Vísir - 02.11.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. nóvember 1961
V f S I R
3
Sigurður B. Sigurðsson, ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Asgeir Sigurðsson, frú Hanna Sigurðsson, frú Karitas
Sigurðsson, Sigurður B. Sigurðsson, frú Ólafía Sigurðsson og Níels P. Sigurðsson. —
„Commander of the Order
of the British Empire."
Á fimmtudaginn var,
fyrir réttri viku, var mikið
um dýrðir í brezka sendi-
ráðinu við Laufásveg. Þann
dag var Sigurði B. Sigurðs-
syni stórkaupmanni og brezk
um konsúl veitt eitt af æðri
heiðursmerkjum Brctlands,
heiðursmerkið „Commander
of the Order of the British
Empire“. (C. B. E.). Brezki
sendilierrann Mr. Stewart,
afhenti Sigurði heiðursmérk-
ið fyrir' hönd Elísabetar
Bretadrottningar, en bað er
mikill kross á rauðu bandi.
Ávarpaði sendiherrann
Sigurð nokkrum orðum við
þetta tækifæri og þakkaði
honum vcí unnin störf í þágu
Bretlands, en Sigurður hef-
ir verið ræðismaður Breta
hér í 27 ár. Þetta ‘er ekki
hið fyrsta brezka heiðurs-
merki sem Sigurður hlýtur.
Árið 1948 var honum veitt
„Kings Mcdal for Service in
tjie Cause of Frcedom“ (K.
M.C.F.) og hann er einnig
„Ófficer of the British Em-
pire“ (O.B.E.).
Áðeins þrír fslendingar
hafa verið sæmdir heiðurs-
merkinu C.B.E. áður. Eru
það Ásgeir SiguríSsson, ræð-
ismaður sem nú er íátinn,
Lárus Fjeldsted hrl., lög-
fræðingur sendiráðsins og
Hallgrímur Hallgrímsson
forstjóri.
Allmörgum gestum var
boðið í sendiráðíð er sendi-
herra afhenti Sigurði heið-
ursmerkið, og tók ljósmynd-
ari Vísis nokkrar myndir
við það tækifæri.
Haraldur Á. Sigurðsson, félagi Sigurðar í Edinborgarverzl-
un, skrafar við bre.zka sendiráðsritarann Mr. Sinclair og
Brian D. Holt, ræðismann Breta.
Bandaríski sendiherrann Mr. James Penfield og Mrs. Penfield ræða við Sigurð B. Sigurðsson, að íokinni afhendingu
heiðursm erkisins.