
koma á markað í fyrsta flokks
ásigkomulagi.
Stjórnandj fyrirtækisins,
John Craig, segir það einn Éöf-
uðkost þessarar fyrirætlunar
og tilraunar, að með þeim fáist
skilyrðj til þess að afla góðra
viðskiptasambanda — áður en
Bretland gerist aðili að Efna-
hagsbandalagi Evrópu (sam-
markaðnum).
Isrddur
sig úr leikhúsráði.
segir
I sumar varð Haraldur Björns
son leikari sjötugur. Við þau
tímamót lét hann af starfi sem
fastur leikari í Þjóðleikhúsinu.
En þar við bættist að á fundi
sem haldinn var í félagi ís-
lenzkra leikara um síðustu
helgi lýsti hann því yfir að hann
segði sig úr leikhúsráði Þjóð-
leikhússins og var Valur Gísla-
son kjörinn í hans stað til fjög-
urra ára. Fréttamaður Vísis
hitti Haraldur nýlega og sagði
við hann.
Á C-samningi.
— Mér er sagt, að þú sért
ekki lengur á föstum samning-
um hjá Þjóðleikhúsinu.
— Nei, ég er kominn yfir
aldurstakmarkið og þá verður
maður samkvæmt lögum að
fara af föstum samningum, sem
heita A-samningar og er ég nú
á svonefndum C-samningum
sem eru aðeins fyrir laust ráðns
leikara.
— Hvernig kanntu við þig á
þeim?
—Mjög vel. Að vísu óvissan
tekjur, qn maður er ekki eins
bundinn eins og á A-samningn-
um. Nú get ég leikið hjá hverj-
um sem er og annazt leikstjórn
án þess að spyrja um leyfi.
— Þú hafðir setið lengi í leik-
húsráði Þjóðleikhússins?
— Já, meira en 10 ár.
I
Hæpið að menn sitji lengi.
— Var nauðsynlegt fyrir þig
að fara úr því, þótt þú næðir
sjötugsaldri?
— Nauðsynlegt var það ekki.
Ég hefði getað setið áfram, en
mér finnst mjög hæpið, að sömu
menn sitji oft lengi í ráðinu,
hætt við að það staðni. En ég
segi eins og er, að margt í stjórn
Þjóðleikhússins hefur farið á
annan veg en ég hefði kosið.
— Hefurðu ekki séð það fyrr
en nú?
— Jú frá byrjun, en maður
er alltaf að vona að hlutirnir
lagist, en eftir síðustu blaða-
fréttum frá leikhúsinu er ekki
Haraldur Björnsson.
útlit fyx'ir að það verði. í raufi’
og veru ætlaði ég að fara úr ráð-
inu fyi'ir nokkru, en var aðeins
að bíða eftir því að Valur Gísla-
son losnaði úr stöðu formanns
leikarafélagsins, en hann taldi
ég að öllum öðrum leikurum
ólöstuðum þann sem ætti að
koma í minn stað í ráðinu, því
að það ætti ekki að vera sama
hver fulltrúi leikara er .í þessu
ráði. V
— Þú varst mikið heiðraður
á sjötugsafmælinu.
— Já, margir hafa sýnt mér
vináttu og heiður. Nú síðast á
sunnudaginn kom stjórn Leik-
félagsins á Selfossi til mín. Hélt
formaðurinn ræðu og afhenti
mér fagran gi'ip úr silfri og
fílabeini.
— Þú hefur unnið með þeim?
— Já, ég hef sett upp með
þeim þrjú leikrit, — Koss í
kaupbæti, Ærsladrauginn eftir
Coward og Galdra-Loft.
Lögreglustöðin:
Undirbúning-
ur hafinn.
Undirbúningur að fyrstu
framkvæmdum varðandi hina
nýju lögreglustöð Reykjavíkur-
borgar er þegar hafinn.
Unnið er að því þessa dagana
að reka niður staura til að girða
-lóðina, en síðan verður tek-
ið til við að grafa grunninn.
1) Tarzan hreinsaði nú
skotsárið vcl og vandlega.
2) Tíminn og umönnun-
in græddu sár skepnunnar,
//'' éf
TIME AN7 CACE HEALEI7
THE SEAST'S HUCT.
THEN, ONE 7AY, NUAAA
ROSE AN7 STKETCHEP1
TOWEKFUL SINEWS.
og einn góðan veðurdag reis
Numi upp og þandi sína
voldugu vöðva.
THE AP’E-WAN TENSELV AWAITEP NUíAA'S KEACTlON. W0UL7
HE SE FKIENR-y— OR W0UL7 HE ATTACK?
3) Apamaðurinn beið í of- veitt eða myndi það ráðast
væni eftir viðbrögðum ljóns- á hann.
ins. Yrði það honum vin-