Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 1
51. árg. Föstudagur 8. desember 1961. — 252. tbl. illjón kr. á mánudag. Á mánudaginn kemur verður dregið í Happdrætti Háskólans um stærsta happdrættisvinning, sem nokkurn tíma hefur verið dregið um hér á landi. Gr það fyrsti milljón króna vinningurinn hér á Iandi. Þessi eini vinningur er jafn hár og allir vinningarnir samanlagt i Happdrætti Háskólans á fyrsta starfs- ári þess 1934. Breytt með lögum. Vísir átti í morgun stutt við- tal við Pál H. Pálsson fram- kvæmdastjóra Háskólahapp- drættisins. Hann skýrði frá því að hæsti vinningurinn í Happ- drætti Háskólans hefði fram til þessa verið V2 milljón króna, en um síðustu áramót fékkst þessu breytt með lögum og hef- ur nú verið leyfður ’fyrsti milljón krónu vinningurinn, Samtals 8 milljónir. Venjulega er dregið í Happ- drætti Háskólans þann 10. hvers mánaðar, en þar sem 10. desemer ber upp á sunnudag verður dregið á mánudaginn þann 11.. Verður þá dregið um 3150 vinninga samtals að upp- hæð um 8 milljónir króna. Mjög lítið er afgangs af mið- um í Happdrættinu, því að sala hefur verið um 95%. Þó það sé alldýrt að byrja í 12 flokki er töluvert um að fólk vilji kaupa miða í honum einum, því að vinningar eru mestir þá. ÞETTA er Soffía frænka, ag sýna telpunum fallega brúðu en hin vinsæla frænka úr Kardimommubænum, er nú við afgreiðslustörf í leik- fangadeildinni hjá Liverpool. Hún sagði telpunum Anitu Fríðu og Sigríði Grétu, að brúðan hefði það m. a. til síns ágætis, að hana má baða, og þvo hárið og leggja, svo nokkuð sé nefnt. Mikið var um hryðjuverk eða tilraunir til hryðjuverka um helgina í ýmsum bæjum Frakklands. í bæ nálægt landamærum Belgíu voru 4 Múhammeðstrúarmenn drepnir og 1 særðist, en í öðrum bæjum særðust marg- ir menn. Stórfelldar framkvæmdir Revkjavíkur á næsta ári. Útsvör verÖa óbreytt 1962, framlag til íbúÖarbygginga hækkar um 100%, fram- lag til gatnagerðar um 25%, gerÖar miklar framkvæmdaáætlanir fram í tímann. ★ Áætlað er að gjöld borgarsjóðs á þessu ári verði 1.8 millj. krónur undir fjárhagsáætlun en tekjur 6.4 millj. yfir áætlun. Sagði Geir Hallgrímsson borgar- stjóri á borgarstjórnarfundi í gær að gera mætti ráð fyrír að greiðslujöfnuður borgarsjóðs á þessu árí mundi verða hagstæður. •jfr Þegar borgarstjórinn ræddi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sagði hann að kaup- gjaldsliðir áætlunarinnar myndu hækka að meðaltali um 16.5% vegna kauphækkananna en aðrir liðir um 10%. Er reikn- að með að gjöldin muni nema 268.583.000.00 kr. en tekjur 336.068.000.00 kr. Láta Bretar sprengjur til nota í Katanga? Brezka stjórnin hefur til íhugunar beiðni um sprengjur handa gæzluliði Sameinuðu þjóðanna í Katanga. Eru Bretar settir í vanda með þessari beiðni, þar sem yfirlýst stefna þeirra er, að gæzluliðið komi á lögum og reglu, en heyi ekki styrjöld. Meðal flugvéla þeirra, sem gæzluliðið ræður yfir, eru ind- verskar Canberra-sprengjuflug- vélar, en þær eru brezk fram- leiðsla. Nú munu birgðir á þrot- um, enda verið gerðar sprengju- árásir á flugvelli, olíustöðvar og brýr á valdi Katangaliðs. Framh. á 6. síðu. ^ Útsvör verða ekki hærri á sömu tekjur en í fyrra. En heildarupphæð útsvara mun væntanlega hækka vegna fólks- fjölgunar, aukinna tekna ein- staklinga og félaga o. s. frv. ^ Þau munu eins og áður standa að mestu leyti undir margvíslegum framkvæmdum borgarstjórnarinnar, á sviði fé- lagsmála, húsnæðismála, gatna- gerðar, holræsagerðar o. s. frv. Verða útgjöld til gatnagerðar aukin um 25% en framlag til íbúðabygginga hækkar væntan- lega um 100%. Lagðar verða 11 milljónir króna til Borgar- sjúkrahússins, byggðar 25 skólastofur, hækkaðir styrkir til ýmissa menningarfyrirtækja, t. d. Barnavinafélagsins Sumar- gjafar, Leikfélags Reykjavík- ur, verkamannahúss o. fl. ^ Hitaveita verður lögð í öll hús bæjarins samkvæmt skipulagi á næstu 4 árum, og lokið verður við að malbika all- ar götur borgarinnar á næstu 10 árum. <> Þegar borgarstjóri ræddi um fjáröflunarleiðir til gatnagerð- ar sagði hann tvær leiðir eink- um koma til greina. í fyrsta lagi kæmi til greina hlutdeild hús- eigenda í kostnaði við fullnaðar- Geir Hallgrímsson. frágang gatna og í öðru lagi hlutdeild sveitarfélaga í benz- ínskatti. í sambandi við fyrra atriði sagði borgarstjóri að hlutdeild- in y.rði aldrei meiri en svo að hver húseigandi ætti að geta staðið undir slíkum greiðslum. Heildarupphæðin yrði ekki há og yrði greidd á nokkrum ár- um með jöfnum afborgunum. Borgarstjóri kvað benzínskatt- inn ekki koma til greina, nema menn vildu hækka hann. En ef benzínlítrinn hækkaði um 50 aura og þungaskattur samsvar- andi fengi Rykjavíkurborg um FramVi. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.