Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 15
klukkutíma á dag. Það er xninna en 20% nýting. Sérstaklega á þetta við um tæki,sem keypt voru á þeim árum, þegar tölvukaup voru nánast tískufyrirbæri. Sama má reyndar einnig oft segja um stórar tölvur. Á það má til dæmis benda, að nýting stórra seguldiska er afar léleg. Kannanir sýna, að til jafnaðar hafa eigendur stórra tölvukerfa yfir að ráða 100% - 300% meira diskarými en þeir nota. Óhagkvæm skrifstofusjálfvirkni Mörg verkefni, sem tölvur leysa hafa i raun skapað ofnotkun. Ritvinnsla er aðalverkefni fyrir einmenningstölvur. Þeir möguleikar, sem hún skapar notendum á að leiðrétta ritaðan texta, gefa vissulega oft af sér vandlega unnin skjöl. Þau kosta hins vegar oft meiri vinnu en ef þau hefðu verið vélrituð. Tölvupóstur er annað dæmi um hagnýtingu á tölvutækni, sem kann að hafa skilað vafasömum hagnaði. Með tölvupósti má senda skilaboð til starfsmanna, sem þeir geta lesið þegar þeim sjálfum hentar. Af þeim ástæðum taka stjórnendur að mörgu leiti tölvupóst fram yfir hefðbundin simtöl. Þvi er ekki á móti mælt að tölvupóstur er mjög handhægur, þægilegur og lipur upplýsingamiðill. Reynslan sýnir hins vegar, að einmitt þessir kostir skapa mikið af gagnlausum og raunar óþörfum skilaboðum, sem bæði taka upp tíma starfsfólks og valda álagi á tölvur. Þeirri skoðun vex nú fylgi að skrifstofusjálfvirkni hafi þegar á heildina er litið skilað mjög vafasömum ágóða. Þetta er til dæmis skoðun David L. Shay, sem er virtur ráðgjafi vestanhafs. Hann telur að til þess að tölvuvæðing skili tekjandi árangri þurfi að endurskoða starfshætti á skrifstofum áður en ný tæki eru tekin í notkun. Árángursrík fyrirtæki Rekstrarráðgjafar hafa fyrir allnokkru gert sér grein fyrir þvi að tölvuvæðing skilar oft litlum sem engum 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.