Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 5
Fimmfudagur 7. desembei 1961 v i ^ i Nýja SHIRLEY-bókin komin í bókaverzlanir. Bókaútgáfan LOGI Sími 38270. VEUIÐ SiÁLF! Það er fljótlegt aS gera jólainnkannin í Egilskjöri. EGILSKJÖR H.F. Laugavegi 116. Sími 2-3-4-3-Ó. I gærkvöldi v a r enginn fréttaauki, en þess í stað var „getið nokk- urra bóka, sem fréttastofunni hafa borizt". Það hlýtur að vera orðið þröngt hjá þeim á fréttastofunni, og geisimikið álag á lyftunni að flytja allar þessar bækur upp á 5. hæð. Stórtíðindi var að heyra, að nú skuli vera komnar út tvær nýj- ar Dodda-bækur og ein ný Benna-bók. Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari gat um nokkur ný- leg dómsmál, þar sem fólk, er slasazt hefur við vinnu sína, hefur krafizt fébóta af vinnu- veitendum sínum, en engar hlotið. Sem vænta mátti skýrði Hákon mjög vel og skilmerki- lega frá þessum málum, þótt ekki hafi sá lestur verið upp- lífgandi. Gísli Jónsson, alþingismaður sagði hlustendum frá NATO- fundi, sem hann sótti nýlega og för til Be'rlínar, sem farin var að loknum fundinum. Var Gísli ómyrkur í máli, er hann sagði frá því,ih'vé mikils Virði það er íslendingum að treysta sem bezt böndin við NATO-þjóðirn- ar. Hann reyndi einnig að gera hlustendum sínum grein fyrir ástandinu í Berlín, og bað menn reyna að ímynda sér hluta Reykjavíkur afgirtan háum múrum og gaddavírsgirðingum. Erindið var í heild gott, en flutningurinn ekki upp á það bezta. Örnólfur Thorlacius fil. kand. hélt áfram að lesa af blöðum náttúrufræðinnar og sýndi hlustendum lítillega inn í heim steingerfinganna. Var erindi hans all fróðlegt, en þó varla nógu skýrt sett fram. Hersteinn Pálsson las áfram úr minningum Achesons, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og var þessi hluti jafn skemmtilegur og hin- ir fyrri. Þótt dregnar séu í efa „kvali- fíkasjónir“ okkar Hagalíns til að segja nokkuð ljótt um hina æðri tónlist útvarpsins, þá ætla ég nú samt að leyfa mér náðar- samlegast að láta vita, hvernig ‘mér Ííkaði við hljómlistina í gærkvöldi. Snemma um kvöldið gól Adele Stolta nokkur lög eftir ýmsa meistara, og fannst mér sá söngur ekki mjög skemmti- legur. Klapp fylgdi hverju lagi, og get ég mér til um, að hér hafi verið á ferðinni ein tónlistarhá- tíðin- til, þótt þess hafi ekki verið getið. Ég hef annars tekið eftir því, að tónlistarhátíðum útvarpsins hefur fækkað að undanförnu, hverju svo sem það er að kenna eða þakka. Svo var útvarpað frá Sin- fóníutónleikum í samkomuhúsi Háskólans. Var þar fyrst frum- flutningur á nýju verki Jóns Leifs, „Þrjár myndir“. Þetta nýja verk hafði lítil áhrif á mig, enda var það svo stutt, að undrum sætti, og má mikið vera, ef lilappið, sem á eftir fylgdi, varaði ekki lengur en sjálf tónsmíðin. Síðan var leik- inn hinn fagri og þróttmikli „Keisarakonsert“ Beethovens og hafði ég af honum yndi. Þórir S. Gröndal. Með því að 10. þ.m. ber upp á sunnudag, hefjast greiðslur ellilífeyris í Reykjavík að þessu sinni laugar- daginn 9. þ.m. Afgreiðslan er opin að venju frá kl. 9V2—12 fyrir hádegi. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Nýreykt dilka og sauðakjöt Léttsaltað dilkakjöt, gulrófur, baunir. BRÆÐRABORG Bræðraborgarstíg 16. — Sími 1-21-25. ÚRVALS HANGIKJÖT Svínakjöt, kótelettur og steikur. Nautakjöt í buff og gullach. Folaldakjöt í buff, gullach, saltað. Kjúklingar. Lifur, svið. hjörtu. Vafin og fyllt læri. Epli pr. 18 kr. kg. Appclsínur. Bananar. Grapefruit. Vinsamlega sendið jóla- pantanirnar túnanlega. K’örbúd HÓLMGARÐI 34 — SÍMI 34*f5 HAPPDRÆTTS HÁSKÓLA ÍSLANDS 1 á 1.000.000 kr. 1.000.000 kr. Dregið á mánudag í 12. flokkí. — 3,150 vinningar að f?árhæð 7.890.000 krónur. 1 - 200.000 — 200.000 — 1 - 100.000 — 100.000 — 117 - 10.000 — 1.170.000 — Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. 564 - 5.000 — 2.820.000 — 2.460 - 1.000 — 2.460.000 — Ath.: Aðalskrifstofan verður lokuð þriðjudaginn. •. r v •- • ■' 1 Aukavinningar: 2 á 50.000 kr. 100.000 kr. 4 - 10.000 — 40.000 — HAPPimÆTTI IIÁSKÓLA ÍSLAADS 3.150 7.890.000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.