Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 2
2 VíSlR Mánudagurinn 2. apríl 1962 Þegar St. Mirren vann Celtic 3-1 Skríllinn uppreisn vellinum Á laugardag fór fram merkileg- ur leikur á IBROX-Ieikvellinum í Giasgow að viðstöddum 60,000 á- horfendum. Þar fór fram undan- úrslit skozku bikarkeppninnar miili Glasgow Celtic og St. Mirren frá útborg Glasgow, Paisley. — VÍSIR hringdi í gærdag í Ólaf Jóns son hjá Flugfélagi íslands á Ren- frew flugvelli og er frásögnin hér á eftir byggð á upplýsingum hans. Það hefur komið mjög á óvart hve vel St. Mirren hefur gengið í Bikarnum en illa í deildarkeppn- inni og blöðin hafa flest haft á reiðum höndum hrakspár til handa St. Mirren liðinu, og beinlínis ósk- að eftir úrslitum Rangers og Celtic. Leikurinn í fyrradag var mjög mikill „sensasjón" og kom þar til ekki sízt tillegg meira en 700 óðra áhorfenda frá Celtic, en að- dáendur liðsins eru frá heldur vafa sömum hverfum borgarinnar. — Reyndu áhorfendurnir að leysa leikinr. upp með valdi og munu — en er í sjöunda himni til þess að færa okkur meira fram í sviðsljósið, því fari svo sem raun- ar í’tur út fyrir að Rangers vinni deildarkeppnina þá munum við leika í hinni frægu Evrópubikar- keppni, sem er að ljúka um þessar mundir, jafnvcl þótt við töpum í úrslitunum gegn Rangers. Aðspurður sagðist Þórólfur fá aukalega 75 sterlingspund fyrir þennan leik, en fyrir að vinna í úr- slitum munu þeir fá 150 pund, en tryggð 50 pund hvernig sem fer. Þórólfur Beck sagðist hafa orðið glaður við eftir leildnn er hann móttók símskeyti fél'aga sinna úr KR, sem sögðust staðráðnir í að „koma á.völlinn“ þ. 21. apríl n. k., er úrslitalcikurinn í Bikarkeppnlnni fer fram í Hampden Park, stærsta knattspyrnuvelli Evrópu, en hann er skammt frá Ibrox eða skammt fyrir, austan hann og mun rúma 140—150 þús. manns. í gærdag hringdum við einnig í Þórólf Beck á heimili Ólafs Jóns- sonar að Ross Avenue númer 42 í Renfrew, útborg Glasgow, og var Þórólfur þá í afslöppun eftir hinn æsandi leik deginum áður og mciðsli er hann hlaut í leiknum, en vöðvi slitnaði í Iæri hans. Meiðsli sem hann taldi læknana eiga í litl- um erfiðleikum með að lækna. — Þetta er það stærsta sem ég hef upplifað á knattspyrnuvellin- um, sagði Þórólfur, er hann sagði okkur frá atburðunum, og sigurinn var sannarlega sætur frammi fyrir 60.000 manns, sem bjuggust við sigri Celtic. — Eftir leikinn var okkur hald- in veizla í Paisley og þar var staddur meðal gesta sjálfur borg- arstjóri Paisley-borgar. Liðsmenn voru að vonum nijög kátir og léku á als oddi. Þetta er Iíka enginn smásigur fyrir okkur, hvernig sem á málin er litið. Við höfum ekki átt upp á pailborðið hjá skozku „pressunni" upp á síðkastið og verið gerðir vonlausir af blöðun- um, en nú höfum við hnekkt hrak- spánum, og þetta getur líka orðið Á myndinni er Sigrún Ingólfsdóttir að skora eitt af 11 mörkum Breiðabliks, en fyrir utan liand- knattleikinn leggur Sigrún stund á ieik- og sönglist. og nú sem stendur ieikur hún i „Rauðhettu“, bamaleikriti, sem sýnt er í Kópavogi og i blöðunum sjáum við að hún hafi góða hæfileika til ieiks og ekki síður söng. þeir hafa álitið að lið sitt mundi ná betri árangri í nýjum leik, en er þeir réðust inn á vöilinn um miðjan siðari hálfleik var staðan 3:0 fyrir St. Mirren. Fernie, fyrrverandi Celtic leik- maður, skoraði nú hjá sínu gamla liði á S. mínútu og Kerrigan bætir við á 33. mínútu. Þórólfur kom nú við sögu aðeins nokkur augna- blikum síðar í kröftugri sókn, sem endaði með skoti Þórólfs 3:0 frá markteig, en i hinum fyrri hafði hann átt stóran þátt. 1 leikhléi var St. Mirren liðinu sett það verkefni af framkvæmdastjóra sínum, hinum snjalla Bobby Flav- cll, að leika varnar„taktík“, þvi ástæðulaust væri að leika of opið er 3 marka munur væri orðinn, sigurinn ætti nú þegar að vera staðreynd, ef rétt væri á haldið. Þessi leikaðferð reyndi mjög á taugakerfi Celtic-aðdáendanna, sem urðu að horfa upp á nær stanzlausa sókh sinna manna, en gjörsamlega árangurslausa. Um miðjan hálfleikinn sauð upp úr. — Mörg hundruð áhorfendur, mest 16 -17 ára unglingar, margir örfaðir af víni, réðust inn á leikvanginn og vildu hleypa leiknum upp. Dóm arinn, flautaði leikinn þegar af, er hann sá þessa vígalegu unglinga koma sveiflandi flöskum og bar- eflum, og sagði leikmönnum að hlaupa til búningsherbergja, Kaliað var á aukalið lögreglu til að „hreinsa" völlinn, og var lið ríð- andi lögreglumanna sent á vett- Breiðablik Breiðablik vann ÍBK i 2. deild kvenna á laugardagskvöldið með 11:6 og hafa því unnið sig upp i 1. deild. Mun þetta vera\ fyrsta skipti sem félagið vinnur mót og er ástæðan til að óska Kópavogs- mönnum til hamingju með þennan fyrsta sigur sinn. Breiðablik sigr- aði réttilcga því Keflavíkurstúlk- urnar virtust ekki hafa neina eirð i sér til að leika handknatt- I leik og í hálfleik var staðan 7:4 | fyrir Breiðablik. 'í 2. deild karla var leikur Kef'a víkur og Akraness mjög jafn og oft á tíðum fannst manni leikurinn alls ekki svo gallaður af 2. deildar- leik að vera. Allan leikinn út í gegn var staðan mjög jöfn og hálfleik var staðan 8:8. I síðari hálfleik komst Keflavík yfir, mest í 13:10, og var það mest framtaki Matthíasar Ásgeirssonar fyrrum ÍR-ings að þakka. Akurnesingum tókst skömmu síðar að gera Matt- hías óskaðlegan og eftir það skor- aði hann ekki nema 2 mörk Akur nesingar komust yfir skömmu fyrir ieikslok í 16:15 og unnu leikinn vang og tókst þeim á tæpum stund arfjórðungi að koma ólátabelgjun- um úr umferð. Um 40 manns var flutt á sjúkrahús og ótölulegur fjöldi gisti vistleg húsakynni Scotland Yard. Allir báru þessir menn græna trefla ,sem er merki Celtic. Leiknum var síðan haldið áfram eftir óiætin, eða um 16 mínútum síðar og tókst St. Mirren að sigra með 3:1 en Celtic skoraði fyrir leikslok sitt eina mark í leiknum. Sunnudagsblöðin í Glasgow voru heldur óglöð mörg hver yfir sigri St. Mirren svo þvert ofan í allt sem þau höfðu sagt, spáð og hald ið fram fyrir leikinn. Sigurinn var líka mjög óvæntur eftir tap St. Mirren sl. mánudag fyrir sama liði 0:5, en þess ber að geta að St. Mirr en tjaldaði ekki öllu sínu til þess leiks, heldur hvíldi alla framlín- una og jafnvel vörnina líka, þar Framh. á 5. síðu. Jón Þ. Ólafsson setti nýtt met í langstökki án atrennu á Iaugardag- inn á innanfélagsmóti ÍR, stökk hann 3.34 m., sem er 2 sm. betra en fyrra metið, sem hann og Vil- hjálmur Einarsson áttu saman. í 1. deiid með 19:17, sem var sanngjarn stg- ur. Beztur Akurnesinga var Björgv n Hjaltason, skoraði 8 mörk og var sem klettur í vörninni. Annar góí- ur Akurnesingur var hinn ungi og efnilegi bakvörður Atli, sem er jafnvígur á báðar hendur og rugi ar margan andstæðinginn í ríminu. Af Keflvíkingum bar mest á Matthiasi að sjálfsögðu. Hann ber höfuð og herðar yfir félaga sína Annars flokks piltarnir Karl og Grétar eru vissulega efni i góða handknattleiksmenn og eflaust í Matthíasi, sem þjálfar piltana eftir að takast að móta þessa pilta og fleiri, og gera úr þeim góða hand- knattleiksmenn. í 3. flokki A fóru leikar svo að Keflavík vann nágranna sína úr Njarðvík með 11:7, Fram vann tR 14:4, en töp i yngri flokkunum gerast óhugnanlega tíð, aðeins 2 stig hafa þeir krækt sér í i öllum flokkum (mfl. karla undanskilinn) á þessu móti, var það leiur þeirra í 3. fl. B, er þeir sigruðu Keflavík Valur vann Víking með 18:7 f þess- um sama flokki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.