Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 5
•mn 2. apríl 1962 Ljósmyndari Vísis I. M. flaug í gærdag vestur yfir Tálkna- fjörð og tók þessa mynd af Drangjökli, þar sem hann Iá strandaður á Hvammseyri. Á myndinni sést VatnajökuII við síðuna á Drangajökli og eru skipsmenn í óða önn að umhlaða farminn. Nokkru síðar Iosnaði skipið. Kvenfélag Laugarnessóknar: Af- mælisfundur verður í kvöld kl. 8.30 í fundarsal kirkjunnar.. — Skemmtiatriði. Konur, fjölmennið. Bíii óskast | fyrir 3ja ára fasteignatryggt i skuldabréf að upphæð 86 þús. ! Sími 35872. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Kjötbúðin, Hrísateig 14. Samíð við lækno 0 0« Framh. af 16. síðu. ur henni að líkindum sinnt upp á gildandi samninga. Þá er það nýmæli í þessum samningum, að tekin verður upp ný læknavakt, NEYÐAR- \7AKT, sem starfandi verður frá klukkan 13-17 dag hvem. Er þessi vakt ætluð fólki, sem þarf að fá læknishjálp án tafar, og mun síðar verða tilkynnt um það, í hvaða síma menn megi hringja til að ná í lækni i slik- um neyðartilfellum. En þessa þjónustu má að sjálfsögðu alls ekki nota nema um NEYÐAR- TILFELLI sé að ræða. I*að er einnig nýmæli, að sér fræðingum er heimilað að taka fyrir að ætla þeim sérstakan viðtalstíma — líkt og tíðkast hjá tannlæknum. Loks er þess að geta, að Sjúkra- samlagið mun innan skamms gefa út pésa til leiðbeiningar almenn- ingi um réttindi þau, sem menn hafa hjá samlaginu, hvers krefjast megi af læknum, hversu mikið eigi að greiða þeim fyrir aðstoð og þar fram eftir götunum. Iðnaðarhúsnæði 100 til 200 m7 iðnaðarhúsnæði óskast strax. Tilboð merkt „Iðnaðarhúsnæði 413“ sendist Vísi. Sendisveinn óskast í utanríkisráðuneytið frá 1. apríl, hálfan eða allan daginn. — Umsóknir ásamt meðmælum sen|d- ist utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðuneytið, 30. marz 1962. BORÐPLAST Stærð 62% X 275 cm. og 125x275 cm. Fjölbreytt litaval . Hagstætt verð Ludvig Storr & Co. Sími 1-33-33 VTSfR SBysið • • • Framh. af 16. síðu. vegar og Bústaðavegar kl. 15.40 á laugardaginn. Þar mættust tveu bílar á talsverðri ferð. Annar öku- mannanna kvaðst þá hafa ætlað 5 draga úr ferðinni og steig á hemlana, en þeir reyndust óvirkir. Varð það til þess að bíllinn kast- aðist út af veginum og staðnæmd- ist á Ijósastaur. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar missti einnig stjórn á farartækinu svo það rann niður Réttarholtsveginn og staðnæmdist ekki fyrr en niður á Fossvogsvegi. Báðir bilarnir eru stórskemmdir og varð að flytja þá burt á kranabíl- um. Annar þessara bíla var strax fluttur að bifreiðaverkstæði Árna Gfslasonar á Laugarásnum, þar sem hann átti að fara í aðgerð. En í fyrrinótt réðust þjófar á hana og stálu báðum afturhjólunum undan henni. Það mál er nú rannsókn hjá lögreglunni. Þriðja umferðaróhappið skeði i nótt á Melatorgi. Þar vildi það ó- happ til, að bifreið, sem ekið var tiltölulega hægt inn á torgið, lenti of nálægt gangstéttarbrúninni og kastaðist af akbrautinni, upp i stéttina og lenti þar á ljósastaur. Farþegi sem f bílnum var hlaut höfuðhögg og var fluttur í slysa- varðstofuna. Meiðsli hans munu þó ekki hafa verið alvarlegs eðlis Mjög miklar skemmdir urðu á bif- reiðinni og var hún ékki ökuhæf á eftir. Tveir menn voru teknir réttinda lausir við akstur um helgina og aðrir tveir fyrir ölvun við akstur. Umferðarslys varð á Laugarás vegi um helgina, en þar var sjö ára gamall drengur að æfa sig é reiðhjóli en lenti við það fyrir bifreið og slasaðist. Hann var fluttucd, slysavarðstofuna. 'rar flugferð- ir á Sæluvikuna í tilefni af Sæluviku Skagfirð- inga hefir Flugfélag íslands ákveð- ið að veita afslátt af fargjöldum frá Reykjavík til Sauðárkróks. ori í stérsvigi ' t. 'M : ■ ■ ■■■■•. ••■■ ■ •■::■-.. Hér kemur mynd af Reykjavík- urmeistaranum í stórsvigi, Ár- menningnum Sigurði R. Guð- jónssyni, en hann vann mótið í Jósefsdal um helgina. Kvennasamsöngur cg hörpuleikur í kvöld íór Kvénnadeildar Slysavarna- 'élags íslands í Reykjavík held- ír hljómleika í Austurbæjarbíó d. 7,15 í kvöld. Stjórnandi er lerbert Hriberschek, einsöngv- irar Sigurveig Hjaltested og íygló Viktorsdóttir, undirleikari Carl Pauker og einleikari á törpu Mariluise Draheim. Á söngskránni eru: Tvö ís- enzk þjóðlög (Hættu að gráta, íringaná og Lysthúskvæði), þrjú ög eftir Inga T. Lárusson og Vláninn líður eftir Jón Leifs (öll itsett af söngstjóranum), nýtt lag frumflutt eftir Skúla Hall- lórsson við ljóð Tómasar Guð- mundssonar I harmanna helgi- lundum. Tvö lög eftir söngstjór- ann og tvö eftir Sigvalda Kalda- lóns, útsett af söngstjóranum. Þá leikur Mariluise Draheim ein leik á hörpu: Hjá lindinni, eftir Tournier. Síðan koma Mansöng- ur eftir Schubert, Agneta og hafmeyjarnar eftir Gade, Kór friðarboðanna úr óperunni Rienzi eftir Wagner, og loks verða flutt 4 sönglög fyrir kvennakór, 2 horn og hörpu, eftir Brahms. Stjórn kórsins skipa Gróa Pétursdóttir formaður, Elinborg Guðjónsdóttir og Hjördís Péturs dóttir. Tónleikarnir eru fyrst og fremst fyrir styrktarfélaga kórs- ins, en nokkuð verður selt af miðum í Austurbæjarbíó í dag. < HLSÓMSVEIT SVAVARS 6ESTS 5 HELENA OG RAGNAR >*® _ Mionæturskemmtun í Austurbæjarbíói annað ■“ kvöld kl. 11.15. \ðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói, sími 11384. íryggið ykkur miða á skemmtunina. f gær seldust þeir upp á svipstundu. Kostar farið kr. 550 fram og aftur. Sæluvika Skagfirðinga verðúr að þessu sinni 1, —8. apríl. Sem jafnan áður, verður margt til skemmtunar alla daga vikunnar. Leikfélag Sauðárkróks sýnir sjónleikinn Júnó og páfuglinn, alls sex sinnum og ennfremur revíu, sem nefnist Glaumbær. Kirkjukór Sauðárkróks heldur hljómleika með kórsöng, tvfsöng og einsöng. Verkakvennafélagið Aldan gengst fyrir söngskemmtunum þar sem þeir Jóhann Konráðsson og Krist- inn Þorsteinsson koma fram með undirleik Árna Ingimundarsonar og sýnir ennfremur þætti úr bæj- arlífinu á Sauðárkróki og nefnist Rauður loginn brann. Sæluvikunni lýkur sunnudags- kvöldið 8. apríl. Flugferðir frá Reykjavík til Sauðárkróks Sæluvikuna, verða þriðjudag, fimmtudag og laugar- dag o. ef til vill oftar. Skríllinn — Framh. af 2. síðu. sem Celtic kom með sitt sterkasta lið. Öll blöðin bera samt Þórólfi vel söguna og hann er alls staðar nefndur sem einn af beztu mönn- um liðsins. Ber öllum saman um að leikur St. Mirren í fyrri hálf- leik hafi verið mjög snjall. Á Hampden Park léku á sama tíma Glasgow Rangers og Mother- well og lauk leiknum með 3:1, sömu markatölu og hjá St. Mirren og Celtic. Báru Rangersmenn af í leiknum og unnu verðskuldað. Það verða því Rangers og St. Mirren, sem , munu mætast laugardaginn fyrir páska þ. 21. þ.m. á Hampden Park og verður ekki spáð um úr- slitin hér heldur reynslan látin skera úr um þau. Hélfur bærinn ••• Framh. af 1. síðu. mikla erfiðleika á útgerð bát- anna, því að á sumum bátun- um eru svo fáir menn, að þeir ná vart upp veiðarfær- um, og vitað er um tvo sjó- menn, sem fengið hafa Iungnabólgu, af því að þeir hafa ekki viljað gefa sér eft- ir að fara á sjóinn þrátt fyrir veikindi. “ö! HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.