Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 16
árangri. Fyrir kemur, að hún er jafnvel til skaða. Einnig þekkja menn dæmi um að tölvuvæðing hafi gjörbreytt starfsemi fyrirtækja til hins betra. Mörg ráðgjafafyrirtæki hafa af þessum sökum reynt að komast að þvi hvað skilji á milli þeirra fyrirtækja, sem ná markmiðum sinum með tölvuvæðingu og hinna sem ná ekki að bæta starfsemi framleiðni sina. Tvær athyglisverðar staðreyndir koma i ljós, þegar litið er á reynslu hinna árangursriku fyrirtækja. í fyrsta lagi hefur vinnubrögðum hjá þeim verið breytt frá þvi sem þau voru, áður en tölvuvæðing var ákveðin. í öðru lagi tekur það þau nokkurn tima að ná fram árangrinum. ósjaldan tekur það eitt til tvö ár. Bestu ráðgjöfunum ber saman um að vænlegast til árangurs sé að breyta starfsaðferðum áður en ny tæki eða vinnslukerfi eru tekin i notkun. Reynsla margra framleiðslufyrirtækja bendir i sömu átt. Bandarisku Ford bifreiðaverksmiðjurnar hafa bætt mjög rekstur sinn undanfarin misseri. Margir hafa talið að árangur Ford mætti rekja til aukinnar sjálfvirkni og notkunar tölvustyrða véla, sem nefndar hafa verið þvi óheppilega heiti vélmenni á islensku. í viðtali við timaritið Business Week fyrr á þessu ári hélt stjórnarformaður og aðalforstjóri Ford, D.E. Peterson, þvi hins vegar fram, að 80% árangursins væri til kominn vegna skipulagsbreytinga. Þær hefðu siðan gert mögulegt að ná fram hinum 20% með að beita sjálfvirkni og tölvunotkun. Ýmsir islenskir rekstrarráðgjafar, sem ritað hafa um tölvunotkun og tölvuvæðingu, hafa undirstrikað nauðsyn þess, að fyrirtæki láti gera rekstrarúttekt á fyrirtæknu öllu eða að minnsta kosti því verkefni, sem leysa á með tölvum áður en tölvuvæðing á sér stað. Þessum ábendingum hafa forráðamenn fyrirtækja hér á landi ekki fylgt svo að orð sé á gerandi. Fækkun yfirmanna Tölvuvæðingin skapar möguleika á þvi að breyta stjórnskipulagi fyrirtækja. Með þvi að nota tölvutækni má stytta boðleiðir. Einnig má bæta möguleika stjórnenda á þvi að fylgjast með fjámálum, 16

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.