Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 3
Ménudagurinn 2. apríl 1962, VISIR 3 Um helglna beindist athygli manna mjög að undanúrslita- leiknum í Glasgow þar sem hinn 22 ára gamli KR-ingur og Vesturbæingur Þórólfur Beck kom mikið við sögu. Þórólfur var valinn í St. Mirren Iiðið, sem innherji og átti þátt £ öll- um þrem mörkum liðs síns, sem skoruð voru í fyrri hálfleik og skoraði það síðasta sjálfur. MYNDSJ Þessar bráðgóðu myndir voru teknar fyrir Vísi á Ibrox- vellinum, er leikur þessi fór fram á laugardaginn og komu þær samdægurs til Reykjavík- ur með Loftleiðavél. Sýna þær allar Þórólf í Ieiknum, en yfir- leitt kemur Þórólfur lltt við sögu hjá ljósmyndurum, er sjaldnast í skotfæri þar eð hann liggur oftast aftur og „matar“ félaga sína sem liggja frammi. ! .............................................................................. ■ ’ . »181 . : Þessi mynd var tekin á 34. mínútu leiksins. Þórólfur fékk sendan góðan bolta ut- an af hægri kanti inn að markteig Celtic og það var ekki að sökum að spyrja, Þór- ólfur skoraði viðstöðulaust eins og myndin sýnir og ró- aði þar með þúsundir aðdá- enda St. Mirren, sem sungu stríðssöng St. Mirren „When the Saint go marchin in“. Og hér er Þórólfur aftur að sækja á Haffey markvörð, Þórólfur var mjög sókndjarf- ur og hættulegur í þessum leik og var af öllum Glasgow- blöðunum talinn einn beztu manna leiksins. Hér sjáum við Þórólf í einu ► af einvígjum sínum við Haff- ey, markvörð Glasgow Celtic. Vel má greina á myndinni, að Þórólfi er ekkert að vanbún- aði hvað viðvíkur þjálfun, og léttur og lipur er hann, það sannar þessi skemmtilega mynd. í baksýn sjáum við hið geysimikla mannvirki Ibrox, sem er þó harla lítilmótlegt þegar það er borið saman við Hampden Park, þar sem úr- slitaleikur þessarar keppni fer fram laugardaginn fyrir páska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.