Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.09.1986, Blaðsíða 9
Frá NordDATA 86 Hin árlega NordDATA ráðstefna var að þessu sinni haldin i Stokkhólmi dagana 16.-19. júní. Þessi langstærsta tölvuráðstefna, sem haldin er á Norðurlöndum ár hvert, hefur fyrir löngu unnið sér þann sess i hugum manna að vera hápunktur umræðu um tölvumál og upplýsingavinnslu i Skandinaviu. Skyrslutæknifélgið gerðist aðili að samtökum Nordisk DATAunion fyrir u.þ.b. 4 árum. Siðan hefur þeim íslendingum sifellt farið fjölgandi, sem sækja Nord- DATA. Að þessu sinni voru tveir íslendingar meðal fyrir- lesara á ráðstefnunni. Það voru þeir dr. Jörgen Pind, deildarstjóri tölvudeildar Orðabókar Háskóla íslands og dr. Jóhann P. Malmquist, prófessor i tölvunarfræði við Háskólann. Það hefur löngum þótt nokkur viðurkenning að fá að flytja fyrirlestur á NordDATA. Umsóknir þar um eru alltaf miklu fleiri en hægt er að veita viðtöku og þvi eru þeir sem fjalla um áhugaverðustu efnin og senda inn best unnu gögnin valdir úr. Á ráðstefnunni sjálfri starfar dómnefnd, sem metur fyrirlestrana sem haldnir eru og fjórir þeir bestu eru verðlaunaðir. Dr. Jörgen Pind var einn þeirra fjögurra, sem fengu verðlaun fyrir sinn fyrirlestur. Hann bar yfirskriftina "The Computer meets the Historical Dictionary". Dómnefndin, sem var skipuð einum manni frá hverju Norðurlandanna, byggði úrskurðinn á þvi að fyrirlesturinn fjallaði um nytt og spennandi efni, sem væri að nýta tölvutæknina sem verkfæri við tungumálrannsóknir og gerð orðabókar. Einnig væri hann sérlega vel fluttur og uppbygging mjög góð. Eins og margir lesendur TÖLVUMÁLA muna, þá vann íslendingur einnig til verðlauna á NordDATA 85, en það var dr. Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Hí. Það er þvi ástæða til þess að hvetja íslendinga til að taka þátt i þessari 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.