Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1962, Blaðsíða 9
Mánudagurinn 2. aprfl 1962. irsiR Danska skáldið Peter Freuchen 'jyj'ÁNUSTU vinir hans kölluöu hann stundum Petersuak, en það er grænlenzka og þýðir Pétur mikli. Mikilfenglegur var hann, hvar sem á hann var lit- ið, með hæstu mönnum, herða- breiður og karlmannlegur svo af bar. Alltaf verður mér í minni fyrsta skiptið, sem ég hitti hann. Það var á rithöfundamóti í Osló, og urðum við skjótt góðii vinir. Morgun einn var öllum þátttakendum mótsins boðið til hádegisverðar ein- hvers staðar fyrir utan bæinn, og komum við flest þangað nokkuð þreytt og slæpt, því að veizla mikil hafði verið kvöldið og nóttina áður. Johan Bojer hélt aðalræðuna og var skrambi hátíðlegur að vanda, svartsýnn nokkuð og talaði mikið um þrautir og erfiðleika lífsins. Peter stóð upp næstur honum, ljómandi af hreysti og gleði — en hann smakkaði aldrei áfengi og var því oftast betur fyrir- kallaður en aðrir eftir miklar veizlur. Hann sagði meðal ann- ars: „Þú segir, að lífið sé örð- ugt og fullt af sorg. Det er lögn, broder — hvor er Iivet dog dejligt!“ Og um leið og hann sagði það, vissum við, að hann hafði rétt að mæla: Lífið var unaðslegt, sólin skein, og við sátum undir borðum, er svign- uðu af góðgæti. Hressandi blær fylgdi honum hvarvetna, heil- brigð gleði, karlmennskuþrótt- ur og karlmennskuró. J>ETER fæddist árið 1886 og var næstelztur af sjö syst- kinum. Faðir hans var kaup- maður í Nyköbing á Falster. Hann varð stúdent 1904 og hóf nám í læknisfræði, en hætti því að ári liðnu, og fór þá til Græn- lands. Segir hann skemmtilega frá þeirri ferð i bókinni „Æsku- ár mín á Grænlandi". Stuttu siðar eða árið 1910 stofnaði hann ásamt Knud Rasmussen verzlunarstöðina í Thule. Stjórn aði Peter henni niu ár. Árið eftii _að hann kom þangað, gift- ist hann stúlku af ættum heim- skautseskimóa, er hét Navar- ana Mequpaluk. Áttu þau tvö börn saman, son og dóttur, er nefnist Pipaluk; ólst hún upp í Danmörku, var lengi ritari föð- ur síns og giftist að lokum sænskum manni. Sonurinn nefndist Mequsak og ólst upp í Grænlandi að miklu leyti, var þó hjá föður sínum á Enehöje, eyju þeirri, er Freuchen átti í Danmörku um skeið. En síðan íJentist hann i móðurlandi sínu. Þau Navarana og Peter voru gift í tíu ár eða þar til hún andaðist. Á þvl tímaskeiði tók Peter þátt í nokkrum vísinda- leiðöngrum með Knud Rasmus- sen og öðrum, en hann var jafn- an ferðamaður mikill og fór víða um jörðina. I heimsstyrj- öldinni síðari varð hann að flýja frá Danmörku og dvaldist um skeið í Svíþjóð, en fór þá til Bandaríkjanna og átti þar heima síðan til dauðadags. ef tir Kristmann Guðmundsson Peter Freuchen var í raun og sannleika ævintýramaður, því að alla ævi sína var hann óska- barn ævintýranna. Þau léku við hann, og ljómi þeirra var um hann — alls staðar annars stað ar en á ættjörð hans. Nú blygð- ast Danir sín fyrir að hafa ekki viðurkennt hann fyrr en aðdáun alls heimsins þröngvaði þeim til þess. Þeir eiga það sameigin- legt, H. C. Andersen og Peter Freuchen, að Danir létu sem þeir væru ekki til, unz umheim- urinn hyllti þá sem stórmenni. Cai M. Woel segir í ritgerð um Freuchen, að nafn hans sé einn af svörtustu blettunum á sam- vizku danskra gagnrýnenda, og það er rétt. Nú virðist enginn geta skilið, hvers vegna hann var áratugum saman hundsað- ur af sinni eigin þjóð og fékk aldrei fyrr en um seinan þá ' viðurkenningu, sem honum bar f nafni allrar sanngirni. Hann þótti fyrirferðarmikill, ágengur, óáreiðanlegur og málgefinn, segir Cai M. Woel í ritgerð þessari. — Gagnrýnendumir reyndu að gera lítið úr honum, ef þeir nefndu hann á annað borð, sem ekki var oft. Skáldalaun fékk hann ekki fyrr en hann var orðinn sextfu og fimm ára. Bækur hans seld- ust ekki í Danmörku, og sáust varla í búðargluggum, gagnrýn- endur nefndu þær naumast. Þó var hann einn af kunnustu mönnum landsins, vinsæll með afbrigðum — nema meðal koll- ega sinna, er fyrirlitu hann, sökum þess að hann var „svo margt annað", eins og einn þeirra k omst að orði. Cai M. Woel skýrir það á sinn hátt: „Hér í landi má rithöfundur ekki vinna fyrir sér með öðru en því að skrifa bækur, hann verður helzt að vera fátækur og forfallinn drykkjumaður.“ Peter var bindindismaður, hann drakk mjólk og vatn, en smakk aði aldrei áfengi. Tóbak notaði hann ekki heldur. Auk þess var hann tilfinningamaður og sagði það, sem honum bjó f brjósti án allra vafninga. JJTAN Danmerkur var skáldið Peter Freuchen ekki illa liðið, í Svíþjóð seldust bækur hans í stórum upplögum’, og eftir að hann varð kunnur í ensk? heiminum, lásu hann mill jónir Þar var á allra vitorði, að Freuchen var í hópi hinna miklu rithöfunda, að frásagnar- gáfa hans var fágæt, fyndnin og garnansemin sívökul, persónu- lýsingar og umhverfislýsingar með slíkum ágætum, að langt skal leita til jafnaðar. Flestar bækur Freuchens fjalla um Grænlendinga, aðal- Iega Eskimóana i Grænlandi. Sjálfur hefur hann sagt frá því, hvers vegna hann byrjaði að skrifa: 1 síðasta vísindaleið- angri sínum (Femte Thule Eks- pedition) kól hann til óbóta, svo að taka varð af honum vinstri fótinn. Virtust honum þá allar bjargir bannaðar til ferða- laga í norðrinu, og þótti hon- um sýnt, að hann yrði að vinna fyrir sér á annan hátt úr því. Þá keypti hann eyjuna Enehöje og hóf þar búskap. En heldur illa undi hann því hlutskipti, enda vildi ganga af honum fjár- hagslega. Þarna var gestanauð svo mikil, að bæði húsbóndinn og heimilisfólkið höfðu í raun- inni ærinn starfa að sinna að- komumönnum. Er Peter sá fram á. að hann gæti ekki framar ferðazt um norðlægar slóðir, vildi hann þó að minnsta kosti minnast þeirra í ræðu og riti. umhverfislýsingar mjög sann- færandi, og atburðarásin hlaðin dramatískri spennu, bygging ágæt og frásagnargáfan þeirrar artar, að enginn getur efazt um, að hér er góðskáld á ferðinni. Árið 1929 og 1930 komu skáldsögurnar „Nordkaper" og „Ivalu". Hin síðarnefnda er mjög falleg ástarsaga, en báðar opna þær lesandanum innsýn í veröld þeirra náttúrubama, er byggðu auðnir heimskautsland- anna á fyrri hluta tuttugustu aldar í síðari heimsstyrjöldinni skrifaði hann skáldsöguna „Hvid mand“, er gerist á Græn- landi á tímum Hans Egede. Að- alpersónan er Peter Hasiman, glaðsinna hraustmenni^ og ást- Peter Freuchen. Tók hann þá að skrifa og halda fyrirlestra, en því hélt hann áfram æ síðan — einnig og ekki sizt eftir að hann upp- götvaði, að honum voru enn allar leiðir færar þrátt fyrir tré- fótinn. v |^/JARGAR ágætar skáldsögur hefur Freuchen skrifað. Hin fyrsta þeirra mun vera „Stor- fanger", sem kom út 1927. „Römningsmand“ er framhald af þeirri sögu, og fjalla báðar um Eskimóann Mala, heiðið náttúrubarn, er afskipti hins hvíta manns gerðu að morð- ingja og stigamanni, sem allir hræddust. I bókum þessum kem ur þegar fram hin altæka þekk- ing Freuchens á heimskauts- löndunum og íbúum þeirra, hugsanagangi Eskimóanna og viðhcrfi þeirra til lífsins. Per- sónulýsingar margar eru góðar, mey hans, Karen frá Helsingja- evri. Þau hafa sitthvað á -sam- vizkunni og eru send ásamt öðr um föngum af Brimarhólmi til hinnar fjarlægu eyjar í norðri og eiga að gerast þar landnem- ar. Freuchen hafði þá um fimmtán ára skeið ekki gefið út neinar skáldsögur, en skrifað ævisöguþætti, minningabækur og ferðabækur, er síðar urðu heimskunnar. „Hvid mand“ sýn ir, að höfundurinn hefur vaxið að vizku og leikni á þessum ár- um, og bókin er ekki aðeins prýðilegt listaverk, heldur veiga mikið framlag i baráttunni gegn kúgun og valdamisbeitingu. En öll síðustu ár sin tagðist Peter Freuchen ótrauður á sveif með þeim, er vinna að frelsi og jafn- rétti mannanha. Peter Hasiman og Karen frá Helsingjaeyri eru bæði listavel gerðar persónur, er gleymast lesendum seint, og sérhver bókmenntaunnandi hlýtur að dást að snilld höf- undarins í frásögn, byggingu verksins, mannlýsingum, at- burðalýsingum, aldarfars- og umhverfislýsingum. Þetta er mikið skaidverk, sem enn hefur ekki hlociö þá viðurkenningu, sem það á skilið, en er nú sem óðast að ryðja sér til rúms I heiminum eftir dauða höfund- ^KÁLDSAGAN „Solfjeld" k kom út árið 1946. Það er merkilegt skáldverk og ein skemmtilegasta saga Freu- chens, skopskyn höfundar er þar vakandi á hverri blaðsíðu. Vesæl einstæðingsstúlka fæðir barn í lausaleik og kennir það Kristi. — Hví skyldi ekki Heil- agur Andi geta komið við í Grænlandi eins og Palestlnu? — Höfundurinn fjallar um þetta vandmeðfarna efni af hinni mestu snilld og kitlar jafn framt hláturtaugar lesandans. Þetta er óvenjulegt, en ósköp mannlegt allt saman, höfund- uriru gerir það svo sennilegt, að lesandanum finnst hann hafi upplifað það sjálfur. Ári síðar en „Solfjell“ kom út eitt mesta skáldverk Freu- chens, nefnist það „Larions Lov“ Saga' þessi gerist um miðja nítjándu öld, meðan Rúss ar voru enn eigendur Alaska. Er þar lýst baráttu Indíánanna við hina hvítu menn af mikilli þekkingu og skilningi. Frásögn- in er meistaraleg, fyllt af drama tiskum krafti og spennu, mann- lýsingarnar gerðar af stórfeng- legri dirfsku og skilningi. Loks er skáldsagan „Nigger Dan“, er kom út 1951. Þar tek- ur höfundurinn til meðferðar negrana í Suðurríkjunum, eftir að þeim var gefið frelsi. Þetta er einnig ágætt verk, skrifað af djúpri samúð, skilningi og inn- lifun í efni ög aldarfar. pETER FREUCHEN þekkir til hlltar frumstæðar manneskj ur, finnur til með þeim og þykir vænt um þær. 1 allmörgum bók- um hans er lagður þungur dóm- ur á framferði hvlta mannsins gegn lituðum meðbræðrum sín- um, enda þótt hvergi sé hreyft beinum áróðri. Freuchen gerir ákæru slna að skáldskap, en fyrir bragðið verður hún alvöru þrungin og ógleymanleg. Það er öruggt, að I hinum nýju ríkj- um frumstæðra manna, sem nú eru að opnast fyrir menning- unni, mun Freuchen verða mik- >ð lesinn og mikilsvirtur. 1 hon- um hafa smælingjarnir alltaf átf öruggan vin og málsvara. Kunnustu minningabækur Freuchens eru „Min grön- landske Ungdom“ og „Min an- den Ungdom". Þær komu út 1936 og 1938. En árin 1953 og 1955 gaf hann aftur út tvær minningabækur, „1 al frimodig- hed‘ og „Fremdeles frimodig". Þar er sama efnið og 1 fyrri Framh. á 10. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.