Vísir - 24.01.1962, Page 7

Vísir - 24.01.1962, Page 7
Miðvikudagur 24. janúar 1962 V » S I K 7 TH6 GOKILLAS WEKE SO STUNNEP’ THAT TAKZAN \ QUICti.LV roUNP | TIME TO FKEE TISHA STEWAKT- SALU, 7Z.OV7 AN7 PEFIANT, KAISEP’ HIS HEAI7 TO THE MOON AN7 BELLOWEIT^-'' VICTOIClOUSLy^ '// THEN HE SH0UTE7 BOLP’LY,'SOLGANl! THAT LION IS VOUK EMyf’EKOK. NOW— IT IS JUNGLE LAWÚ BStrT’by'UritSTcjíturi Syndicatc. lnc. rak upp siguröskur. Gorilla aparnir voru svo skelfingu lostnir, að Tarzan gafst tœki- t'œri til að leysa Tishhu Ste Vestmannaeyingar hafa aldrei kynnzt öðrum eins síldarafla og að undanförnu, [iví að þeir hafa treyst meira á þorskinn en aðrir fiski- menn. Sumarið var gott hjó þeim vegna dragnótaveið- anna — hvaða skoðun sem menn kunna annars að hafa á þeirri veiðiaðferð — og svo bættist við, að tugþús- undir tunna af síld hafa bor- izt þar á land. Hér sést nokk- ur hluti aflans, sem borizt hefur að upp á síðkastið, þar sem liann bíður nýtingar. Horisont bókmenntarit Þau bókmcnntatímarit, sem gefin eru út á Norðurlöndum, verða fljótlega talin á fingrum, og raunar þótt víðar væri leit- að og tekin með hin stóru löndin, kæmi víst mörgum á óvart, hve fáum tímaritum þeirrar tegundar er haidið úti, jafnvel á tungumálum, sem eiga þó vísa lesendur í hundr- aðþúsundatali utan útgáfulands ins. Milljónalönd eins og England, Frakkland, Þýzkaland geta t. d. ekki státað af stórri tölu af þessu tagi, þótt skiljanlega komi þeirra tímarit út í fleiri eintökum en hjá fámennari þjó'ðum. En satt að segja getum við lítið um þetta dæmt eftir þeim erlendum bókmenntatímarita- kosti, sem á boðstólum er í hin- LV.V.V.V.VA". um mörgu bókabúðum í Rvík. Af norrænum bókmentatímarit- um veit ég ekki til, að flytjist hingað að staðaldri önnur en sænska BLM (Bonniers Littár- ára Magasin) og danska Vind- rosen. Um nokkur ár barst hing- að hið ágæta norska tímarit Vinduet, en af einhverjum á- stæðum sést það ekki lengur hér í bókabúðum. Mér er ánægja að vekja at- hygli á finnsku bókmennta- tímariti, sem gefið er út á sænsku og mér bárust nýlega nokkur sýnishefti af. Það nefn- ist „Horisont“, kemur út annan hvern mánuð og lauk nú um áramótin 8. árganginum, og hafði ég ekki fyrr séð tímaritið eða heyrt, þótt skömm sé að. Útgefandi er Svénska Oster- bottens Litteraturförening í e a «». n r* k i borginni Vasa, aðalritstjóri Sven-Olof Högnás. Ritstjórnar- fulltrúar eru í öðrum borgum Finnlands og einn í Stokkhólmi, Harry Járv (heimilisfang hans er Boforsgatan 5, Farsta, Stock- holm), og gefur hann að sjálf- sögðu upplýsingar hverjum, er forvitnast vilja frekar um tíma- ritið og veitir viðtöku efni. En í útgáfubænum er framkvæmda- stjóri Kaj Hagman, Vasa, Sand- viksgatan 13, Finland. Af efni þessara hefta ber mest á skáldskap þeirra finnskra rithöfunda, er rita á sænsku, ljóð og sögur, og þó eru þar nokkrar Ijóðaþýðingar úr ítölsku, indversku og grísku. Ritgerðir eru m. a. um finnsk- sænsk skáldverk síðustu misser- in, um myndlist við Austurbotn, heimsókn í gestaheimili skálda, um djöfulsdýrkendur, um spænska skáldið Miguel de Una- monu. Einn úr ritstjórninni, Harry Járv, bókavörður við Konunglegu bókhlöðuna í Stokkhólmi, ritar forvitnilega Tveir voru þeir, frétta- aukarnir, í gærkvöldi. — Fyrst var rætt við Friðrik Ól- afsson, skák- meistara, sem nú heldur ut- an að keppa á millisvæðamót- inu í Stokkhólmi, og fylgja honum þangað beztu óskir um velgengni. Því næst sagði Leil'- ur Þórarinson okkur fréttir af SÞ. Hann rakti ágætlega varn- arræðu aðalfulltrúa Portúgala, er Angóla-málið var tekið fyr- grein er nefnist Alexandriana, en svo hét það bókasafn, sem gegnt hefur einna merkustu hlutverki í menningarsögu heimsins, og er það þó liðið undir lok fyrir æðimörgum öld- um. Það var stofnað og starf- aði í borginni Alexandríu og var þar við líði í 937 ár, fram á 7. öld e. Kr. Meðal bókavarða fyrstu 150 árin voru Demetrios frá Ealeron, Zebodotus frá Ef- esus, Kallimachos frá Kyrene, Apollonius frá Rhodos og Ar- istofanes frá Bysantion. Hinn frægi brezki grískufræðingur Gilbert Murray spurði eitt sinn: „Hefur nokkur stofnun nokk- urn tíma verið til, sem annað eins mannval hefur veitt for- stöðu?“ Einhver dýrmætustu verk grískra bókmennta, heim- speki og vísinda voru varðveitt í þessu safni. Þá skrifar Harry Járv grein um brezka skáldið D. H. Lawrence og er síðan haf- inn í tímaritinu birting greina- flokks Lawrence um sígildar bókmenntir Ameríku, „Studies in classic American literature“, en þær ritgerðir skáldsins eru tólf. Fleira mætti til tína af efni þessa rits, en verður ekki gert að sinni. Prentun, pappír og frágangur allur er mjög þokkalegur. Þetta er tímarit, jsem virkilega verðskuldar að fá útbreiðslu, og ættu bókabúð- ir hér að sjá sóma sinn í að hafa það á boðstólum hér svo sem önnur vönduð bókmenntatíma- rit. G. B. .****.>.■ * * \ N Balu lagði hramminn á skrokk fallna Ijónsins og wart. Síðan hugsaði Tarzan: Nú ríkja lög frumskógarins. ir. Vai" mjög fróðlegt að fá að kynnast þeirri hlið, er að hin- um marghrjáðu Portúgölum snýr. Annar þáttur framhaldsleik- ritsins, „Glæstar vonir“, eftir Dickens var flutt næst á eftir andlegum lögum, sem John- sons-bræður sungu og töluðu. Þetta nýja framhaldsleikrit virðist lítið ætla að gefa eftir fyrri leikritum útvarpsins, og sýnist mér bæði flutningur all- ur og leikur með ágætum. Enda er hér um að ræða eitt af önd- vegisverkum heimsbókmennt- anna, og ber að þakka útvarp- inu, að það skuli hafa valið þetta verk til flutnings. Næst kom íslenzk tónlistar- kynning, en þar skilgreindi Jón Leifs, tónskáld, Sögusinfóníu sína, og var þetta fyrsti kafl- inn, en hann fjallaði um Skarp- héðin. Tónskáldið réðist hér í mjög erfitt verkefni, því vit- að er, að umrædd sinfónía er, af almenningi, álitin mjög óað- gengileg og torskilin. Víst er því um það, að útskýringar tónskáldsins hafa verið mjög vel þegnar af þeim, sem vilja leggja eitthvað á sig til að öðl- ast skilning á þessu veigamikla verki. Hér leggur útvarpið út á rétta braut, að því er við kemur flutningi sígildrar tón- listar, þ. e. að útskýra verkin vandlega, þar sem með því einu móti er hægt að kenna þeim að hlusta, sem ekki skilja tónlist- ina. Um Sögusinfóníuna má lengi deila, en það er galli á j upptökunni með Borgarhljóm- jsveitinni í Helsinki, að hún er !nú slitin orðin og nokkuð óskýr. Ezra Pétursson, læknir, flutti gagnmerkt erindi um geðræn vandamál unglinga. Var hér vísindalega tekið á málunum og mikill fróðleikur fluttur. Margir foreldrar munu hafa öðlazt einhvern skilning á ó- skiljanlegri framkomu af- kvæma sinna. Þetta ágæta er- indi var ekki nógu vel flutt; flytjandinn talaði of hátt og hratt. Dr. Hallgrímur flutti skýr- ingar og formála að fimmtu- dagstónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en hún flytur m. a. verk eftir hann sjálfan. Ekki er því hægt að segja, að ísl- enzku tónskáldin hafi ekki feng ið að útskýra verk sín fyrir hlustendum í tgærkvöldi. Nýr piltur, Úlfar Svein- björnsson, sá um lög unga fólksins, og gerði hann það á margan hátt þokkalega. Mér þykir samt alltaf leiðinlegt að heyra, þegar leiknar eru aðeins hálfar plöturnar, en það er nokkuð algengt einmitt í þess- um þætti. Þórir S. Gröndal.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.