Vísir


Vísir - 11.01.1962, Qupperneq 10

Vísir - 11.01.1962, Qupperneq 10
10 V t S I R Fimmtudagur 11. janúar 1962 — segir öryggismálastjóri. Vísir átti stutt samtal viS Þórð Runólfsson ör- yggismálastjóra í morg- un, vegna slyssins í Iyft- unni aS Sólheimum 23. Sagði Þórður, að reglur okk- ar væru sniðnar eftir alþjóða- reglum. — Við höfum að vísu rætt um það áður en slysið átti sér stað, að nauðsynlegt kynni að vera að setja lista við þrösk- uldinn á lyftunni. En það er hvergi í erlendum reglum. Við fylgjumst alltaf með reglunum með það fyrir augum að endur- nýja þær, þegar aðstæður breyt- j ast. Var bilið við þröskuldinn, milli veggjar og lyftu of mikið? — Bilið var eitthvað um 20 mm á þessum stað. Þegar um er að ræða háhýsi eins og þetta, er erfitt að hafa vegginn svo lóðréttan, að bilið sé alls staðar hið sama. Það getur verið niður í 5—10 mm. Slysin eru ekki útilokuð fyrir það. Ef krakki er á fjórum fótum inni í lyftunni, getur það fest fingur í bilinu. Annars álít ég að fólk sýni of mikið gáleysi, þegar það leyf- ir börnum sínum að umgangast lyftur eins og hér er gert. Er- lendis þekki ég þetta ekki. Ég hef komið þar í mörg fjölbýlis- hús, en aldrei orðið var við börn ein á ferð í lyftunum. Þetta er bæði gáleysi og aga- leysi hjá okkur. Hvað um lyftuna sjálfa? — Þetta er ein af betri lyftu- tegundum, sem hingað hafa komið til landsins. Hún er frá Sviss. — Verða mörg lyftuslys í Reykjavík á ári? — Aðeins örfá og engin stór. En það heíur stundum legið við i að fara stórslysi. Það er einkum, þegar hurðarútbúnaður bilar. Fólkið opnar lyftuhúsið og heldur að lyftan sé tilbúin, en þá er hún kannske langt fyrir ofan eða i neðan. Þórður Runólfsson sagði, að I í Reykjavík væru 60—70 lyft-i ur, þær elztu í Reykjavíkur-' apóteki og Eimskipafélagshús- Kristf. Guðlaugsson til Loftleiða. mu. Best að auglýsa I Visi Kristján Guðlaugsson hæsta- réttarlögmaður hefur frá s.l. áramótum ráðizt til Loftleiða sem lögfræðilegur ráðunautur félagsins. K. G. sagði um þetta í stuttu viðtali við Vísi, að hann mundi jafnframt gegna áfram föst- um störfum hjá öðrum hluta- félögum, sem hann hefur áður starfað fyrir. Hins vegar hætt- ir hann almennum lögfræði- störfum og leggur niður skrif- stofu sína á Hallveigarstíg 10 í þeirri mynd, sem hún hefur ver- ið rekin. Eins og kunnugt er hefur K. G. um alllangt árabil annazt lögfræðistörf fyrir Loftleiðir, eða frá 1953, og verið formað- : ur stjórnar þess frá sama tíma. K. G. hefur frá áramótum sl. haft bækistöð sína hjá Loftleið- um, en skrifstofur hans, sem um allmörg ár voru í Hafnar- Framh á 5 siflu Hörpudansar á sin< Sinfóníuhljómsveit íslands heidur fyrstu tónleika sína á þessu ári í Samkomuhúsi liá- skólans í kvöld. Stjórnandi verður Jindrich Rohan, en ein- leikari á hörpu Mariluisc Dra- heim, sem leikur í tveim döns- um eftir Debussy, er fluttir verða í fyrsta sinn hérlendis. Framh aí 7 síðu skurðarborðinu. Einnig var minni þörf á að gefa þeim kvalastillandi lyf en ella. Þegar um var að ræða brott- nám skjaldkirtilsins eða að- gerð við kviðsliti þurfti að- eins að gefa sjúklingnum helming þess deyfilyfja- skammts, sem venjulegur var og legutíminn á sjúkra- húsinu eftir skurðaðgerðina var helmingi styttri en ella. Dáleiðslan er aftur á móti verr fallin til notkunar við skurð á gallblöðrunni og magaskurði. £itt af þeim tilfellum, sem bezt hafa tekizt og dr. Kolouch segir frá var verzl- unarmaður einn, sem óttað- ist mjö0 skurðaðgerðir, Auk- ið hafði það á ótta hans að hann hafði gengið undir kviðslitsaðgerð, er hann var 41 árs en aðgerðin hafði mis- tekizt. Þá var hann rúmfast- ur á sjúkrahúsi í fimm daga og varð að gefa honum stóra skammta af róandi og kvala- stillandi lyfjum. í fimm ár hafði hann liðið miklar kval- Dr. Koloucli rláleifíir sjúkling. ir, en ekki árætt að ganga undir aðra aðgerð af ótta við hnífinn. Dr. Kolouch taldi hann á að láta dáleiða sig. Við dáleiðsluna hvarf óttinn við skurðaðgerðina. sjúk- lingurinn var hinn rólegasti fyrir aðgerðina og á skurðar- borðinu. Hann fékk aðeins einn skammt af deyfilyfjum og var kominn á fætur dag- inn eftir aðgerðina. Tónverkin, er flutt verða, eru Ófullgerða sinfónían (nr. 8 í h-moll) eftir Schubert, T'æir dansar (Dansé-sacrée og Darise profane) eftir Debussy, og loks Sinfónía nr. 6 (Pastorale) eftir Beethoven. Fréttamenn hittu hljómsveit- arstjórann og hörpuleikarann að máli í gær. Jindrich Rohan viðurkenndi, að það væri að nokkru leyti rétt, að 6. sinfónía Beethovens væri hans eftirlæt- isverk, hún væri hin eina af nljómkviðum hans, sem ekki fælist í hetjudýrkun, hún væri lýrisk, ást á sveitasælunni, einkum 2. kaflinn, í henni gengi tónskáldið úr rómantík- inni yfir í impressionismann og raunar alla leið yfir í nú- tímamúsikina. Þetta væri bæði víðfeðmt og undurfagurt verk. Mariluise Draheim er fyrsti fastráðni hörpuleikarinn, sem hér ræðst í hljómsveit. Þessi unga tónlistarkona hlaut mennt un sína í Hamborg, sex ár í einkaskóla. Hún sagði að það erfiðasta við að leika fyrir fólk á tónleikum fælist i því, að þá þyrfti hún að horfa stöðugt á nótnablaðið en hörpuleikarinn vildi helzt hafa augu með strengjunum, einnig með skeml- unum, því að spilað væri á hörpu bæði með höndum og fót- um. Harpan hefði 47 strengi, því iengri sem þeir væru. þeim mun betra að fá þeim tóna að vild Hörpuna þarf að stilla á hverjum degi. Aðspurð kvað ungfrú Draheim það rétt. að langflestir hörpuieikarar væru konur. Viðtal dagsins — Framh af 4 síðu. lengi. Þeir sáu til mín og hentu að mér spotta. Mér gekk fljótlega að koma hon- um undir handleggina og þeir drógu mig upp hið snarasta. Eg var líka á Jóni Baldinssyni, þegar hann fórst við Reykjanes 30. marz 1955. Okkur var öllum bjarg- að eins og þú manst sjálf- sagt. Við vorum þá að fara af Selvogsbanka og ætluðum á Eldeyjarbanka. Komust þið ekki einhvern- tíma í hann krappan, þegar: þú sigldir á stríðsárunum? — Mér er það minnis- stæðast, þegar við sigldum eitt sinn á England árið eftir \ að seinna stríðið skall á. Þá var eg á Skallagrími, og við urðum til að bjarga skips- höfn af ensku hjálparbeiti- skipi. Það hafði orðið fyrir j árás og sökk innan stundar. Áhöfnin var komin í bátana,: 354 manns í 14 bátum, þegar við komum á vettang og tók- um „tjallana“ alla upp í. Og það skal eg segja þér, að þá 1 var orðið þröngt í Skalla með 354 „tjalla“, alls um borð. Svo skiluðum við þeim í land og var auðvitað tekið með kostum og kynjum, hossað hátt og verðlaunaðir. Einn karlinn í Hull lét sig ekki muna um það að kalla Skallagrím lífbát brezka flotans. — Hvaða land hefir þéj.' líkað bezt að sigla, á? — Vafalaust England. „Tjallarnir“ eru fyrirtak, já, þeir eru beztir heim að sækja þegar allt kemur til alls. — Einhver finnst þér lík- lega munurinn á togurunum i e Samhliða sveitakeppninni í meistaraflokki, sem nýhafin er i félaginu, mun fara fram einmenningskeppni í fyrsta! flokki, og hefst hún i kvöld í Sjómannaskólanum kl. 8. Fé- lagsmenn eru beðnir að til- kynna þátttöku sína tii réttra aðils sem allra fyrst. nú og þegar þú byrjaðir á þeim fyrir 47 árum? — O, biddu fyrir þér, mað- ur. Það er sá reginmunur, að erfitt er að leiða þeim það fyrir sjónir, sem ekki hafa reynt hvort tveggja. Það er nú bæði, að vinnu- tíminn er ekki sambærileg- ur. Fyrst var þetta varla nokkur hvíldartími, áður en vökulögin komu, og áður urðum við líka að standa vakt, þegar í land kom. Nú eigum við heimtingu á sólar- hrings fríi í landi. Áður urð- um við að lóða með handlóði, þegar nálgazt var land, nú er allt sjálfvirkt. Fyrir vökulögin voru það eiginlega ekki nema þrekmenn, sem héldu þetta út að ráði. En fleiri reyndu það en höfðu heilsu til þess, og það var af því, að ekki var margrar vinnu völ á landi. Eg var lengi lifrarmaður, og áður fyrr þreyttist maður oft, þegar varð að bera lifrina aftur eftir öllu skipi í hvaða veðri sem var. Þetta urðu unglingar oft að gera, en það gat verið hreint og beint hættulegt. Þegar eg hugsa til baka og lít svo aftur á nýju togarana, er eins og að koma í annan heim. Eg fui'ða mig á hve ófúsir menn fara á togara nú, með allri l þeirri glæsiaðbúð og tækni, sem enginn lét sig dreyma um í mínu ungdæmi. Áður var hásetaklefinn fyrir 24, þrjár raðir af kojum hver upp af annari, 3 hæðir. Nú er þetta eins og þú sérð, varla hentugra oe fínna í mörgu hótelinu. — Ertu ekkert farinn að hugsa til að fara í land? — Jú, blessaður. Maður hefir ætlað að hætta á sjón- um í mörg ár. En svo dregst þetta alltaf úr hömlu. Á sjónum hefir maður verið mestallt sitt líf, þó maður eigi alla sína nánustu í landi. Jú, jú. Eg ætla nú að fara að hætta Maður á ekkert að vera að þvælast hér lengur. Það eru ungu mennirnir, sem eiga að taka við, erfa landið — og sióinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.