Tölvumál - 01.01.1979, Blaðsíða 11
tölvumAl
11
UPPLÝSINGAR UM TÖLVUSTOFNANIR
Skýrslutæknifélagið áformar að birta í Tölvumálum upp-
lýsingar um íslenskar tölvustofnanir. Hér á eftir fer
stutt kynning á Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur-
borgar í.samantekt Bjarna P. Jónassonar. Ætlunin er,
aö síðar birtist sambærilegar upplýsingar um aðrar hér-
lendar tölvustofnanir eða deildir.
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR)
Stofnunin var sett á fót með félagssamningi ríkisstjórn-
arinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 28. ágúst 1952
og hóf starfsemi sína 1. september sama ár.
Hinn 13. apríl 1962 gerðu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
og borgarstjórinn í Reykjavík fyrir hönd Reykjavíkurborgar
með sér nýjan sameignarsamning. Samkvæmt honum er stjórn
fyrirtækisins x höndum fjögurra manna, og skipar ríkis-
stjórnin tvo og borgarráð tvo.
SKÝRR er rekið sem þjónustufyrirtæki fyrir eignaraðilana,
ríkið, Reykjavíkurborg og stofnanir þeirra og annast gagna-
vinnslu fyrir þessa aðila og hefur nú til afnota tvær tölvur.
Starfslið fyrirtækisins er 78 manns (september 1978).
SKÝRR er rekið sem sjálfstæð stofnun með sjálfstæðan fjár-
hag og starfar í eigin húsnæði að Háaleitisbraut 9, Reykja-
vík. Gjaldskrá er sett af stjórn stofnunarinnar.
Helstu verkefni sem unnin eru hjá SKÝRR:
Launa- og bókhaldsvinnsla fyrir ríkið og Reykjavxkurborg.
Fyrir Póst og síma er unnin umfangsmikil vinnsla, m.a.
reikningaskrift og orlcfsvinnsla. Af öðrum verkefnum má
nefna þjóðskrá, rafmagnsreikninga og margskonar vinnslur
fyrir skattayfirvöld. Sívinnslu/fjarvinnslutenging er við
Borgarspítalann, Háskóla Islands, Bifreiðaeftirlit ríkisins,
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og .Veðurstofu íslands.
Tölvubúnaðurinn sem SKÝRR hefur til umráða er á leigu frá
IBM og er önnur tölvan af gerðinni 370/138, 512k og hin af
gerðinni 370/145, 768k.
Þessar tölvur eru tengdar saman með sérstökum búnaði þannig
að ef önnur bilar, þá getur hin tekið við vinnslunni. Við
þessar tölvur eru tengd ýmiskonar jaðartæki. Þessi jaðar-
tæki eru: 2 stk. prentarar, sem hvor getur prentað hámark
1100 línur á mínútu, tæki til að lesa og skrifa á disklinga,
5 stk. segulbandastöðvar og 11 stk. seguldiskastöðvar, en
diskurinn á hverri stöð rúma 100 milljón tákn.
Fjarvinnslutenging er við 5 aðila með fjartengingarbúnaði
(3704 communications Controller). Við tvo þessara aðila