Vísir - 02.11.1961, Blaðsíða 8
8
V í S I B
Fimmtudagur 2. nóvember 1961
r
Óhróðurinn um verzlunar-
stéttina. •
Nýlega hélt VerzlunarráS íslands aðalfund sinn.
ÞaS er brjóstvörn íslenzkrar verzlunarstéttar, bæSi
stórkaupmanna og ámákaupmanna. Því er ætlaS aS
vmna aS framgangi stefnumála þeirra og gæta hags-
muna verzlunarstéttarinnar hvar sem nauSsyn krefur.
ÞaS hefir heldur sannarlega ekki veriS vanþörf á
því aS gæta hagsmuna þeirrar stéttar á umliSnum
árum. Víst hefir verzlunarárferSi varla veriS verra
í nokkru frjálsu landi en á Islandi fram á síSustu ár.
Verzlunm var drepin í dróma hafta og hamla, verzl-
unarmenn urSu aS ganga fyrir Heródus og Pílatus og
biSja í auSmýkt leyfis til þess aS verzla, — og mörgum
var þaS beiSni um aS fá aS lifa af avinnu sinni.
Þessir eymdardagar eru nú sem betur fer liSnir.
Nú hefir verzlunin veriS gefin frjáls aS nær 70% og
tími haftanna og kátnossagangnanna eru liSnir. Því
ber mjög aS fagna. ViS viljum enga danska einokunar-
tíma, sízt aS frumkvæSi íslenzkra haftamanna.
ÞaS er þessari þjóS mikill styrkur aS eiga duglega
og ábyrga verzlunarstétt. Innlend verzlunarstétt var
styrk stoS í sjálfstæSisbaráttunni og hún er í dag ein
höfuS kjölfesta í þessu þjóSfélagi. En allt of oft heyrast
óvildarorS í garS verzlunarmanna. Sá hugsunarháttur ^
er runninn undan rifjum þeirra manna og flokka, sem1
öfundast við allt og alla. Svo brenglaSur er hugsunar- j
háttur þeirra aS þaS er jafnvel taliS ámælisvert aSj
stunda stórkaupmennsku eSa vörumiSlun og reynt er!
aS telja fólki trú um aS meS álagningu sé í rauninni
veriS aS féfletta almenning. Sannleikurinn er hinsvegar
sá aS óvíSa er álagning lægri en hér á landi; hér vinna
kaupmenn mikiS og erfitt starf fyrir mun lægri arS en
í nágrannalöndum.
Æ fleirum er aS skiljast aS íslenzk verzlunarmanna-
stétt kann betur til starfa sinna en margar aSrar stéttir
þessa þjóSfélags og aS hún vinnur hiS nýtasta starf.
Verzlunarstéttinni þarf aS skapa eSlileg vinnuskilyrSi
en ekki leggja henni fjötur um fót. TakmarkiS hlýtur
aS vera algjörlega frjáls verzlun, frjáls álagning og þá
nm leiS frjálst vöruval almennings í harSri samkeppni
kaupmanna. Sá er bæSi hagur kaupmanna og þjóð-
arinnar.
Árásin á Finnland.
Tilmæli Sovétríkjanna um varnarsamvinnu viS
Finnland vekja upp gamlan draug. VetrarstríSiS 1939
—1940 kemur strax upp í hugann. Þann vetur for-
dæmdi allur heimurinn árás hms mikla stórveldis á
eina smæstu þjóS veraldar. En Fmnar börSust af em-
stakri hugprýSi og hreysti og vörSu land sitt, svo lengi
verSur í mmnum haft. I
ÚíGtrANDI: BLAÐAÚTGAFAN VISIR
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram
Aðstoðurritstióri: Axel 1 horsteinsson. Fréttastjór
ar: Sverrir Þórðarson. Porsteinn ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar
og atgreiðslo Ingólfsstrœt' 3 Áskriftargjald er
krónur 45 Of ó mánuð' - í lausasolu krónur
3.00 eintakib Sími 1 1660 (5 linur) — Félags-
prentsmiðjar h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f.
Páll með rjúpurnar.
Kom með 120
eftir eina helgi
rjupur
Rjúpumar eru komnar og
■* kosta núna 40 krónur, sagði
■J| Páll Guðjónsson verzlunar-
.* maður í kjötbúð Tómasar á
Laugaveginum, um leið og
IjJ hann lyfti tveimur kippum
Ijj af þeim upp.
I* — Er það ekki nokkuð
I* dýrt? spurði fréttamaður
I* Vísis.
1» — Ja, dýrari voru þær í
I* fyrra. Þá voru þær á 50 krón
J. ur hjá okkur og komust fyrir
J. jólin upp í 70 krónur á Húsa-
;■ vík. Þá var alger skortur á
;■ þeim.
— Svo seljum við þær Iíka
hamflettar á 43 krónur og
mð spekki á 45 krónur.
— Er ekki lítið keypt af
dýrum fuglum?
— Nei, það cr talsvert
keypt af þeim, a. m. k. nokk-
ur hundruð á viku.
— Er fólk þá að birgja sig
upp til jólanna?
— Bæði og — rjúpur eru
alltaf glæsilegur veizlumat-
ur. Talsvert hefur einnig
borið á því að fólk sendir ís-
lenzkum vinum sínum er-
lendis rjúpur og lætur húa
• r
sérstaklega um þær í plast- \
pokum. jl
— Hvaðan fáið þið rjúp- I>
urnar? ;■
— Veiðimennirnir koma I*
með þær til okkar. Það eru 1«
aðallega veiðimenn úr Rvík
og nágrenninu. Núna eftir ’■
eina helgina kom Tryggvi í I>
Miðdal með 120 rjúpur til jl
okkar, sem hann og sonur '■
hans höfðu skotið um helg- J.
ina. Hann sagði að það væri J.
mjög lítið um rjúpu hér
sunnanlands. En mcnn eins jjl
og Tryggvi finna hana alltaf, jjl
hann þekkir þetta allt upp jl
á tíu fingur, getur gengið jl
næstum blindandi að henni. \
•V.V.
Nýja Bíó
sýnir nú dag-
lega á öllum
,ýningum
.vikmypd-
na „Kynlífs-
æknirinn“,
5em gerð er
til fræðslu um
aðvörunar um
kynlífshætturnar aðallega. Hún
er þýzk með dönsku tali, en
það er kunnur danskur kven-
læknir sem skýrir myndina. Er
það Sem hún segir vel flutt, og
til nauðsynlegrar og ágætrar
skýringar, þótt myndin sé svo
vel gerð og áhrifamikil, að hún
að verulegu leyti skýri sig
sjálf, enda segir hinn danski
kvenlæknir að myndirnar skýri
betur en orðin. í kvikmynd-
inni koma fram ung hjón og
heimilislæknir, sem greiðir ar
vandamálum þeirra, hvors um
sig og sameiginlega, sem stafar
af því að þau hafa hvort um
sig lent í kynlífsvanda, og þessir
erfiðleikar virðast ætla að
leggja í rúst hamingju þeirra
og framtíð, en læknirinn bjarg-
ar öllu við með því að leiða
þau í allan sannleika um kyn-
lífið. Hann ræðir við þau og
sýnir þeim fræðslumyndir, sem
fléttast þannig inn í þennan
lífsþátt hinna ungu hjónaefna.
Fræðslumyndirnar eru frábær-
lega vel gerðar af hinni al-
kunnu þýzku, vísindalegu ná-
kvæmni, og flytja fróðleik sem
öllum er nauðsynlegur, einkan-
lega unglingum. Þessa mynd
ætti að sýna sem fræðslumynd
í skólum unglingum yfir 16 ára
og hafa þá sérsýningar fyrir
pilta og stúlkur. Kvikmyndin
Alheimsbölið, sem sýnd var í
Nýja Bíó á sínum tíma, ágæt
mynd, fjallaði um kynsjúk-
dómahættuna, og það gerir þessi
einnig, en hún er alhliða fróð-
leiksmynd um kynferðismálin,
er mun verða öllum eftirminni-
leg og til alvarlegra hugleiðinga