Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. desember 1961 V * S ! R 11 ' TUSHi MY BOV- WHEM ^ •lOU ARE FAMOUS/ JUST GIVE A TMOUSHT TO ''HOMEST JOHM"- THAT'S Viall i ask! n—’ I DOM'T > KMOW HOW TO THAMK ^YOU, SIR., APUPPET ^ WlTHOUT STR6EMQS/ ' WHAT A H DKAWIMS ) CARDJ AMD HE'S YOURS -FOR APRICE, . OF course! í SOOD MESMS, MY BOY! THE MAESTRO AAAKES YOU THESTAR OFHIS CHRISTMAS SHOW! X INNISKÚR brúnir og svartir fyrir kvenfólk og karlmenn mjög vandaðir nýkomnir. GEYSIR HJ. Fatadeildin. G O S I jólasaga barnanna — Lifandi brúða. Hviiíkt furðuverk. — Og þú mátt eiga hann .. auðvitað fyrir gott verð Gosl bíður á meðan þorpai- arnir tveii hvíslast á. Síðan ... — Góðar fréttir, flrengur minn ftleistarinn ætlai að gera þig að stjörnunni í jólasýning- PlMOCCHIO WAlTS WHILE THE TWO PASCALS WHISPEK. TOSETHER. THEN... unni. — Alveg rétt. — Ég veit ekki á að þakka þér. — Ekkert, drengur minn. En þegar þú ert orðinn frægur, þá hvernig ég hugsaðu til Skolia gamla. Það er allt sem ég óska eftir. nema fáeinar kexkökur eftir. Ef Steve hafði rænt eldhúsið milli árbíts og hádegisverðar, hlaut hann að hafa gífurlega matarlyst. Þetta var eiginlega dálítið kynlegt, en hún nennti ekki að hugsa um það frek- ar, en nú var spurningin hvað hún ætti að gefa ofurstanum að drekka. Kaffi — vitan- lega. Steve mundi eflaust þiggja bolla líka. Hún setti upp ketilinn og kveikti á gas- inu og fór með brauðsneið- arnar inn í stofu. Dyrnar stóðu í hálfa gátt og hún heyrði Steve segja, ó- venjulega byrstan: — En mér datt ekki annað í hug! — Það var vanhugsað, drengur minn, sagði ofurstinn ásakandi. — En hver getur hafa drepið hana úr því að þú gerðir það ekki? hropaði Steve. Röddin er enn hvöss, en Susan skildi að Steve var ekki reiður, það vai eitthvað annað sem olli háværðinm. Hræðsla, ef til vill? — Ég veit ekki meira en þú veizt sjálfur, sagði ofurstinn. — Ég verð að játa, að ég hélt fyrir mitt leyti að þú hefðir drepið hana. — Og ég hélt að það væri þú, sagði Steve. — Þess vegna flutti ég líkið úr þínu herbergi í mitt. — Segirðu að líkið hafi verið í minu herbergi? feagði ofurstinn hvasst. — Já, og hnífurinn þinn hafði verið notaður. — Steve, er þér alvara að segja að þú hafir dregið líkið inn í herbergið þitt og falið hnífinn, af því að þú héldir að ég hefði drepið konuna, og ætlaðir að bjarga mér úr ó- göngum? spurði Morgan of- ursti. — Ég vildi gefa þér tæki- færi til að komast úr ógöng- unum, sagði Steve. — Ég veit ekki hvað ég á að segja um þetta, Steve. Þetta var fallega hugsað af þér, en vitleysislega hugsað. Hvernig datt þér í hug að ég færi að drepa ókunnuga konu? — Þekktir þú hana ekki? — Alls ekki. — Þá botna ég ekkert í þessu, sagði Steve. — Hún var drepin í þínu herbergi cg með þínum hníf . , Þú hlýt- ur að hafa drepið hana. Susan hreyfði sig ekki úr sporunum. Henni fannst hún sjá báða mennina. Það gat ekki verið vafi á að Steve hélt að Morgan væri sekur. Hún vissi að Steve sá ekki sólina fyrir ofurstanum. Og nú var hann allt í einu farinn að ef- ast um þann. — Ég kann ekki við að heyra þig tala svona, sagði Morgan. — En hvað annað eret ég sagt. Hú^ kom til að tala við big, var ekki svo ? Þú lézt mig fara út — vitanlega af því að þú áttir von á heimsókn. Hún var í herberginu þínu og rek- in í gegn með þínum hníf Það verður ekki skilið nema á einn veg. — En ég drap hana ekki, Steve, sagði Morgan lágt og gerði þögn við hvert orð. — Ég veit ekki hvað þú hefur í huga, en pú hefur engan rétt til að saka mig um þetta. Steve tók öndina á lofti. — Er það svo að skilja, að þú haldir að ég hafi drepið hana. — Nei, ekki voru það mín orð, sagði oiurstinn kveljandi dræmt. — Ég mundi aldrei segja slíkt, nema skýlausar sannamr væru fyrir því, Steve. En hér er ýmisiegt, sem erfitt. verður að gefa skýringu á. Lögreglan fann líkið inni hjá þér, og hún veit að konan snurði ármanninn eftir þér. Hlustaðu nú á mig, Steve! Þú veizt að ég vil hjálpa þér eins mikið og mér er unnt Þess vegna sagði ég ekki logreglunni frá pessu heiroilisfangi. Ég vildi fyrst og fremst hafa tal af þér. Ég vildi fá að vita hvað þú hefðir hug$að þér að gera, drengur minn. Mér virtist að þú mund ir áiíta bezt að reyna að kom ast undan. Ég er ekki viss um að ég sé sammála þér um það, en mig hefur aldrei langað að hugsa eða taka ákvarðanir fyrir þig. Ég hafði peninga með mér. Og úr því ég tala um peninga: hve miklir pen- ingar voru í leynihólfinu í handtöskunni ? — Ég vissi ekki til að þú hefðir neitt leynihólf eða pgn- inga þar, sagði Steve. Ofurstinn varð allt í einu léttari á brúnina. — Það er gott, drengur 1 minn. Ég hált heldur ekki að Leikspilið í sérflokki að fjölbreytni og skemmt- an, til yndis og ánægju börnum sem fullorðnum. Kemur í verzlanir um helgina. Heildsölubirgðir: PÉTUE EINARSSON H.f. ÁSAÞÓIt Laufásvegi 4, Sími 11795 —11945. Aðalstræti 9 C. sími 13492. þú vissir það. En einhver hef- ur vitað það. því að þúsund dollarar í smáseðlum eru horfnir þaðan. Ég sagði lög- reglunni að þarna hefði horf- ið áríðandi skjöl, af því að ég vildj ekki að hún færi að gera leit að þeim, ef þú hefðir tek- ið þá. — Þú hefur svei mér gert þér háar hugmyndir um mig, sagði Steve beiskur. — Jafnvel dýrlingar stela, ef i nauðirnar rekur. Og af því að ég vildi ekki ganga að þessu vísu, hafði ég peninga mef5 mér. Ég hef meira en nóg h^pda þér til að komast af með meðan þú verður í Eng- landi. Þú verður sjálfur að afráða hvað þú gerir. Hyggi- legast væri að þú gæfir þig fram — en því verður þú, sem sagt, að ráða sjálfur, drengur minn. Susan heyrði að Steve and- aði þunglega. — Þú verður að taka þessu með stillingu. sagði ofurstinn í skipunartón. — Auðvitað tek ég því með stillingu, sagði Steve. — Þú : verður bara að gefa mér of-, urlítið ráðrúm, svo að ég gæti kannske komið auga á það broslega í málinu. Líttu nú' Læknadeildarhús fyrir happdrættisfé. Næsta bygging, sem Há- skóli Islands ræðst í að reisa fyrir happdrættisfé, verður sérstakt hús fyrir læknadeild- ina, og á það að rísa sunnan Hringbrautar, andspænis Landspítalanum, að því er Ármann Snævarr háskóla- rektor tjáði blaðamönnum í gær. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að húsnæðis- þrengslin há starfsemi Há- skólans. Eðlisfræðistofnuniu, sem var til húsa c, háskóla- kjallaranum, átti .. d. við of mikil þrengsli að búa þar, og fékk inni í kjallara Þjóðminja safnsins, þegar Náttúrugripa safnið flutti þaðan í nýja hús næðið að Laugavegi 105 og fyrir löngu er orðið allt. of þröngt um læknadeildina. Því verður næst ráðist í að byggja yfir hana, eins og áð- ur segir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.