Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 10
VISIR Mánudagurirm 2. ap»i 14rw2. W Peler Freuchen - Frh. af bls. 9. bókunum, err hvassara tekið til orð^ oft og tíðum, gagnrýnin bitrari, dómar harðari. Allar þes§ar bækur eru bráðskemmti legar — einkum þó kannski hinar fyrri tvær, en allar hafa þær orðið mjög kunnar bæði á Norðurlöndum og annars stað- ar £ heiminum. Ferðabækur Freuchens eru einnig mjög læsilegar og þykja sumar afbragð, ekki sízt „Si- beriske Eventyr“. Vísindalegar ritgerðir hefur Freuchen skrifað nokkrar, og ekki annað heyrzt en að þær þættu góðar. Loks skal minnzt á slðustu bókina, er Peter Freuchen samdi, en hana lauk hann við tveim dögum áður en hann dó. „Peter Freuchen’s Book of the Seven Seas“ — „Bókin um höf- in sjö“ — nefnist hún og þykir mikið afrek; varð hún heims- fræg þegar í stað og þýdd á flest menningarmál. En árið áð ur hafði hann unnið sextíu og fjögur þúsund dollara £ sjón- varpskeppni vestanhafs, þar sem spurningarnar fjölluðu um svipað efni og bók þessi. Um leið og henni var lokið, hélt hann af stað til Alaska og ætl- aði þaðan til Thule £ Grænlandi £ leit að nýjúm ævintýrum, sjö- tíu og eins árs gamall. Hann hafði þungar töskur meðferðis, og er hann var f þann veginn að stfga upp £ flugvél á velli einum f Alaska, buðust sam- ferðamenn til að hjálpa honum að bera töskurnar. En hann af- þakkaði það og stökk upp tröpp urnar með sina töskuna i hvorri hendi. Slikan galsa þoldi ekki hið margreynda hjarta hans; Pcíer Freuchen hné niður i efstu tröppunni og var þegar ör endur. gETRI dauðdaga mun hann vart hafa getað óskað sér sjálfur, og hinir fjölmörgu vinir hans gátu vel unnt honum þess að sleppa við banasængina. Hann dó á líkan hátt og hann hfði: glaður og gunnreifur á Ieið til ævintýralandsins. And- látsfregn hans snerti hjörtun víðsvegar um heiminn, þar sem hann var kunnur sem maður og skáld. Hann var ógleymanlegur þeim, er kynntust honum, heill vinur, drengja beztur. Hinn bnnvæni Framh. af 7. síðu. En síurnar gera ekkert gagn. Þær sia jafnvel minna af tjöru frá en sjálft tóbakið í sígarett- unni og hafi notkun þeirra það í för með sér, að menn reyki tóbakshluta sfgarettunnar alveg upp eru þær verri en ekki, þvi að tjörumagnið i síðustu sogun um er þá mjög mikið. Bezt væri því að fella síusígaretturnar aft ur niður. Framleiðsla þeirra eða notkun byggðist ekki á neinum vísindalegum athugunum. A myndinni sést stjóm Kvenfélags Laugamessóknar. Talið frá vinstri: Asta Jónsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Vivian Svavarsson, Ragnhildur Eyjólfsdóttir, Herþrúður Hermannsdóttir, formaður félagsins, Guðrún Helgadóttir og Sigríður Ásmundsdóttir. Starf kvennanaa í Lqugarnessókn Fyrir nokkru bauð Kvenfélag Laugarnessóknar öldruðu fólki í sókninni 4 skemmtun er fyrir það var haldiá i Laugarnesskóla. Fé- lagskonur fórnuðu hvorttveggja fé og fyrirhöfn til að gera gamla fólkinu þessa dagstund sem á- nægjulegasta. Er fyrst að nefna að íslenzkri gestrisni var þarna í salnum hásæti búið, svo sem hátt- ur er góðrar húsfreyju á heimili hverju. Veittu félagskonur gestum sínum af mikilli rausn. Meðan fólk ið sat við hlaðin borðin skemmti það sér við að hlusta og sjá. En dagskrá samkomunnar var þessi; 1. Síra Garðar Svayarsson flutti ávarp. 2. Frú Olga Hjartardóttir söng einsöng. Söng frúin ýms okkar fegurstu þjóðlög. Undirspil annað- ist Jón ísleifsson organisti. 3. Frú Kristín Ólafsdóttir flutti frumort kvæði 4. Helgi Kristófersson sýndi kyrramyndir, voru það litmyndir af ýmsum fegurstu stöðum lands- ins. Mesta athygli og aðdáun vöktu þó skínandi myndir af Öskju gbsinu síðasta. 5. Frú Aðalheiður Georgsdóttir og tvö börn hennar kváðu rlinur. Gerði frúin þessari þjóðlegu fþrótt góð skil. Og mikil hrifningaraldi fór um salinn er þessi tvö fallegu börn komu fram á svalirnar og hófu upp gamla kvæðastemmu. Þau skiluðu sfnu hlutverki með á- gætum. Allt sem þarna fór fram vakti ó- blandna gleði hinna öldnu sam- komugesta. Er þó einn skemmtiþáttur ótal inn, en það var almennur söngur er vel tókst. Eftir meir en þriggja klukku- stunda dvöl í skólanum fóru allir heim með þakklæti f huga fyrir - nægjulega stund. Alls munu lafa sótt samkomuna um áttatíu manns, en boðsgestir voru nálægt Aðstoðarstúlku til sýklarannsókna vantar nú þegar. Þarf helzt að hafa stúdentsmenntun. Námstími tvö ár, en síðan laun samkvæmt X. flokki launalaga Umsókn með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rann- sóknastofu Háskólans, Barónsstíg. sextíu. Voru þeir mun færri en boðnir voru og kveffaraldurinn hefur valdið því. Kvenfélagið heldur slfkar sam- komur árlega. ★ Kvenfélag Laugarnessóknar hef- ur á undanförnum árum starfað svo sem konum einum er bezt lag- ið, að margskonar menningar- og mannúðarmálum. Auk ýmiskonar líknarstarfsemi og styrkja tií bág- staddra, hefur félagið starfað af Idráti zwn 1,5 og 4 q, margir litir BJÖLLUVÍR 2x06 og 2x0.8 q PLASTSTRENGUR 2x1,5, 2x2,5 4x10 q tyrirliggjandi. GUMMITAUG 2x0,7 og 3x0,75 q. G. Marteinsson hí. Umboðs- og heildverzlun. ankastræti 10 Slmi 15896 Heimasími 34746. Vibratorar fyrir steinsteypu leigðir út. Þ. ÞORGRIMSSON & CO. Borgartúni 7. - Sfmi 22235. Heilbrigðir fætur eru undir- staða velliðunar. Látið þýzku Berkanstork skóinnleggin lækna fætur yðar Skóinnleggstofan Vífilsgötu 2 .Opið kl. 2-4,30. miklum dugnaði og fórnfýsi fyrir kirkju sína. Laugarneskirkja er fagurt guðs- hús og söfnuðinum til sóma. Kirkj- an er stílhrein og fagurlega skreytt. Kvenfélagið kostaði skreyt inguna að öllu, og mún kostnaður hafa orðið nær 30 þúsund krónur á þeim tím.a Síðan hefur félagið árleg; gefið kirkjunni ýmsa dýra muni. Má meðal annars nefna messuskrúða, altarisklæði fagur- lega gert, veglega kertastjaka, fermingárkyrtla á sjötfu og tvö börn og jafnmarga altarisbikara. Allt hefur þetta kostað stórfé og mikið starf. En mest er þó um- vert þann sálarþroska er störfum stjórnar og kærleiksandann er í verkunum býr. Hér sannast sem jafnan um . frjáls samtök kvenna, að þau helga sér hin góðu mál- efnin og fara um þau mjúkum en styrkum höndum. Meðan svo er almennt þarf ekki að óttast um framtíð æskunnar, þó marga skugga béri á frá öðrum öflum. Sfgildur sannleikur eru þessar Ijóðlínur þjóðskáldsins: „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna". Svo er það og mun verða. ★ Stjórn Kvenfélags Laugarnes- sóknar skipa nú þessar konur: Form. frú Herþrúður Hermanns- dóttir, meðstjórnendur eru frú Vivian Svavarsson, frú Ragnhildur Eyjólfsdóttir, frú Ásta Geirsdóttir, frú Guðný Helgadóttir, frú Sigríð- ur Ásmundsdóttir og frú Kristín Ólafsdóttir. Mikill áhugi ríkir hjá félagskon- unum fyrir framtíðarstarfi félags- ins. 26. marz 1962. Stgr. Davíðsson. • sr mgótivaNii CFZCt IWMIs mma Loftlesting ^ ' Veggfesting Mælum upp \ — Set jum upp Stúlka eða kona óskóskast til að leysa af í forföllum, þarf að geta bakað. VEITINGAHÚSIÐ LAUGAVEGI 28 B Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Uppl. á staðnum. BAKARlIÐ LAUGAVEGI 5l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.