Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 6
6 V í S I R Föstudagur 8. desember 1961 UTGEFANDI. BIAÐAÚTGAFAN V/ISIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunnor G Schram Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Frettastjór ar: Sverrir Pórðarson Þorsteinn ó Thorarensen Ritstjórnarskritstofur. Laugavegi 27 Augiýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjold er krónur 45,00 o mónuði - 1 lausasÖlu krónur 3,00 eintakið Slmi I 1660 ,5 linur). — Félags prentsmiðjon h.t Steindórsprent h.t. Eddo h.t Framfarir án hækkana. Það er mikilsvirði að höfuðstað landsins sé stjórnað af röggsemi og framfarahug, en þó ýtrustu sparsemi og hagsýni gætt í bæjarrekstrinum. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman sem kunnugt er, í daglegu lífi, en víst munu Reykvíkingar vera á einu máli um að óvenju vel hafi tekizt að sameina þetta tvennt í stjórn Reykjavíkur. Bæjarbúar hafa átt því láni að fagna að síðustu ára- tugina hafa stjórnsamir atorkumenn farið með starf borgarstjóra og bærinn hefir dafnað og vaxið sem aldrei fyrr. Munu þær upplýsingar Geirs Hallgrímsson- ar að aðeins hafi verið fjölgað bæjarstarfsmönnum um 2 síðustu fjögur árin þótt bæjarbúum hafi á sama tíma fjölgað um 7.000, vekja verðskuldaða athygli. Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti borgarstjóri ýtarlega ræðu um fjárhag bæjarins og framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Þegar litið er yfir framkvæmdaáætlunina má sjá að þar er um öra fram- þróun að ræða á flestum sviðum bæjarrekstursins. Mörgum þeim málum, sem bæjarbúum er hvað mest í mun að ötullega sé að unnið, verður mjög hraðað á næstu árum. Þannig mun hitaveita verða komin í hvert hús borgarinnar á næstu 4 árum og er það ærið afrek út af fyrir sig. Og ekki er gatnagerð bæjarbúum síður mikið hagsmunamál. Nú er ráðgert að allar götur sem eru á skipulagi bæjarins verði fullgerðar á næstu 10 árum. Til þess þarf geysi mikið átak, því bærinn vex óðfluga. Þá er og í ráði að fjölga byggingum skólastofa, og verða nú byggðar 25 á ári hverju. Ibúðarbyggingar eru ekki síður hagsmunamál yngri kynslóðarinnar í bæn- um og til þeirra mun bærinn veita aukið fé og aukinn styrk, og munu allt að 40 millj. krónur verða veittar til bygginga á næsta ári. En krefjast þessar miklu íramkvæmdir ekki auk inna útgjalda? Jú, en útsvör bæjarbúa næsta ár munu þó ekki verða hærri en á þessu ári. Aftur á mót mun rekstur bæjarins endurskoðaður með það í huga að ýtrustu hagsýslu verði þar við komið Af þessu má sjá að hér er unnið af ráðdeild, og með fjárhagsafkomu hvers einstaks bæjarbúa í huga. Mikilvæg barátta. Lengi hafa fréttir frá Sameinuðu þjóðunum ekki vakið eins mikla athygli hér á landi sem þessa dagana. Það er ekki ofmælt þótt sagt sé að í Katanga berjist Sameinuðu þjóðirnar fyrir lífi sínu. I Kongó hafa þær í fyrsta sinn gerzt virkur baráttuaðili til styrktar friði í heiminum. Þær hafa notið nokkurs stuðnings, en því miður hafa sterk öfl unnið gegn þeim í Kongómálinu. Það hlýtur að vera von okkar Islendinga, sem annarra þjóða, að Sameinuðu þjóðirnar beri hér góðan sigur af hólmi, en friðarspillar verði fljótt yfirunnir. ar nálgast Peking. Vísir hefur áreiðanlegar fregnir af því að helztu háskólum í Sovétríkjunum hafi verið boðið að senda fulltrúa til að vera við staddir 50 ára afmælis- hátíð Háskóla Islands í haust. En Rússarnir sendu engan fulltrúa og heldur ekki sendu þeir neinar gjafir til Háskólans. Nú er það auðvitað svo að alls ekki var hægt að ætlast beinlínis til þess að Rússar sendu fulltrúa eða gjafir, en þó vekur það undrun vegna þess, að þeir hafa á undanförnum árum gert sér mjög títt um Há- skólann og íslenzkt menning- arlíf. Þeir hafa oft áður fært íslenzkum menntastofnunum gjafir og haldið íslenzkar bók- menntakvöldvökur í Moskvu. En nú virðist einhver tregða komin í hinn íslenzka menn- ingaráhuga þeirra. Háskólinn mun tímanlega áður en Háskólahátíðin var haldin hafa boðið þremur merk- ustu háskólum Sovétríkjanna, í Leningrad, Moskvu og Kænu- garði að senda gesti til hátíðar- innar. En þeir afsökuðu sig all- ir og sendu engan fulltrúa. Dregur úr starfi MÍR. Það hefur jafnframt vakið nokkra eftirtekt að í vetur virðist og muni stórfækka þeim rússnesku listamönnum, sem koma hingað til lands á vegum MÍR. Er af sem áður var, þegar aldrei var flóafriður fyrir alls- kyns söngvurum og ballett- meisturum austan úr Bolsjoj og Grúsíu. Hafa menn verið að velta því fyrir sér hvers vegna Rússar hafi nú allt í einu misst áhug- ann á menningartengslum við fsland. Kínversk list í Snorrasal. En fyrir nokkrum dögum gerðist atburður í menningar- höll kommúnista sem er e. t. v. svarið við þessu. Kristinn Andrésson formaður Máls og menningar opnaði nýlega sýn- ingarsal í húsi félagsins við Laugaveg, sem kallaður er því virðulega heiti: — Snorrasalur. En með hverju er þessi salur vígður? Hann er vígður með kínverskri listsýningu. Hér ber því margt að sama brunni. Bandaríska vikuritið Time sagði nýlega frá því að íslenzku kommúnistarnir á flokksþinginu í Moskvu hafi stutt Albani. Það virðist því engum blöðum um það að fletta, að Kristinn Andrésson og fleiri forsprakkar kommún- ista hér á landi halda enn fast við Stalin-dýrkunina og leita nú miklu fremur tengsla við Pek- ing en Moskvu. Voru þrjá §ólar- hringa á leiðinni. Færð enn slæm sunnanlands. Bílalest, sem fó_- frá Akurevri S.l. þriðjudagsmorgun áleiðis til Reykjavíkur kom hingað í morgun eftir erfiða og harðsótta ferð. Vegagerðartæki voru send frá Akureyri bílalestinni til aðstoðar vestur í Skagafjörð og tók sú ferð hátt upp í sólarhring. Komust bílarnir um hálf sex- leytið á miðvikudagsmorgun í Varmahlíð. Eftir nokkra hvíld var haldið áfram á miðvikudag- inn til Blönduóss og gist þar. En í gærmorgun lagt af stað þaðan og á 7. tímanum í gær- kvöldi komu bílarnir suður að Fornahvammi, en um klukkan 5.30 í morgun hingað til Reykjavíkur. í Eyjafirði er enn þungfært, en þó komast mjólkurbilar leið- ar sinnnr. Litlir bílar hreyfa sig hinsvegar ekki nema aðeins um götur Akureyrar. Þær hafa verið ruddar undanfarna daga og umferð um þær orðin sæmi- lega greið Ekki bætzt neitt við snjóinn þar síðustu dagana og veður verið gotl, en kalt. í morgun var 7 stiga frost þar, í fyrrinótt 10 stig og nóttina þar áður 14 stig. Hér syðra hefur skafið tals- vert bæði í gær og í morgun og færð þyngst sumstaðar af þeim sökum, en mjólkurbílar og aðrir stórir bílar samt komizt leiðar sinnar. En 'bæði Hellis- heiði og 'Krýsuvíkurleið munu hafa verið þungfærar fyrir litla bíla í morgun. Gert var ráð fyrir að báðar leiðirnar myndu verða ruddar í dag. í Kollafirði hefur skafið tals- vert í gær og í morgun og næsta örðugt um vik að rvðja leiðina vegna þess að það skefur jafn- harðan í brautina. Þá hefir færð þyngzt til muna í Borgarfirði, einkum á leiðinni frá Gljúfrá og upp að Fornahvammi. Á þeirri leið er komin þyngslafærð, en vega- gerðin er með tæki á veginum til að ryðja af honum snjónum eftir því sem tök eru til. I Katanga Framh. af 1. síðu. Flutningur liðs og birgða til stöðva Sþ. í Katanga frá Leo- poldville í bandarískum flugvél- um er aftur hafinn. Þeir stöðvuðust í gær, eftir að skotið var á bandaríska flutningaflugvél og hún löskuð, er hún ætlaði að lenda, og varð hún að hverfa aftur til Leopold- ville. Tsjombe er nú kominn inn í Katanga, ferðast laindleiðis frá Ndola í Angola. Hann fór flugleiðis frá París til Brazza- ville og þaðan til Ndola. Home utanríkisráðherra Bret- lands sagði í gær á þingi, að Sir Roy Welensk hefði hvatt Tsjombe til að komast heim og reyna að finna leiðir til friðsam- legrar lausnar á vandamálun- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.