Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 13
FRAMLEIÐNI ÓBREYTT í 20 ÁR Bandarísk fyrirtæki hafa á undanförnum árum fjárfest i tölvum og tölvukerfum fyrir þúsundir miljarða króna. Það hefur þó ekki haft merkjanleg áhrif á framleiðni þeirra. Framleiðni skrifstofumanna i Bandarikjunum er talin vera hliðstæð nú og hún var i lok sjöunda ártugarins. Samkvæmt þvi hefur hún ekki aukist i tvo áratugi. Með framleiðni er átt við afköst á unna klukkustund. Fátt bendir til þess að islensk fyrirtæki geti státað af skárri árangri. Könnun Roach Þessar niðurstöður koma án efa mörgum á óvart. Þær byggjast þó á bestu uppiysingum, sem fáanlegar eru vestanhafs. Hagfræðingurinn Stephen S. Roach vann að mjög umfangsmikilli könnun á uppiysingum, sem safnað er um framleiðslu á öllum sviðum atvinnulifs á vegum bandarisku alrikisstjórnarinnar. Timaritið FORTUNE fjallaði nyiega um niðurstöður hans í itarlegri grein. í henni kemur meðal annars fram að þrjá fjórðu hluta af launakostnaði bandariskra fyrirtækja má rekja til skrifstofumanna eða "hvitflibba" eins og þeir eru stundum nefndir á máli hagfræðinga. Mun hærra hlutfall eða 90% af öllum tölvukostnaði er á hinn bóginn tilkomið vegna starfa þessara sömu manna. Það jafngildir þvi að tölvukostnaður á hvern skrifstofumann sé þrefaldur á við tilsvarandi kostnað á hvern verkamann. Verkamennirnir nefnast stundum "bláflibbar" á máli hagfræðinga. Þrátt fyrir hina miklu tölvuvæðingu skrifstofumanna telur timaritið að alla þá framleiðniaukningu, sem náðst hefur i bandarisku efnahagslifi undanfarna tvo áratugi megi þakka árangri verkamanna. Kemur ekki á óvart Fyrir nokkrum árum mátti lesa grein i bandariska vikuritinu Computerworld, þar sem bent var á að þrátt fyrir gifurlega tölvuvæðingu i skrifstofuhaldi hefði - 13 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.