Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.12.1987, Blaðsíða 4
TÆKNIMENN YKKAR TÍMI ER KOMINN! Hugleiðing i tilefni norræna tækniársins 1988 Verkfræðingar mynda hina klassisku stétt tæknimanna i iðnaðarþjóðfélögum vesturlanda. Þeir nutu lengi umtals- verðar virðingar og völdust ósjaldan í stjórnunarstöður. Tækniframfarir i okkar heimshluta voru að miklu leyti afrakstur af störfum þeirra. Á áttunda áratugnum og á fyrstu áriam þess níunda fór vegur verkfræðinga hins vegar minnkandi. í upphafi áttunda áratugarins fór áhugi almenn- ings á tæknimálum vaxandi. Mikið var rætt um mengun, vopnaframleiðslu og þá ókosti, sem fylgdu misnotkun tækn- innar. Verkfræðingar og tæknimenn voru dregnir til ábyrgðar fyrir ýmsa þætti, sem miður höfðu farið. Tækni- mennirnir voru illa undir það búnir að verja málstað sinn. Við þessi mál bættust efnahagserfiðleikar. Fyrirtæki urðu unnvörpum gjaldþrota. Ábyrgðinni af erfiðleikunum var oft varpað á tæknimenntaða stjórnendur. Á áttunda áratugnum og fram á þann niunda fækkaði tækni- menntuðum mönnum i stjórnunarstöðum. I stað þeirra komu hagfræðimenntaðir menn. í kjölfarið fylgdi að ásókn minnkaði i tækninám en hagfræðiskólarnir yfirfylltust. Þessarar þróunar gætti i Vestur Evrópu og Norður Ameriku. Hún hefur einnig verið áberandi hér á landi. Verkfræðingar hafa átt undir högg að sækja en viðskiptafræðingar hafa áreynslulitið yfirtekið stjórnunarstöður i atvinnulifinu. Þá hafa verkfræðingar átt undir högg að sækja i almennri stjórnmálaumræðu. Hagfræðingar hafa á hinn bóginn lagt meginlinur i efnahagsmálum og látið mikið til sin taka. Nú bendir margt til að dæmið sé að snúast tæknimönnum i hag. í norræna timaritinu "Ny Teknik" var nýlega fjallað um að ásókn í tækniháskóla færi aftur vaxandi i Sviþjóð. Verkfræðingar þar i landi telja sig einnig merkja að álit þeirra hafi batnað og almenningur sé jákvæðari gagnvart tæknilegum málum en áður. Fólk á vesturlöndum er i rikum mæli aftur farið að átta sig á þvi að það eru fyrst og fremst tækniframfarir, sem standa á bak við framsókn i efnahagslifinu. Þegar tæknimennirnir tóku að vikja fyrir "fjármálamönnum" i stjórnunarstöðum var að ljúka lang- varandi hagvaxtarskeiði. Siðan hefur gengið á ýmsu i efnahagslifi vesturlanda. Hinir hagfræðimenntuðu stjórn- endur hafa nú komist i svipaða stöðu og tæknimennirnir, sem þeir á sinum tima leystu af hólmi. Komið hefur i ljós að 4

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.