Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 1
VISIR Samii við lækna—nf mæli: HíWARVAKI Ljósmynd þessi, tekin úr lofti, sýnir aðstæður þar sem Drangajökull strandaði í Tálknafirðinum. Skipið er alveg uppi í fjöru, en svo aðdjúpt er þama, að það losnaði á flóði f gær. Vatnajökull er við síðuna á hinu strandaða skipi. Um helgina var gerður samningur milli Læknafé- lags Reykjavíkur og Sjúkrasamlagsins um kjör lækna, en um þau hefur gilt 3ja mánaða bráða- birgðasamkomulag, sem rann út á laugardag. Hinn nýi kjarasamningur er í aðalatriðum mjög svipaður bráða- birgðasamkomulaginu, sem gert var um áramótin. Þó var bætt við Í£ flestum greinum 3,5% gjaldi, er rennur til námssjóðs lækna, sem mun veita þeim styrk, er hyggjast Ifara tii framhaldsnáms erlendis. þeir sérfræðingar, sem stundað hafa sérgrein sína einvörðungu, hafa fengið nokkru hærri greiðslu frá SK en hinir, sem lagt hafa stund a almennar lækningar með sérgrein sinni. Sá munur mun hald ast áfram, en greiðslur frá sjúkl- ingum hækka ekki. Eftir er að semja um næturvakt ; lækna, en væntanlega semst fljót- ; lega um hana, og þangað til verð- Framh. á 5. síðu. JULLA FERÐ AFTURABAK" 06 DRAN6AJÖKULL LOSNADI Vélskipið Drangajökull komst á flot. á Tálknafirði síðdegis í gær fyrir eigin vélarafli og tókst þar vel og giftusamlega til. Hafði um helming farmsins verið uppskipað í Vatnajökul og : • með flóði kl. 5 síðdegis komst skipið á fiot. Til Reykjavíkur á morgun. Ingólfur Möller skipstjóri sagði £ sfmtali við Visi, að skip ið virtist lítið sem ekkert skemmt, enginn leki á þvf. Það er þvi að þakka, sagði hann að klappirnar eru vaxnar miklum þang- og þaragróðri. Sagði Ing- ólfur, að þeir byggjust við að verða komnir til Reykjavíkur eftir hádegi á morgun, þriðju- dag, en þá verður Drangajökull dreginn upp f slipp og skoðun á botninum látin fara fram. Drangajökull strandaði við inn siglinguna inn á Hópið á Sveins eyri við Tálknafjörð aðfaranótt laugardagsins. Var skipið á tals verðri ferð, þegar þetta gerðist, en innsiglingin er erfið og þarf að taka beygju í henni. Lenti skipið uppi í fjöru á svonefndri Hvammseyri. í fyrstu voru varð skip beðin um að koma til að- stoðar. Kom varðskipið Óðinn á staðinn skömmu fyrir hádegi á laugardag. Umhleðsla ákveðin. En þá var búið að taka á- kvörðun um að reyna að koma skipinu ;á flot án aðstoðar og hvarf varðskipið því aftur á burt. Drangajökull var með um 670 tonn af freðfiski. Um kl. 4 á sunnudagsmorgun kom Vatna jökull á staðinn, en hann er eign sömu útgerðar, Jökla hf. Lagðist hann sfbyrt við Dranga jökul, en nóg dýpi var öðru megin við hið strandaða skip. Var þegar f stað hafizt handa um að umhlaða fiskinn og setja hann um borð í Vatnajökul. Var uniiið rösklega að því og er þvf var hætt kl. 16.45 f gær var bú ið að umhlaða um 350 tonn. Þá voru þrfr stundarfjórðungar til háflæðis og fyllti nú sjó undir skipið. Losnaði samstundis. Á flóðinu var vélin í Dranga jökli sett af stað fulla ferð aft- urá bak og losnaði skipið þá samstundis af grunni. í morgun þegar Vísir átti tal við skipstjórann lágu báðir „Jöklarnir" á hópinu og átti að umhlaða allan farminn. Síðan siglir Vatnajökull með hann til Murmask. Frá fréttaritara Vísis. Höfn í morgun. Nú er inflúenzan komin og er svo út- breidd orðin, að veldur vandræðum á mörgum sviðum. bóliuu Hinsvegar ætlaði Drangajök- ull síðar að sigla upp að bryggju á Sveinseyri og taka þar þau 75 tonn af freðfiski er hann átti að taka þar hjá frysti húsi kaupfélagsins. Verður sá farmur í skipinu þegar það kem ur suður . Héraðslæknirinn telur, að inflúenzan sé búin að leggja um 300 manns í rúmið hér og er það há tala, þegar at- hugað er, að þorpsbúar eru aðeins um 630. í morgun komu til dæmis aðeins 24 nemendur af tæplega hundr- að, sem mæta áttu í skólan- um og var þá sýnt, að til- gangslaust er að halda kennslu áfram. Veikindin baka einnig Framhald á bls. 5. HáHur bæriott í ÞóróHur gegn teltíc — MynJsjá, Iþróttír

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.