Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 08.12.1961, Blaðsíða 12
VÍSIR Föstudagur 8. desember 1961 Akurnc hæstir. í fyrradag skýrði Vísir írá því, aS Reykjavík væri orðin mesti síldarbærinn, hefði þá um helgina farið fram úr Akráncsi að síldarmagni, sem landað hefði verið. Nú er rétt að taka það fram, að þrátt fyr- ir þetta munu Akurnesingar enn vilja telja sinn bæ meiri síldarbæ, aðallega fyrir það, að hjá þeim hefur síldin orðið nieiri að verðmæti. Sést þetta bezt af því, að síldarsöltunin hefur orðið lang mest á Akra- nesi. Akranes lang hæst. Um síð'ustu helgi var sam- tals búið að salta við Faxafló- ann um 57 þúsund tunnur. Þar af höfðu Akurnesingar saltað 22 þúsund tunnur en Reykvík- ingar aðeins 7 þúsund tunnur. Ástæðan fyrir því að Reykja- vík komst upp fyrir Akranes að síldarmagni var smásíld veiðin undir Krýsuvíkurbjargi. Þangað fóru reykvísku bátarn- ir og mokuðu upp síld, sem að mestu fðr í gúanó. En Akranes- bátarnir héldu áfram að sigla vestur í Kolluál og undir Jökul og þó þeir fengju ei eins mikið magn, komu þeir að landi með feita og stóra ágætis söltunar- síld. Góður þrifnaður hjá Jóni Sím. í MORGUN var íorráðamönn um Brauðgerðarhúss Jóns Sím- onarsonar h.f. afhent yfirlýs- ing frá heilbrigðiseftirlitinu varðandi ástand brauðgerðar- innar. Segir í yfirlýsingunni að við eftirlit í brauðgerðinni, er fram fór í morgun, hafi komið í ljós, að umgengni og þrifnaður í brauðgerðarhúsinu sé góður. Bandaríkjastjórn liefur lof- að að leggja fram 24.7 millj. dollara til hjálparstarfsemi Sameinuðu þjóðanna í þágu Palestinuflóttamanna singar Hvers vegna hætta þeir í Kolluál? í rauninni er það miður, farið að Reykjavíkurbátarnir J skuli veiða gúanó síldina sunn- an Reykjaness, þeldur en hina verðmætu söltunarsild vestur í Kolluál og kom það t. d. fyr- ir á þriðjudaginn, að nóg síld var undir Jökli en fáir bátar. En að sumu leyti er Reykja- víkurbátunum vorkunn, þar sem langt er að sækja vestur eftir og hún hefur brugðizt þar dag og dag. Auk þess fór ein veðurspáin heldur illa með þá í síðustu viku, þar sem spáð var norðan roki sem aldrei kom. 40,000 tn. ekki 56.000 f MORGUN lcitaði hlaðið upplýsinga hjá skrifstofu síld- ái-útVégsnéfridar, um sölu vetr- arsíldar til Rússlands. l" Skýrði skrifstofan svo frá, að samningum sé ekki að fullu lokið, og að það hefi verið ranghermi hér í blaðinu í gær, að samningarnir tækju til 56,000 tn„ heldur er magnið 40.000 tunnur. Að gefnu tilefni skal upplýst, að fregnin í blaðinu í gær var ekki frá skrifstofu nefndarinn- ¥• Indverjar hafa sent herlið til landamæra portúgölsku nýlendunnar Goa, — segir indverska stjórnin portú- galst lið hafa vaðið þar yfir landamærin og haft ofbeldi í framrni. Ekki er talið, að Indverjar muni ráðast inn í Goa. Útijólatrén verða 10. Byrjað að setja þau upp í gær. Nú fyrir jólin verður stillt upp tíu útijólatrjám víðsvegar um bæinn til augnayndis fyrir bæjarbúa, og var byrjað að koma þeim fyrir í gær. Trjánum verður komið fyrir á þessum stöðum: Á Mikla- torgi, Austurvelli, Sunnutorgi, Hlemmtorgi og á Landakots- túni, við Bankastræti, Melavöll, Neskirkju, Kirkjuteig við Laugarnesveg og við Réttar- holtsveg. — Reykjavjkurbær kaupir öll trén handa borgur- unum, nema tréð á Austurvelli, sem er gjöf frá Osló. Eru for- eldrar sérstaklega áminntir um að leiðbeina börnum sínum um að skemma ekki trén á neinn hátt. Þetta er tekið fram vegna þess, að nokkur brögð hafa ver- ið að því, að slitnar hafa verið greinar af trjánum áður en kveikt hefir verið á þeim. Tillögur um framtíð- arhöfn í Reykjavík. KrKMMUieuöm.. CMSO-JARHSnt rrutíAZ í gær á bæjarstjórnarfundi var lögð fram greinargerð yfir- verkfræðings Almenna bygg- ingarfélagsins, Ögmundar Jóns- sonar um framtíðarhöfn Reykja víkur. Almenna byggingarfélag- inu var árið 1958 falið að gera athuganir um hafnarstæði fyrir Reykjavík. Jafnframt fylgja teikningar til skýringa ásamt fylgiritum um rannsóknir Tóm- asar Tryggvasonar, Atvinnu- deildar Háskólans, Guðmundar Pálmasonar og Unnsteins Stef- ánssonar. Niðurstöður yfirverkfræðings. ins er sú, að höfn í sundunum mundi verða um helmingi ó- dýrari en höfn með garði út í Engey, þegar miðað er við lengdarmetra bólverks, en bent er á margvíslega kosti slíkrar hafnar. Engeyjarhöfn I er ætluð kosta 1.2 milljarða kr., Engeyjarhöfn II tæpl. 1.1 milljarð, Kirkju- sandshöfn, sem er stórum minni, 353 milljónir og Sundhöfn 855 milljónir. Gerðar voru fjórir tillögur, tvær um Engeyjarhöfn og sín hvor um Sundhöfn og Kirkju- sandshöfn. í samanburði sínum og loka- orðum segir Ögmundur Jóns- son að innan Kleppsskafts séu venjuleg og næsta einstæð skilyrði til hafnarbyggingar. „Yfirleitt er það svo, að annað hvort eru bólverk byggð út í sjó og þarf þá að flytja alla fylling að, eða byggt er inn í land og verður þá að flytja upp- gröftinn í burtu. En hér er það svo að dýpkun og uppfylling standast á. Myndin er af annarri tillög- unni um Engeyjarhöfn. ★ Lagt var fram á þingi í dag stjómarfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka allt aS 2 millj. dollara (um 86 millj. ísl. króna) að láni hjá Alþjóðabankanum í Washington. Er féð ætlað til stækkunar hitaveitunnar í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn eftir 8 ára hlé sem Alþjóðabankinn tekur upp lánveitingu til íslands. síðan í fyrrahaust á ársfundi Alþjóðabankans í Washington. Á fundi bæjarstjórnar í gær gat borgarstjóri Geir Hall- grímsson þess að ætlunin væri að hitaveita væri lögð í öll hús á bæjarskipulaginu á næstu fjórum árum. ,<* ---------------------- Fjármálaráðherra Gunnar Tliors sendiherra og Þórhallur Thoroddsen mun fylgja stjórn-. Ásgeirsson, einn af 1 forstjórum arfrumvarpi þessu úr hlaði í Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, taka efri deild á þingi í dag. Strax þátt í viðræðum. Reykjavíkur- eftir helgina hefjast svo í Wash- í bær mun senda sérstaka full- ington lokaviðræður um lán- trúa vestur til samningavið- veitinguna. Af hálfu Fjármála- ræðnanna. ráðuneytisins munu þeir Thori Málið hefir verið undirbúið •^- Mestu liðflutningar Banda- ríkjamanna síðan 1956 fara nú fram á bílabrautinni (auto- bahn) yfir Austur-Þýzkaland inilli Berlínar og V.-Þ. fara fram mannaskipti í hcrnámsliði þeirra í-Berlíiv og-eru-í því nlt 5000 menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.