Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. desember 1961 V í S I R 7 tilefni þessarar árásar hafi verið ósköp einföld tækni- leg uppfinning. Japanir fundu upp sérstök stýri á tundurskeyti, sem gerði þeim mögulegt að framkvæma tundurskeytaárás úr lofti á skip, sem lágu á grunnum sjó. Þetta hafði áður því að eins verið framkvæmanlegt að dýpið væri meira, ella rákust tundurskeytin í botn- inn. Einmitt í sama mund og þetta tæki hafði verið full- komnað var stjórnmála- ástandið orðið slíkt milli landanna, að Japanir voru farnir að komast á þá skoðun að þeir yrðu að fara í stríð. Stakk Yamamoto flotafor- ingi þá upp á árás á Pearl Harbour. Tillagan sætti Sokkin og brennandi orrustuskip í höfninni í Pearl Harbour, Aðför að óvörum. Þeir Gissur hvíti og Geir goði riðu austur yfir ár og austur yfir sanda til Hofs. Þá stndu þeir orð Starkaði undir Þríhyrningi og fund- ust þeir þar allir, er að Gunnari skyldu fara og réðu hversu þeir skyldu með fara. Mörður segir, að þeir muni ekki geta komið á óvart nema þeir taki bónda þar á næsta bæ, er Þorkell hét og færi hann einn heim að bæn- um að taka hundinn Sám. Þannig er upphaf lýsingar Njálu á aðförinni að Gunnari á Hlíðarenda. Árásarmenn- irnir laumast að bænum áð næturlagi til þess að geta komið á óvart. Þeir hafa mestar áhyggjur af hinum dygga varðhundi Sámi og reyna að finna leið til að ryðja honum þegjandi og hljóðalaust úr vegi. Þetta er aðeins ein af ó- teljandi frásögnum íslend- ingasagna um skyndiárásir, árásir að óvörum. Lang- mest verður fjölbreytni slíkra frásagna þó i Sturl- ungu, þar sem þær ná há- marki með aðförinni að Snorra Sturlusyni og Flugu- mýrarbrennu. Sama er að segja t. d. í Noregskonunga- sögum, ekki sízt i lýsingum á hernaði Sverris prests. Árás að óvörum var sér- staklega þýðingarmikil og auðvelt að koma henni við í innanlandserjum á íslandi til forna, vegna þess, hve landið er dreifbýlt, auðvelt að leynast á heiðum fyrir of- an byggð og erfitt fyrir þá sem ráðizt var á að kalla saman lið frá öðrum bæjum í sveitinni. Með skyndiárás gat einn höfðinginn vænzt þess að hitta andstæðing sinn sofandi í lokrekkjunni og þá var ekki lengi verið að gera út um málið. Þó gat að- förin misheppnazt eins og á Sauðafelli forðum. Leifturstríð. Árás að óvörum hefur ætíð veriS eitt allra þýðing- armesta hugtak í hernaði. Allar ^götur aftur til forn Egypta og Hellena úir og grú ir af frásögnum um það, hvernig hún hefur ráðið úr- slitum, Hún er frumatriði herkænskunnar. Hún gefur árásaraðiljanum að jafnaði sterkari aðstöðu ef hann kann að notfæra sér með bragðvísi andvaraleysi and- stæðinganna. Aldrei hefur þetta hugtak þó náð annarri eins full- komnun eins og í síðustu styrjöld. Þar var- ekki nóg með það, að þýzku nazist- arnir gerðu árásir á óvart á eina borg eða einn hernaðar-. lega mikilvægan stað, heldur á heil lönd. Þessu var gefið nafnið „Leifturstríð". Skyndiárás þeirra á Dan- mörk og Noreg, sem þeir skipulögðu á laun í þrjá mánuði var meistaraverk í þessum flokki og sama leik- inn endurtóku þeir við Hol- land, Belgíu, Júgóslavíu, Grikkland og Rússland. í mörgum tilfellum lögðu þýzku nazistarnir í mikla á- hættu, en það sem fyrst og fremst færði þeim oftast skjótunninn sigur var ótrú- legt og algert andvaraleysi fórnardýra þeirra. Hugsið ykkur bara það atriði, að þýzk vöruflutningaskip hlaðin herliði og vopnum skyldu geta legið viðbúin í norskum höfnum fyrir árás- ina. Mikið af þessu andvara- leysi, sem varð þessum þjóð- um svo dýrkeypt stafaði af hinni fáránlegu hlutleysis- stefnu og óraunhæfum frið- arhreyfingum, sem lömuðu viðnámsþrótt lýðræðisþjóð- anna. Það lætur í dag hlálega í eyrum að friðarpostul,ar á Vesturlöndum 'skyldu halda áfram að prédika vopn leysi og varnarleysi eigin þjóða á sama tíma og Hitler var kominn í stríðshaminn. Árásin á Pearl Harbour. í gær voru liðin 20 ár frá því Japanir gerðu hina frægu árás á bandarísku flotabækistöðina Pearl Har- bour á Hawai-eyjum. Árás- ar þessarar verður ætíð minnzt sem lang skýrasta og fullkomnasta dæmis sem til er um árás að óvörum. Hún éin var ekki eins víð- tæk og skyndiárásir Þjóð- verja, — hér var aðeins að verki ein stór flotadeild og árás á einn stað. En með henni tókst að gera slíkan usla í flota Bandaríkjanna, að Japanir urðu allt í einu allsráðandi á Kyrrahafinu. Hinir japönsku ráðamenn sem vissu um hugmyndina voru sjálfir margir hverjir vantrúaðir á að slík skyndi- árás væri framkvæmanleg. Það má segja, að beinasta strax mikilli mótspyrnu. Menn sögðu að hún væri ekki framkvæmanleg, áhættan alltof mikil. Helztu mótbárurnar voru að ekki myndi hægt að halda árás- arfyriræltunum leyndum og að veðrið á þeim árstíma sem áætlað var, í desember væri svo slæmt, að ekki væri tryggt að herskipin gætu tekið olíu á leiðinni. Flotinn siglir. En Yamamoto hafði sitt fram með fortölum. Þann 17. nóvember 1941 sigldi flot- inn út frá Hitokappu-flóa í Kuril-eyjum nyrzt í Japan. í honum voru 6 af 10 flugmóð- urskipum Japana, 2 orustu- skip, 3 beitiskip, 9 tundur- spillar, 8 línuskip og 3 kafbát ar. Á flugmóðurskipunum voru samtals 425 flugvélar. Japanir töldu sig leggja í mikla áhættu með því að senda þennan flota af stað. Bandaríski flotinn við Haw- ai var margfallt öflugri og ef til sjóorustu kæmi gat svo farið að hinn japanski floti yrði þurrkaður út. Og jafn- vel þó ekki kæmi til þess mátti búast við að aðförin yrði árangurslaus, þó ekki kæmi annað til, en að banda- rískur kafbátur eða könnun- arflugvél kæmi auga á þennan mikla flota. Hvað um það, Japanir vildu leggja í áhættu og Yamamoto sjálfur reiknaði jafnvel með því að missa þriðjung af flotanum og meir en helming af flugvélunum. En japanski flotinn varð aldrei fyrir neinni árás og þeir misstu aðeins 1 kafbát og um 30 flugvélar. Pearl Harbour árásin verð- ur fullkomnasta dæmið um árás að óvörum fyrir hið al- gera og barnalega andvara- leysi Bandaríkjamanna. Þeir höfðu ekki ímyndað sér að Jap,anir gætu gert slíka árás og allra sízt á þessum tíma, þegar veður voru válynd. Ennfremur var það mjög þægilegt fyrir Japani, að siglingum bandaríska flotans var hagað þannig, að þeir gátu reiknað fastlega með því að hann kæmi í höfn á laugardag til þess að sjólið- arnir gætu skemmt sér og verið í landi yfir „weekend". Á sunnudagsmorgun eftir skemmtanir og þjór nætur- innar mátti búast við minnstri mótspyrnu. Það var líka snemma á sunnudagsmorgun kl. hálf átta, sem japönsku flugvél- arnar steyptu sér yfir Pearl Harbour í tveimur bylgjum. Þeir komu svo algerlega á ó- vart að bandarísku sjólið- arnir vildu alls ekki trúa sínum eigin augum. Þetta hlaut að vera draumur. Og margir spurðu alveg gáttaðir: — Hvaðan koma þessar flugvélar? — eða — hvaða flugher hefur rauðan kringlóttan depil fyrir flug- merki?! Kyrrahafsflotí þurrkaður út. Á 10 mínútum höfðu Jap- anir sökkt 19 herskipum, nær öllum Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna, þar á meðal 8 voldugum orrustuskipum. Þeir höfðu eyðilagt 200 amerískar herflugvélar á jörðu niðri og 2400 Banda- ríkjamenn höfðu látið lífið, margir drukknað í sokknum skipum en 1400 særzt. Árangurinn yfirgekk villt- ustu vonir Japana. Flota- deild þeirra sneri heim og það var haldin sigurhátíð í Tokyo. Hægt væri að segja marg- ar sögur um hið fullkomna andvaraleysi Bandaríkja- manna. Til dæmis er stað- fest opinberlega, að Radar- stöðin við Pearl Harbour var alltaf lokuð yfir helgina. Þó höfðu tveir ungir radíóvirkj- ar fengið að fara snemma þennan sunnudagsmorgun í Radar-stöðina til að æfa sig. Framh. á 3. síðu. Fösiudagsgreinin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.