Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Mánudagurinn 2. apríl 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugaveg: 178 Auglýsinga og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. f lausasöiu 3 kr, eint - Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Hví erum við íil? Nú um helgina hefir Alþýðubandalagið setið á rökstólum hér í höfuðstaðnum. Þingið hefir verið eitt meiriháttar sjónarspil, þar sem bandingjar kommún- ista, menn eins og Hannibal Valdimarsson, hafa geng- ið fram á sviðið og reynt að sannfæra áheyrendur um að Alþýðubandalagið eigi sér sjálfstætt líf, frá- skilið kommúnistaflokknum. En slíkar tilraunir eru fyrirfram dauðadæmdar. Innrætið breytist ekki þótt nú séu það refseyru í stað úlfs, sem upp standa. Hannibal Valdimarsson og vinir hans eru valdalausir bandingjar mannanna frá Moskvu, leikbrúður, sem áskapað er að troða einn eilífan Sovétdans, þar til yfir lýkur. Fyrir ráðstefnunni lágu tvær spurningar, segir Þjóðviljinn. Hvað vannst við stofnun Alþýðubanda- lagsins? og: hvers vegna fór vinstri stjórnin frá völd- um? Er ekki nema að vonum, að snillingunum sem að bandalaginu standa, þyki tilhlýðilegt að reyna að gera sér einhverja grein fyrir tilgangi þess sjö árum eftir stofnun þess. En kannski er þeim þó vorkunn. Spurningunni er reyndar svo vandsvarað, að sjö ár er harla stuttur tími til þess að finna svar við því, hvað unnizt hafi með stofnun bandalagsins. Ekki ætti eins erfitt að reynast fyrir Hannibal og félaga hans að finna svar við því hvers vegna vinstri stjórnin fór frá. Hún átti ekki fylgi þjóðarinn- ar og var þar að auki búin að gera í bólið sitt. En það er sálfræðileg staðreynd, að mönnum er leitt að hug- leiða mistök sín og misgerðir og því má greina sárs- aukastunurnar á síðum Þjóðviljans, þegar þetta mikla vandamál er nú krufið, tveimur árum eftir andláts- daginn. Vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum vegna þess að hún gat ekki yfirunnið þær torfærur, sem hún sjálf Húfði lagt á veg sinn. Jólagjöf hennar var átta hundruð milljón króna skattabyrðar, úrræðaleysi í iandhelgismálinu, yfirklór í togaraútgerðarmálinu, og svo mætti lengi telja. Vinstri stjórnin hratt þjóðinni út á botnlaust dýpi efnahagsvandræða og skildi við skútuna skipreika. Henni verður ekki aftur fengin skipsstjórnin. Snilld Tímans Jesús var Gyðingur. Þeim kristnu mönnum, sem er gjamara að leggja meiri á- herzlu á það, sem skilur að trú þeirra og Gyðingatrúna, en hitt, sem er þeim sameig- inlegt hættir ti! að gleyma því. — I bókinni Jesus of Nazareth: The Hidden Years, leitast franski sagnfræðing- urinn, Gyðingurinn Roþert Aron, við að sýna hve djúp- tæk áhrif ísraels voru á Jes- úm er hann var að þroskast. Kristnir menn eins og De Gaulle, sem er kaþóliki, og Albert Schweitzer, sem er mótmælendatrúar hafa hrós- að hinni ályktanakenndu en hugmyndaríku ritgerð Arons, sem byggð er á því sem vitað er um líf Jesú og þá tíma, sem hann lifði. Nýja testamentið hefur frá aðeins einu atviki í lífi Jesú um æskuár esú Krists þeirra með þekkingu sinni. En Aron álítur að Jesús hafi að öllum líkindum verið alinn upp eins og hver annar drengur frá Biblíutímunum. Með þv£ að skilja eðli barnauppeldisins á þessum tíma eiga kristnir menn auðvéldara með að skilja mennskan persónuleika þess, sem þeir tilbiðja sem son Guðs. Málið, sem Jesús talaði, var aramiska, skyld hinni sígildu hebresku. Sérstæðir eiginleikar hennar knúðu Jesúm til að hugsa eftir vissum leiðum. Aramiska, gagnstætt latínu og grísku á fá orð, sem skýra heimspekileg hugtök og verður í staðinn að notast við hlutlæg- ar líkingar, í ræðum um and- legustu efni. Þegar Jesús, t. d. Jesús í hópi kennimanna — eftir málverki Dúrers. að segja frá þeim tíma er fjölskylda hans setzt að í Nazareth og til þess tíma þeg- ar Jesús er skírður, þrítugur að aldri: Þegar Jesús kemur í musterið í Jerúsalem og eyðir þar þrem dögum í samræður við prestana og vekur undrun notaði þessi orð Móse: „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ þá var hann ekki að segja, eins og margir halda, að réttlætið krefjist ofsafullrar refsingar við ofsafullu afbroti. „Það hefði verið andstætt kenningum Gyð- inga um að menn eigi að elska náungann eins og sjálfan sig og sýna óvinum sínum misk- unn“, segir Aron. „Þetta er dæmigerð um hvernig Gyðingar myndu orða slíka hugsun og hún merkir að til sé viðeigandi refsing við sérhverjum glæp.“ Slðan leitast Aron við með skynsamlegum ályktunum að sýna hvers konar uppeldi Jesús hefur fengið og með saman- burði hvar kenningar samtím- ans birtast í orðum hans. Aron heidur því t. d. fram að bænin „Faðir vor“ sé að- eins soðin upp úr gamalli ara- miskri bæn, Kaddish, sem Jesús hlýtur að hafa lært I æsku. Jafnvel sæluboðin 1 Fjall- ræðunni eru ekki annað en endursögn gamalla trúarsetn- inga Gyðinga, sem Jesús hlýtur að hafa heyrt I prédikunum prestanna í samkomuhúsinu í Nazareth. „Sælir eru miskunn- samir, því að þeim mun misk- unnað verða", hefur eflaust minnt áheyrendur Jesú á þessi orð prestanna: „Guð mun hafa meðaumkun með sérhverjum þeim er aumkar annan mann“. Aron álítur að Jesús hafi einkum aflað sér fræðilegrar þekkingar hjá Fariseum, sem hann síðar ásakaði fyrir harð- ýðgi f hjarta þeirra. Eins og Kristur þá prédikuðu þeir ást til allra manna. Eins og Kristur reyndu þeir einnig að halda sér utan við pólitískar hreyfingar síns tíma. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“, er kenni- setning í samræmi við hefðir Fariseanna. Dæmisöguformið sem Jesús notaði oft var mik- ið notað af Fariseum. Sem Gyðingur, vill Aron ekki fallast á að Jesús hafi verið guðlegrar ættar, en segir að hlutverk hans hafi verið guð- lega innblásið, og það var ekki hlutverk, sem átti að leika með- al ísarelsmanna heldur heið- inna þjóða. Metaflabrögð og hækkandi verð á útflutnings- vörum eru skýringar Tímans á því að gjaldeyrisstað- an hefir farið mjög batnandi. Núverandi stjórnarstefna á þar auðvitað engan hlut, segir blaðið. Aumingja Tíminn. Seinheppnara blað er víst ekki gefið út á íslandi. Veit hann ekki um hinn gífurlega aflabrest á vertíðinni í fyrra? Þekkir hann ekki afla- leysi togaranna að undanförnu? Veit hann ekki, að markaðshrun hefir orðið á síldarlýsi og mjöli erlendis? Má það vera að fávizka blaðsins sé svo mikil? SÉRFRÆÐINGAR Fiskideildarinn- ar sem vinna að ýmiskonar rann- sóknum og athugunum á vertíðar- fiskinum, hafa komizt að þeirri niðurstöðu að allmiklu meira magn hefur ve.ið af 12 ára gömlum þorski, en þeir höfðu búizt við. í Fiskideildinni er stöðugt unnið að aldursgreiningu á vertíðarfiskin um, en það er gert með kvarna- rannsóknum og berast kvarnir víða að en einkum af Akranes; og frá Vestmannaeyjum. Undanfarin ár hefur sá þorskur -sem nú er búinn að ná 12 ára aldri verið mikið veiddur. Höfðu fiski- fræðingar talið, að svo væri gengið á aldursflokk þenna, að hann myndi aðeins um 6 — 7% af aflan- um Athuganir í Fiskideildinni hafa leitt 1 ljós að hundraðshluti þessa 12 ára gamla þorsks í afla bátanna er miklu meiri en fiskifræðingarnir höfðu búizt við, og stundum kom- ist allt upp í 25%. Ein er sú skýring á þessu að fiskurinn hafi komið hingað frá Grænlandsmiðum. Fundizt hafa tveir þorskar merktir af dönskum fiskifræðingum við Grænland og war annar þeirra 12 ára en hinn í ára aldursflokki. í ár er aðalgöngufiskurinn í 7 ára aldursflokki, einnig nokkurt magn af 9 ára aldursflckknum. Jón Jónsson forstöðumaður Fiski- deildarinnar er nú 1 rannsóknarleið angri með varðbátnum María Júlía, er lét úr höfn I fyrradag, í rann- sóknarleiðangur þennan, hér úti í Faxaflóa og víðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.